Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. október 2014 30 ára Stofnuð 1983 www.ratleikur.blog.is Ratleikurinn UPPSKERUHÁTÍÐ Þeir sem skilað hafa inn úrlausnum í Ratleik Hafnarfjarðar eiga möguleika á að hreppa glæsilega vinninga Styrktaraðilar Ratleiksins eru: Fjallakofinn, Hress, Músik og sport, Altis, Fjörukráin, Hafnarfjarðarhöfn, Hafnarfjarðarbær, Fjarðarpósturinn, Fjarðarkaup, Húsasmiðjan, Gámaþjónustan, Valitor og Gróðrarstöðin Þöll. Hafnfirska fréttablaðið styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Láttu okkur elda fyrir þig góður matur góð þjónusta Veitinga- og kaffihúsið Silfur 2. hæð Firði v/ Fjarðargötu www.facebook.com/veitingahusidsilfur Opið 10-23, fi.-lau.: 10-01, su.: 11-23 Trúbador Þór Óskar verður alla fimmtudaga kl. 21-23.30 Happy Hour alla fimmtudaga kl.17-01 kaldur á krana á 500 kr. verið velkomin Umboðs­ maður Hafn­ firðinga Tillaga fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um að stofnað verði embætti umboðs manns Hafnfirðinga var lögð fram á fundi bæjarráðs að stofnað verði embætti umboðs manns Hafn- firðinga sem bæjarbúar geti leitað til um leiðbeiningar, ráð- gjöf og álit ef þeir eru ósáttir við málsmeðferð og ákvarðanatöku bæjarins í málum þeirra. Í greinargerð með tillögunni segir að hlutverk umboðsmanns Hafnfirðinga væri að leiðbeina um mögulegar kæruleiðir og leiðbeina um möguleika og heim ildir til að mál séu tekin til endurskoðunar. Hlutverk um - boðs manns væri líka að útskýra og aðstoða við túlkun á efnis legu innihaldi ákvarðana töku Hafn- arfjarðarbæjar og jafnvel að bjóða sáttamiðlun í þeim tilvik- um sem líkur eru á að ágreining megi sætta með slíkri aðkomu. Umboðsmaður myndi líka rannsaka einstök mál og skila áliti um lögmæti þeirra og gæti tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði. Jafnframt væri mikilvægt að umboðsmaður Hafnfirðinga gæti tekið á móti, rannsakað og komið á framfæri upplýsingum frá starfsfólki, viðsemjendum bæj ar ins og öðrum um réttarbrot, vanrækslu eða mistök eða óeðli- leg afskipti kjörinna fulltrúa af málum í stjórnsýslu og/eða þjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Afgreiðslu var frestað til næsta fundar. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði Laugardagskaffi í Sjálfstæðisheimilinu að Norðurbakka 1 laugardaginn 11. október kl. 10-12 Ásmundur Friðriksson, þingmaður er gestur okkar.Allir velkomnir! Þórey Gunnarsdóttir, snyrti- fræð ingur með meiru stofnaði snyrtistofuna MakeOver fyrir tæpum þremur árum. Hún var til húsa við Lækjargötuna en svo prófaði hún nokkra mánuði í Kópavogi en það var ekki málið, segir Þórey. „Við opnuðum hér í Firði þann 3. september sl. og höfum fengið æðislegar mót- tökur. Það eru allir búnir að taka okkur svo vel hér í húsinu og ekki hefur staðið á viðskipta- vinunum.“ Þórey hefur komið sér vel fyrir, í rúmgóðu húsnæði á 2. hæðinni við hliðina á rakara- stofunni Basic og segir hún þar gott að vera og er hæstánægð í Firði. Með henni er Karen systir hennar sem er naglafræðingur en einmitt þessa stundina er hún að leita að góðum snyrtifræðingi til að koma og starfa á stofunni. Make Over snyrstisfofa býður upp á almenna snyrtingu, förðun, augn háralengingar, neglur og varanlega förðun - tatto. Finna má nánari upplýsingar um stofuna, verð og fleira á www.makeover.is og að sjálf- sögðu á Facebook. Þórey Gunnarsdóttir, eigandi MakeOver snyrtistofu. Hæstánægð í Firði Miklu meira að gera en í Kópavogi Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Konurnar voru í miklum meirihluta á opnu kvöldi í garnversluninni Handprjón.is á Reykjavíkurvegi 64 í síðustu viku. Þegar blaðamann Fjarðar- póstsins bar að garði, hljómaði lifandi tónlist og gestirnir nutu þess að hitta aðra, skoða vöru- úrvalið og gæða sér á veitingum sem í boði voru. Handprón ehf. hefur dafnað vel á Reykjavíkurveginum og nýlega var garnverslunin stækk- uð og er sennilega stærsta garnverslun á Íslandi en Hand- prón er einnig með öfluga vefverslun. Fjölskyldan í Handpróni, f.v.: Drífa Alfreðsdóttir, Þórdís, Hugrún Hlín. Efri röð f.v.: Bryndís Erla, Sindri Blær og Gunnar Magnússon. Stærsta garnverslunin á Íslandi? Troðfullt út að dyrum á opnu kvöldi í Handprjón.is Áhuginn leyndi sér ekki og stigið var upp á stól. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n miðvikdaginn 15. október kl. 18 í Gú t t ó

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.