Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7 Fimmtudagur 9. október 2014 Hinn 1. október sl. tók gildi nýr samningur milli Hafnarfjarðar- hafnar og Alcan Straumsvík um notkun þeirra síðarnefndu á hafnaraðstöðu í Straums vík. Eldri samn ingur var að stofni til fra´því fyrst var samið um bygg- ingu álversins með nokkrum viðaukum. Hafnarfjarðarhöfn á mannvirkin í Straums vík og hefur átt þau alla tíð. Hins vegar tók fyrirtækið að sér að greiða niður stofn- kostnað vegna mannvirkjanna en fékk á móti lægri hafnargjöld en ella hefðu verið. Tilkynna þurfti með þriggja ára fyrirvara ef aðilar vildu ekki að eldri samningar framlengdust sjálf krafa 1. október 2014 þegar þeir voru lausir. Sendi Hafnar- fjarðarhöfn Alcan slíka tilkynn- ingu vorið 2011. Þá virkjuðust viðaukaákvæði frá 1995 sem kváðu á um að nýr samningur ætti að taka mið af þremur atriðum, 1. sambærilegum vöru- gjöldum af lausaförmum hér á landi, 2. samkeppnisstöðu ÍSAL m.v. aðrar álbræðslur í Evrópu og Norður Ameríku og 3. beins kostnaðar Hafnarfjarðarhafnar af rekstri hafnarinnar auk eðlilegs arðs. Í þessu felast ýmis túlkunar- atriði og gerð nýs samnings því töluvert flókið viðfangsefni. Hafnarstjórn skip- aði þriggja manna viðræðunefnd til að annast samninga við Alcan og áttum við undirritaðir sæti í honum. Með nefnd- inni starfaði Már Sveinbjönrsson hafn- arstjóri og á síðari stigum sem ráðgjafar þeir Lárus Blöndal hrl. og Bjarni Aðalgeirsson hdl. frá lögfræði stofunni Juris. Skemmst er frá því að segja að þó mörg álitamál væru upp í þess um viðræðum náðist sam- komulag sem var formlega undir ritað 16.5.2013 eftir stað- festingu í hafnarstjórn og bæjar- stjórn. Tók það eins og fyrr segir formlega gildi 1. október. sl. Hinn nýi samningur fjallar í mörgum greinum um samskipti aðila en mikilvægasta ákvæði hans er um nýtt fyrirkomulag vörugjalda sem leiðir til veru- legrar hækkunar frá því sem verið hefur. Gert er ráð fyrir því að tekjur hafnarinnar af inn- og útflutningi álversins verði á bilinu 9-107 m.kr. á ári sem er aukning um 40-55 m.kr. frá því sem verið hefur. Höfnin hefur auk þess tekjur af skipa- og þjónustu gjöldum sem og almennu byggingar efni o.fl. sem fyrir tækið greiðir fyrir sam- kvæmt almennri gjaldskrá. Þau ákvæði eru þó lítt breytt frá því sem verið hefur. Eyjólfur er fv. bæjarfulltrúi, form aður hafnarstjórnar og formaður viðræðunefndar­ innar við Alcan. Haraldur er fv. bæjarfulltrúi og hafnar­ stjórnarmaður. Sigurbergur er hafnarstjórnarmaður. Handbolti: 9. okt. kl. 19.30, Kaplakriki FH - HK úrvalsdeild karla 9. okt. kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Valur úrvalsdeildk karla 14. okt. kl. 19.30, Ásvellir Haukar - ÍBV úrvalsdeild kvenna Körfubolti: 10. okt. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Grindavík úrvalsdeild karla 12. okt. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Keflavík úrvalsdeild kvenna 15. okt. kl. 19.15, Grindavík Grindavík - Haukar úrvalsdeild kvenna Körfubolti úrslit: Snæfell - Haukar: miðv.d. Meistarakeppni kvenna: Snæfell - Haukar: 72-69 Knattspyrna úrslit: Karlar: FH - Stjarnan: 1-2 Handbolti úrslit: Karlar: ÍR - Haukar: 28-28 Afurelding - FH: 20-19 Haukar - Stjarnan: 26-26 FH - ÍR: 24-28 Konur: ÍBV - FH: 33-20 KA/Þór - Haukar: 22-19 Íþróttir Það sem er hvað skemmtilegast við kosningar, ekki síst á sveitar- stjórnarstigi, er hversu mikil og frjó umræða getur skapast um lýðræðismál. Þá eru allir til í að stíga fleiri og stærri skref fram á við í átt til aukinnar þátttöku íbú- anna, beinna lýðræðis og valddreifingar. Lýð- ræðis ástina sem blossar upp í tengslum við kosn- ingar þarf hins vegar að rækta, hlúa að og vökva. Það er ekki nóg að lofa umbótum, það verður að fylgja eftir góðum fyrirheitum, breyta hugmyndunum í verkefni og hrinda þeim í framkvæmd. Allir með? Eftir kosningar í vor lét ég hafa það eftir mér að ég vildi skoða hvort hægt væri að finna leiðir til að skapa þeim flokkum sem ekki náðu inn manni í bæjarstjórn einhverja aðkomu að umræðunni og mótun stefnu fyrir sveitar- félagið. Ég taldi þá og tel enn að það sé ekki hægt að færa skyn- samleg rök fyrir því að tveir flokk- ar sem fá samanlagt yfir 13% atkvæða hafi enga að komu að bæjarmál un- um næstu 4 árin, hvorki formlega né óformlega. Það hlýtur allavega að vekja okkur til um hugs- unar um hvort við erum á réttri leið hvað þró un lýð ræðis mála snertir. Ég held við hljótum líka að þurfa að setja þetta í samhengi við þá þróun sem blasir við okkur, sífellt minnkandi kjörsókn, sérstaklega með al yngra fólks. Ef við gefum okkur þá for sendu að kjósendur þessara tveggja flokka hafi að stórum hluta ver ið ungt fólk, teljum við þá að óbreytt fyrirkomulag verði til þess að auka líkur þess að sá hópur mæti á kjörstað næst? Lagalegar hindranir? Í lögum um fjármál stjórnmála- samtaka má segja að réttur smærri framboða sem ekki ná inn manni í sveitarstjórnarkosningum sé sumpart viðurkenndur. Sam- kvæmt þeim eiga framboð sem fá stuðning meira en 5% kjósenda rétt á fjárframlögum frá hinu opin- bera til að fjármagna starfsemi sína. Rétturinn er óháður því hvort að framboðin fá mann kjörinn í sveitarstjórn eða ekki. Sveitarstjórnarlögin gera hins vegar ekki ráð fyrir annarri að komu þeirra. Réttur þeirra til að tilnefna fulltrúa í ráð og nefndir er t.a.m. enginn, né heldur eiga þau rétt á áheyrnarfulltrúum. Ekki er heldur heimild í lögunum til að veita öðrum framboðum en þeim sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn sæti í fastanefndum eða ráðum. Það má því segja að lögin hvorki veiti slíkan rétt né bjóði uppá að hann sé veittur. Væri vilji til þess hjá annaðhvort flokkum úr meirihluta eða minni- hluta að tilnefna fulltrúa úr öðrum flokki fyrir sína hönd er þó í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir því. Það verður þó að teljast frekar óskilvirk og óörugg leið til að tryggja almennt aðkomu smærri framboða að umræðu og stefnu- mótun. Nýr vettvangur lausnin? Ekkert virðist því hins vegar því til fyrirstöðu að sveitarstjórn setji á stofn nýjan og óformlegan vett- vang með þátttöku fulltrúa allra flokka sem taka þátt í kosningum og hafa hlotið umtals verðan stuðn ing kjósenda, vettvang sem geti m.a. haft það hlutverk að skapa grundvöll lang tíma stefnu- mótunar í mál efnum sveitar- félags ins. Þanni g verði mynd uð samstaða um að vinna saman að því að leggja stóru lín urn ar, þær sem sátt er um að eigi ekki að vera til endurskoðunar á fjögurra ára fresti með tilheyrandi raski og kostnaði fyrir samfélagið. Ef bæjarstjórn Hafnarfjarðar myndi samþykkja að setja á stofn Gunnar Axel Axelsson Lýðræðisástina þarf að rækta Leiðrétting Í frétt af fimm ættliðum misritaðist nafnið Sæland og er beðið velvirðingar á því. Þau sem báru það voru Stígur Sæland, Sóveig Guðfinna Stígsdóttir Sæland, Sigríður Eiríksdóttir Sæland og Björg Gréta Sæland Eiríksdóttir. Kynningarfundur þriðjudaginn 14. október kl. 20 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Helgistaðir við Hafnarfjörð 100 ára afmælisrit Hafnarfjarðarkirkju Kynning á afmælisriti í tveimur bindum sem verið er að gefa út í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarkirkju. Í fyrra bindinu er fjallað um Garðaprestakall hið forna og í síðar bindinu um sögu Hafnarfjarðarkirkju 1914 - 2014. Gunnlaugur Haraldsson ritstjóri kynnir ritið í máli og myndum. Hægt er að skrá sig á Heillaóskaskrá. Kaffisopi. Allir velkomnir. Nýr hafnarsamningur við Alcan Straumsvík hefur tekið gildi Eykur tekjur Hafnarfjarðarhafnar umtalsvert Eyjólfur Þór Sæmundsson Haraldur Þór Ólason Sigurbergur Árnason slíkan vettvang yrði Hafnarfjörður fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að viðurkenna mikilvægi þess að tryggja minni framboðum að - komu að sameiginlegri stefnu- mörkun, gildi fjölbreyttra við- horfa, hugmynda og lýðræðis- legrar grósku. Í ljósi þeirra stóru skrefa sem stigin hafa verið í lýðræðismálum í Hafnarfirði sl. áratug, skrefa sem hafa verið öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni og fyrirmyndar, þá væri það að mínu mati vel til fundið að við tækjum líka forystu á þessu sviði. Að þessu langar mig til að vinna í góðri samvinnu við fulltrúa annarra flokka í meirihluta jafnt sem minnihluta, innan og utan bæjar stjórnar. Höfundur er bæjarfulltrúi, oddviti Samfylkingarinnar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.