Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. október 2014 Hluti starfsmanna Motus sem búsettir eru í Hafnarfirði ásamt Hannesi J. Hafstein héraðsdómslögmanni og Bjarna Lárussyni hæstaréttarlögmanni hjá Pacta lögmönnum. Motus og Pacta lögmenn opna í Firði Stærsta innheimtufyrirtæki landsins vill veita betri þjónustu í bænum Innheimtufyrirtækin Motus og Lögheimtan ásamt lögmanns- stofunni Pacta lögmenn hafa opnað starfsstöð á 5. hæð í norður turninum í Firði. Hjá fyrir- tækjunum starfa tæplega 150 starfsmenn. Að jafnaði hafa um 10 starfsmenn verið búsettir í Hafnarfirði og mun einhverjum þeirra verða boðið að flytja sig um set í heimabæinn. Hjá Pacta lögmönnum starfa á þriðja tug lögmanna víða um land. Í forsvari fyrir starfsemi Pacta lögmanna í Hafnarfirði eru þeir Hannes J. Hafstein héraðs- dómslögmaður og Bjarni Lárus- son hæstaréttarlögmaður. Bjarni býr í Hafnarfirði og rak hann þar eigin lögmannsstofu um árabil. Að sögn Sigurðar Arnars Jónssonar er markmiðið með opnun starfs stöðvarinnar að veita við skipta vinum fyrirtækj anna í Hafnar firði og nágrenni betri þjón ustu en áður. Í starfsstöðinni í Firði verður mót taka fyrir greiðendur krafna, bak vinnslustarfsemi og almenn lög fræðiráðgjöf og reiknar Sig- urð ur með að 4-5 starfsmenn verði þar til að byrja með en að staða er til að fjölga starfs mönn um með auknum verk efn um. Motus fagnar 20 ára afmæli á næsta ári og er stærsta innheimtu- fyrirtæki landsins. Pacta var hins vegar stofnað 1980 og eru þetta því rótgróin fyrirtæki sem eru að koma sér fyrir í Hafnarfirði. Starfsstöðin í Hafnarfirði er tólfta starfsstöð fyrirtækjanna. Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leika þekktar innlendar og erlendar tónlistarperlur á borð við Ave Mariu eftir Bach-Gounod og Nótt eftir Árna Thorsteinsson og fleiri lög, sem margir þekkja auk tónverka eftir Schumann og Couperin. Almennt miðaverð kr. 2500, fyrir eldri borgara og námsmenn kr. 1500. Aðgöngumiðar eru seldir í Hafnarborg, s. 585 5790 Sunnudag 12. október 2014 kl. 20 Kammertónleikar í Hafnarborg Hafnarborg Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Strandgata 34 220 Hafnarfjörður Iceland www.hafnarborg.is hafnarborg@hafnarfjordur.is (354) 585 5790 St. Jósefsspítali Kvöð um heilbrigðis­ starfssemi við sölu Stjórn Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala fundaði 17. sept- ember sl. með fulltrúum bæjar- yfirvalda í Hafnarfirði. Þar kom fram að Fasteignir ríkisins, sem hafa umsjón með St. Jósefs- spítala, hafa hug á því að selja stofnunina. Bæjaryfirvöld settu fram þær kvaðir að í sölusamningi komi fram að heilbrigðis- starfsemi, samkvæmt lögum um heilbrigðismál, verði starfrækt í húsnæði St. Jósefsspítala. Þá verði 15% eignarhlutur Hafnar- fjarðarbæjar metinn með tilliti til athugasemda stjórnar Holl- vinasamtakanna. Í framhaldi fundaði stjórn Hollvinasamtakann og var eftirfarandi samþykkt send bæjaryfirvöldum: „Stjórn holl- vina samtaka St. Jósefsspítala tekur undir markmið bæjaryfir- valda að við sölu á St. Jósefs- spítala fylgi sú kvöð, að heil- brigðisstarfsemi verði starfrækt í húsnæði sjúkrahússins, sem falla undir lög um heilbrigðisþjónustu. Bæjaryfirvöld verði í samstarfi við stjórn Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala um söluferlið og þær hugmyndir sem fram munu koma.“ Vonar stjórn Hollvina- samtaka St. Jósefsspítala að þetta skref verði til þess að heil- brigðisstarfsemi hefjist aftur í St. Jósefsspítala. Eitt sinn stóð lítið snoturt einbýlishús á stórri lóð að Stekkj- arbergi 9, lóð sem ligg ur að friðuðu Stekkjar hraun inu. Í góð- ærinu keypti meintur ríkur maður lóðina og húsið sem hann reif hið snarasta og ætlaði að byggja mikla glæsivillu. Peng ingaveldi eigandans hrundi og eftir stóð út grafin lóðin sem undanfarin ár hefur verið umflotin vatni. Núverandi eigendur vilja greini lega ná einhverju út úr lóði nni því þeir hafa lagt inn fyrir spurn um að byggja 11 rað- og parhús á lóðinni, samtals 2.400 m². Lóðin er sem áður segir stór, 2.400 m² en hún er jafn framt á viðkvæmum stað við Stekkjarhraunið. Hafa eigendur sótt um að fá að breyta deiliskipulagi Stekkjar- hrauns v/Stekkjarbergs 9 og hefur skipulags- og bygg ingarráð Úr litlu húsi í 11 raðhús Vilja stóraukið byggingarmagn í Stekkjarhrauni heimilað að lóðarhafi láti vinna tillögu að deiliskipu lagi í sam- ræmi við tillöguna. STEKKJARBERG STEKKJARBERG HL ÍÐA RB ERG Hér má sjá fyrstu hugmyndir. Rauði kassinn er gamla húsið. Hugmyndir lóðarhafa. Stofnað 1982 Dalshrauni 24 Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is reikningar • nafnspjöld • umslög bæklingar • fréttabréf • bréfsefni og fleira

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.