Fjarðarpósturinn - 23.10.2014, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 23. október 2014
Hafðu það bragðgott alla daga!
Kíktu á matseðilinn á
www.burgerinn.is
©
F
ja
rð
ar
pó
st
ur
in
n
20
14
-0
5
Flatahrauni 5a Hfj. • 555 7030
Opið alla daga kl. 11-22
Munið krakka matseðilinn ELDBAKAÐAR PIZZUR
FLOTTIR HAMBORGARAR
BBQ KJÚKLINGUR
QUESADILLA
GRILLAÐAR LAMBAKÓTILETTUR
Hádegisverðartilboð
alla daga vikunnar
Borðað í sal
eða sótt í lúgu
...blaðið sem allir
Hafnfirðingar lesa
..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983
HVAR auglýsir þú?
Helgistaðir við Hafnarfjörð
– Saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls á Álftanesi –
Í desember mun sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju gefa út vandað ritverk
í tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar, sem vígð var 20. desember 1914.
Ritið verður um 1000 blaðsíður að stærð og gefið út í tveimur bindum
í stóru broti með miklum fjölda mynda.
Höfundur þess er Gunnlaugur Haraldsson þjóðhátta- og fornleifafræðingur.
Fyrra bindið nær til sögu Garðaprestakalls hins forna fram til 1914, er
Hafnarfjarðarkirkja tók til starfa og Garðakirkja var aflögð og í síðara bindi er rakin
saga Hafnarfjarðarkirkju í 100 ár. Sagt er meðal annars frá aðdraganda þess, að
byggð var kirkja í kaupstaðnum, undirbúningi
framkvæmda og klofningi safnaðarins,
staðarvali, hönnun, byggingu og vígslu
kirkjunnar.
Söluverð ritsins verður kr. 15.000. Öllum
velunnurum Hafnarfjarðarkirkju mun gefast
kostur á að árna kirkjunni heilla á merkum
tímamótum með því að gerast áskrifendur
og fá með því nöfn sín skráð í heillaóskaskrá
(tabula gratulatoria) fremst í ritinu.
Þeir sem hug hafa á að kaupa ritið,
árna kirkjunni heilla, og fá nöfn sín skráð í
heillaóskaskrá, geta haft samband við
sr. Jón Helga Þórarinsson, sóknarprest, í síma
898 5531, netfang jon.helgi.thorarinsson@
kirkjan.is eða Magnús Gunnarsson, formann
sóknarnefndar, í síma 665 8910, netfang
magnus@haukar.is
Hafnfirðingar taka
höndum saman!
Páll Rósinkrans og Margrét Eir á tónleikaferð
Hinir ástsælu söngvarar Páll
Rósinkrans og Margrét Eir taka
nú höndum saman og gefa út
vandaða plötu með þekktum
amerískum þjóðlögum. Bæði
eiga þau að baki langan og
farsælan feril í íslensku tón
listarlífi og hafa gefið frá sér ótal
plötur, jafnt sem sólóistar og í
samstarfi við helstu tónlistar
menn landsins. Páll fagnaði á
dög unum fertugsafmæli sínu
með stórtónleikum í Háskólabíó
og er greinilegt að söngvarinn
með silkiröddina á mikið inni.
Margrét Eir og Páll hafa unnið
saman í gegnum árin en samstarf
þeirra þykir blómstra á plötunni
sem ber titilinn „If I needed
you“. Tvíeykið heldur í fram
haldinu í tónleikaferð um landið
og koma meðal annars fram í
hinu sögufræga Bæjarbíó í
Hafnarfirði en bæði rekja þau
rætur sínar til Hafnarfjarðar og
bera sterkar taugar til bæjarins.