Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 09.10.2014, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 9. október 2014 Hafðu það bragðgott alla daga! Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is © F ja rð ar pó st ur in n 20 14 -0 5 Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030 Opið alla daga kl. 11-22 Munið krakka matseðilinn ELDBAKAÐAR PIZZUR FLOTTIR HAMBORGARAR BBQ KJÚKLINGUR QUESADILLA GRILLAÐAR LAMBAKÓTILETTUR Hádegisverðartilboð alla daga vikunnar Borðað í sal eða sótt í lúgu Vilja reka unglingaskóla á Völlum Forsvarsmennirnir flestir tengdir Haukum Þau Kristján Ómar Björnsson þjálfari hjá Haukum og fil. mag. í tónlistarfræðum, Hildur Lofts- dóttir grunnskóla kennari og knattspyrnuþjálfari, Ágúst Sindri Karlsson lög maður og fram- kvæmdastjóri fjár fest inga félags- ins Arkea, Sigríð ur Kristjáns dótt- ir þroska þjálfi, Hjálm ar Árna son fram kvæmda stjóri Keilis og Gísli Guð munds son hafa óskað f.h. óstofnaðs hluta félags eftir sam þykki Hafn ar fjarðarbæjar á stofn un grunn skóla fyrir unglinga deildanema á Völlum. Í bréfi dags. 16. september sl. til Hafnarfjarðarbæjar er þess farið á leit að boðað verði til fundar með forsvarsmönnum undirbúnings hóps Framsýnar skólafélags en það hafa þau nefnt hið óstofnaða félag. Hópurinn hefur samið við Karl Þorsteins hjá ARM verðbréfum hf. um aðstoð við fjármögnun og rekstr- ar áætlun. Forsvarsmaður hópsins er Kristján Ómar Björns son. Stefnt er að því að kennt verði eftir námskrá þar sem sérstök áhersla verði lögð á upplýsinga- tækni, heilsu og hreyfingu. Skólinn verði umhverfisvænn og stefnt að pappírslausu umhverfi. Stuðst verði við speglað kennslu- fyrirkomulag þar sem sjálfstæði og tæknifærni nemandans fái að þroskast. Þá segir einnig í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar að líkamlegt og andlegt heilbrigði verði einnig haft í fyrirrúmi þar sem öllum nemendum verði gert að stunda markvissa hreyfingu daglega. Stefnt er að því að félagið verði einkahlutafélaga til að auðveldara sé að nálgast rekstrarfé en endan- leg ákvörðun um rekstr arfyrir- komulag hefur ekki verið tekin og ekkert kemur fram í bréfi hópsins hvar skólinn yrði til húsa. Bréfið var tekið á dagskrá fræðslu ráðs sl. mánudag til kynn- ingar en sl. föstudag átti bæjar- stjóri og fleiri embættismenn fund með fulltrúum hópsins og að sögn fræðslustjóra er stefnt á annan fund fyrir næsta fund fræðsluráðs. Vilja halda maraþon­ hlaup í Hafnarfirði Fræðsluráð hefur falið íþrótta fulltrúa að hafa samband við hugsanlega samstarfsaðila sem gætu komið að árlegu maraþonhlaupi í Hafnarfirði. Hlaup hafa átt sífellt meiri vinsældum að fagna meðal Hafnfirðinga og tveir af stærstu hlaupahópum landsins eru í FH og Haukum. Fara menn víða til að keppa í maraþoni og enn lengri hlaupum og gæti vel skipulagt maraþonhlaup vakið mikla athygli á Hafnarfirði. Gætu menn jafnvel haldið Hansa-Hafnarfjörður maraþon í samstarfi við aðra Hansa bæi eins og vinabæ okkar í Cuxhaven. Þrjú maraþon í bænum Þrisvar hefur verið keppt í marþon hlaupi í Hafnar firði. Þá er ekki meðtalið óformlegt afmælismót Guðmundar R. Ingvasonar 1995 þar sem þrír hlupu, hann, Sveinn K. Baldurs- son og Erlendur Sveinsson. Eina hlaupið sem var með lög lega mælda braut var af - mælis hlaup Sveins K. Bald- urssonar sem þá fagnaði 50 ára afmæli sínu. Það var haldið 29. maí 1999 og voru átta skráðir í heilt maraþon og kláruðu þeir allir. Kom afmælisbarnið ásamt Sigurði Ingvarssyni fyrstur í mark á 3.53,32 klst. Blaðamenn Tímans töldu ástæðu til, er þeir gáfu upp að lengd maraþons væri 42,2 km að það væri „talsvert löng leið til að hlaupa í einni lotu“. 5. september 1982 stóðu Sig- urður P. Sigmundsson og Haraldur S. Magnússon fyrir maraþoni sem var um leið Íslandsmót í greininni. 17 hófu keppni en aðeins 9 komust í mark. Sighvatur Dýri Guð- mundsson sigraði á 2.44,36 klst. Þeir Sigurður og Haraldur héldu svo annað maraþon 4. septem ber 1983. Það var meist- aramót Íslands í maraþonhlaupi karla þar sem Sighvatur Dýri Guð mundsson varð Íslands- meistari á 2.32,27 klst. eftir harða keppni við Steinar Jens Frið geirsson. Alls hófu 17 keppni en 14 komust í mark. Jafnframt var keppt í 10 km hlaupi. Til gamans má geta að þátt- tökugjald var aðeins 80 kr. og mátti greiðast á keppnisstað. Lægsta gjald í Reykjavíkur- maraþonið í dag er 8.500 kr. sé greitt hálfu ári fyrir hlaup. Brautin sem hlaupin var 1982 og 1983 var mæld með lög- reglumótorhjóli og reyndist vera nærri 1 km of stutt. Afrekin voru því ekki viðurkennd þó finna megi tíma úr síðasta hlaupinu á Afrekaskrá FRÍ. Brynja Björk nýr rekstrarstjóri Sörla Brynja Björk Garðarsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri Hestamannafélagsins Sörla frá og með 1.október. Hún er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, MSc í markaðsfræði og alþjóða- viðskiptum frá Háskóla Íslands. Brynja Björk hefur m.a starfað við fjármálastjórn, blaða- mennsku, markaðsráðgjöf og almanna tengsl. Brynja Björk hefur stundað hestamennsku til fjölda ára. Hestamannafélagið Sörli var stofnað árið 1944 og er því sjötíu ára. Sörli er með öfluga starf semi sína í Hafnarfirði með tæplega 1000 félagsmenn. Brynja Björk Garðarsdóttir. Með Hafnfirðingum frá 1983 ...HVAR AUGLÝSIR ÞÚ? ..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.