Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.10.2014, Síða 6

Fjarðarpósturinn - 23.10.2014, Síða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 23. október 2014 Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 Fyrrum starfsmaður les fyrir börnin Leikskólinn Álfasteinn fékk barnabókahöfund í heimsókn Meira val um kaup á skólamat Samþykkt að hægt verði að kaupa mat aðeins ákveðna vikudaga Í síðustu viku fengu börnin í Álfasteini skemmtilega heim­ sókn frá barna bókahöfundinum Dagbjörtu Ásgeirsdóttur. Las hún fyrir börnin og ekki síður starfsfólkið úr nýjustu bók sinni „Gummi fer í fjöruferð“ og höfðu börn og kennarar gaman af. Þetta er þriðja bókin hennar en allar fjalla þær um hann Gumma sem er 7 ára og lendir í ýmsum ævintýrum. Á fyrstu árum Álfasteins var Dagbjört aðstoðar­ leikskólastjóri leikskólans þann­ ig að hún var vel kunnug og segir starfsfólkið að gaman sé að fá hana reglulega í heimsókn til að lesa upp úr bókum sínum. Á fundi fræðsluráðs Hafnar­ fjarðar sl. mánudag var tekið fyrir að nýju erindi frá Foreldra­ ráði Hafnarfjarðar en ráðið óskaði eftir því að samningur við Skólamat yrði endurskoðaður og foreldrum gefinn kostur á að velja einstaka daga í skólafæði fyrir börnin sín. Eftir skoðun hjá Fræðslu­ þjónustu var niðurstaða ráðsins afgerandi. Fræðsluráð fagnaði óskum foreldraráðs Hafnar­ fjarðar um að foreldrar í Hafnar­ firði geti valið um vikudaga í áskrift að mat hjá Skólamat, en niðurstöður athugunar Fræðslu­ þjónustu leiddu það í ljós að þetta er vel framkvæmanlegt. Fræðsluráð fól fræðslustjóra að endurskoða samning við Skólamat með það í huga að foreldrum verði gefinn kostur á að velja einnig staka daga í matar kaupum og nýtt fyrir­ komulag verði kynnt svo fljótt sem auðið er. Einnig verði unnið að því að bjóða upp á samskonar fyrirkomulag í þeim skólum sem ekki selja mat frá Skólamat. Hörður Svavarsson fulltrúi í fræðsluráði segir þetta er góðar fréttir fyrir börn og foreldra í Hafnarfirði. „Ekki einungis vegna þess að þarna er strax brugðist við óskum og ábend­ ingum foreldra heldur líka vegna þess að þetta aukna frelsi fólks til að stjórna sjálft hvað það kaupir, er til þess fallið að hvetja þann sem framleiðir matinn, til að hafa hann enn meira freistandi og betri að gæðum.“ Bæjarstjóri fékk fyrsta að keypta skólamatinn í Setbergsskóla 2004. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.