Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. október 2014 Þegar húsnæðisvandi grunn- skólanna var sem mest til umræðu kom upp hugmynd um að setja á laggirnar unglingaskóla. Var þá hugsað til „Græna hússins“ á miðsvæði Valla sem mögulegu húsnæði. Ekkert varð úr þeirri hugmynd enda virtist hugmynd um sérstakan ungl- ingaskóla mæta töluverðri andstöðu. Þá var markmiðið að geta frestað því að byggja nýjan skóla í Skarðshlíð en þá var búist við að það hverfi væri að byggjast upp. Nú er hugmyndin um unglingaskóla aftur komin upp á yfirborðið en ekki vegna húsnæðisvanda heldur vegna þess að einkaaðilar vilja fá tækifæri á að reka slíkan skóla með samningi við Hafnarfjarðarbæ. Slíkur skóli sem staðsettur væri á Völlum þyrfti ekki endilega að leysa húsnæðisvanda Hraunvallaskóla og Áslandsskóla eins og bæjarrekinn skóli gerði enda yrði einkarekinn skóli aldrei hverfisskóli og enginn skikkaður í slíkan skóla. Ætli bæjaryfirvöld að heimila rekstur slíks skóla sem hæfi störf haustið 2015 þurfa bæjarfulltrúar að hafa hraðar hendur á því gera þarf ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun. Eðlilegt er að bæjarbúar fái að segja sitt álit á slíkum áformum, foreldrar og skólasamfélagið því að mörgu er að hyggja þegar áform um einkarekna skóla eru tekin upp. Fleiri einkareknir skólar geta skapað óvissu um húsnæðisþörf og jafnvel verri nýtingu skólahúsnæðis en þeir geta líka haft þveröfug áhrif og verið til þess að létta álagi af öðrum skólum. Hins vegar er það spurningin um það hvaða rekstrarfyrirkomulag sé hagkvæmast bæjarbúum og auðvitað gæti farið svo að bæjaryfirvöldum þætti hagkvæmast að bæjaryfirvöld starfrækti nýjan unglinga skóla, sé það talið besta lausnin fyrir kennslu á þessu aldursstigi. Miklar breytingar eru að eiga sér stað í Firði, einu verslunarmiðstöð bæjarins. Töluverð uppstokkun hefur orðið ekki síst eftir að Vínbúðin hvarf á braut. Langir lokaðir veggir að bönkum og stærri verslunum eiga ekki að sjást í verslunarmiðstöð af þessari stærð og synd að horfa upp á að besta verslunarplássið á jarðhæð sé notað undir skrifstofur og jafnvel kaffistofur starfsmanna. Íslandspóstur er að flytja sig í stærra húsnæði og mun þá vonandi veita meiri og betri þjónustu, Símabúðin er komin í stærra húsnæði og kaffitorgið á eftir að stækka og taka gagngerum breytingum. Eigendur skoða í dag breytingur á eignarhaldi og stofnun eins eignarfélags um verslunarhúsnæðið í Firði sem gerði alla skipulagningu og rekstur einfaldari og hnitmiðaðri. Nýjar búðir eru á leiðinni í Fjörð og það verður gaman að fylgjast með því þegar verslunarmiðstöðin tekur flugið á ný, endurbætt og með fleiri verslunum. Hafnfirðingar munu á ný sækja meira í miðbæinn - sinn eigin miðbæ! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagurinn 12. október Sunnudagaskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Kaffisala kvenfélagsins verður í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði veitir safnaðarstarfinu dýrmætan stuðning og er kaffisala þess ævinlega mikilvægur hluti fjáröflunar félagskvenna. Allir velkomnir. www.frikirkja.is Sunnudagurinn 12. október Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11 Foreldramorgnar á þriðjudögum kl. 10 Unglingagospelkór á föstudögum kl. 16.30 www.astjarnarkirkja.is Sunnudagurinn 12. október Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Yngri barnakórarnir syngja. Stjórnandi er Helga Loftsdóttir. Meðleikari er Anna Magnúsdóttir. Anna Elísa Gunnarsdóttir leiðtogi sunnudaga skólans og Margrét Heba aðstoðarstúlka hennar tala. Organisti: Douglas Brotchie. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Þriðjudagur 14. október Kynning kl. 20 á Helgistaðir við Hafnarfjörð Ritverki sem gefið verður út í tilefni af eitt hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarkirkju. Gunnlaugur Haraldsson söguritari og Magnús Gunnarsson formaður sóknarnefndar hafa orðið og svara fyrirspurnum. Miðvikudagurinn 15. október Morgunmessa kl. 8.15 Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Víðistaðakirkja Sunnudagur 12. október: Fjölskyldustund og sunnudagaskóli kl. 11 Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Notalegt samfélag fólks á öllum aldri. www.vidistadakirkja.is Molasopi á eftir. Krakkarnir í æskulýðsfélaginu Megas selja bakkelsi til fjáröflunar vegna ferðar á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar Starfsfólk Víðistaðakirkju. Fjármálstjóri Hafnarfjarðarbæjar 22 umsækjendur Ari Sigurðsson, MBA og cand.oecon; Björn Arnar Kárason, m.sc. fjármálaverkfræði; Björn Steinar Pálmason, MBA; Björn Þór Hermannsson, m.sc. fjármálahagfræði; Drífa Valdimarsdóttir, m.acc reikningsskil og endurskoðun; Hallgrímur Ólafsson, ACI og cand.oecon; Hilmar Stefánsson, cand.oecon; Jenny Johansen, rekstrarfræðingur; Jón Ólafur Gestsson, hagfræðingur; Jónína Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur, MIF í alþjóða fjármálum; Karen Huld Gunnarsdóttir, m.acc reikningsskil og endurskoðun; Karítas Jónsdóttir, cand.oecon; Kristín Einarsdóttir, cand.oecon; Lúðvík Þorgeirsson, cand.oecon fjármál fyrirtækja; Olga Eleonora Marcher Egonsdóttir, m.sc. alþjóðastjórnun og m.sc. hagnýt hagfræði og fjármál; Regína Fanný Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi; Rósa Steingrímsdóttir, MBA og cand.oecon; Sigrún Bragadóttir, m.sc. fjármál fyrirtækja; Snorri Gissurarson, cand.oecon; Steingrímur Hólmsteinsson, rekstrar- og viðskiptafræði; Sveinn Bragason, MBA og cand.oecon; Þórður Guðbjörnsson, m.sc. stjórnun og stefnumótun. Fimm höfðu dregið umsókn sína til baka.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.