Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.10.2014, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 23.10.2014, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. október 2014 Aðgengi fólks að upplandinu hefur verið takmarkað. Vegar­ slóðum hefur verið lokað með stórgrýti og dæmi er um vegaslá þvert yfir malbikaðan veg á iðnaðarsvæðinu þar sem al menn­ ingi er ekki ætlað að fara framhjá, hvorki akandi, hjólandi né gangandi. Í allri umræðunni um gagnsæja stjórnsýslu er gott að nefna þetta því ákvörðun um svona lokanir eru greinilega ekki teknar á fundum þar sem fundargerðir eru birtar almenningi. Það er hægt að skilja að reynt sé að hamla því að sóðar fari ekki þessa vegarslóða og hendi rusli í næstu gjótu eins og svo mörg dæmi eru um. Það má hins vegar ekki hindra aðgang fólks að upplandinu og einhvers staðar þarf fólk að geta lagt bílum sínum komi það langt að. Engin stefna virðist vera til um aðgengi að okkar fallega upplandi og sumir hafa gengið svo langt að fagna fyrirhuguðum raflínum því þá fáist vegarslóði í gegnum hraunið ­ verði hann þá ekki lokaður almenningi. Hvatningu um að nýta náttúruna verður að fylgja meira en orðin tóm. Hafnar­ fjarðarbær hefur yfir miklu landi að ráða og því hlýtur að vera eðlileg krafa að til sé skýr stefna um gott aðgengi að þessu landi. Þó auðvitað eigi að hvetja fólk til að ganga þá er miður ef ekki er hægt að leyfa þeim sem erfitt eiga um gang að njóta náttúrufegurðarinnar. Eftir kröfu Fjarðarpóstins um að fá að sjá verkefna­ lýsingu fyrir þróunarverkefni nem nefnt er við Flens­ borgarhöfn, fékkst hún loksins, og ber því að fagna. Hins vegar er blásið á þau rök að ekki hafi mátt birta hana fyrr en væntanlegur verkefnastjóri hefði fengið að sjá hana. Í raun var lítið á þessari verkefnalýsingu að græða annað en það að ráða átti ákveðinn arkitekt til verksins. Þó kom ekki fram þar að vikomandi hafði verið í 6. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík. En auðvitað skiptir það ekki máli. Í raun sagði ekkert annað í þessari lýsingu en að verkefnastjórinn væri ráðinn í hálft starf í 3­5 mánuði. Skipaður verði starfshópur og á hann að vinna skipulags­ lýsingu fyrir þetta svæði. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessari vinnu forvitnilegt hvernig aðkoma bæjarbúa verður að henni fyrir utan einfaldan kynningarfund um verkefnið sem haldinn var fyrir nokkru á Kænunni. Hins vegar hef ég áhyggjur af að þetta skipulag sé unnið eins og eyland og inni í dæminu er t.d. ekki tenging við miðbæinn. Þar er líka eldgamalt skipulag í gildi sem þarfnast rækilegrar endurskoðunar. Hafnarsvæðið verður ekkert án öflugs miðbæjar og á meðan menn hafa ekki mótaðar hugmyndir um uppbyggingu á honum er til lítils að láta sig dreyma um vinaleg kaffihús og fjölda útlendinga á hafnarsvæðinu. Og svo er hafnarstjórn að átta sig á nauðsyn þess að vinna að framtíðarsýn fyrir Hafnarsvæðið. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Sunnudagurinn 26. október Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Sjá nánar um starfið á www.frikirkja.is og á Facebook.com/frikhafn www.frikirkja.is Sunnudagurinn 26. október Klassísk messa kl. 11 Sunnudagaskólinn á sama tíma Eftir messu verður kaffisala kórs Ástjarnarkirkju til ágóða fyrir tónleikaferð hans næsta vor. Foreldramorgnar og barnastarf á þriðjudögum Unglingastarf á miðvikudögum www.astjarnarkirkja.is Sunnudagurinn 26. október Hallgrímsmessa kl. 11 í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar. Prestur sr Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli kl. 11 með Önnur Elísu og samstarfsfólki. Alla miðvikudaga Morgunmessa kl. 8.15 Morgunverður á eftir. Kvenfélagsfundur fimmtudag 23. október kl. 20. Oreltónleikar þriðjudag 28. október kl. 12.15 www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Víðistaðakirkja Sunnudagur 26. október: Kl. 11 Sunnudagaskólinn er á sínum stað. Kl. 20 Sálarmessa „Lífið og ljósið“ Kór Víðistaðakirkju við stjórn Helgu Þórdísar og Alma Rut flytja lög hljómsveitarinnar „Sálin hans Jóns míns“ ásamt Hljómsveit Hjartar Howser (Hjörtur Howser; hljómborð, Haf steinn Valgarðsson; bassi, Eysteinn Eysteins son; trommur og Jens Hansson saxófónn). Sr. Halldór Reynisson leiðir stundina. www.vidistadakirkja.is Verslunin Kona opnaði í Firði sl. fimmtudag. Voru móttökur gríðarlega góðar að sögn Laufeyjar Vilhjálmsdóttur eiganda en hún verður með þær gæðavörumerki sem Anas seldi áður. KONA Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.