Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. nóvember 2014 Sunnudagurinn 23. nóvember Messa kl. 11 Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Einsöngur Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu. Miðvikudagur 26. nóvember Morgunmessa kl. 8.15 Síðasta morgunmessan fyrir jól. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Tónlistarkennarar sem eru á launum hjá Hafnarfjarðarbæ hafa nú verið í verkfalli í um mánaðar- tíma. Bæði fræðsluráð Hafnarfjaðar og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa ályktað og í raun stutt kröfur tónlistarkennara, um að þeir fái að standa jafnfætis öðrum kennurum, eins og þeir gerðu fyrir hrun. Það hlýtur að teljast athyglisvert að vinnuveitendur, raunverulegur viðsemjandi, skuli álykta svona. Voru þessar ályktanir sendar samninganefnd sveitarfélaganna? Voru bæjarfulltrúar að gefa vísbendingu um að þeir væru tilbúnir til að semja beint og kljúfa sig út úr samráðinu? Eða var þetta bara sýndarmennska af hæsta stigi. Það er bæjarfulltrúanna að svara en þeir geta ekki falið sig á bak við samninganefndina. Þá eru svona ályktanir lítið meira virði en pappírinn sjálfur. Reyndar blandast inn í kjaradeiluna deilur sveitarfélaga við ríkið um greiðslur fyrir tónlistarkennslu á fram- haldsskólastigi. Telja sveitarstjórnir ríkið ekki greiða nægilega mikið og það er ruddamennska af hæsta stigi ef sveitarstjórnir láti tónlistarkennara standa í verkfalli til þess að leggja áherslu á sínar kröfur. Reyndar vekur þetta upp spurningar um þennan endalausa áhuga sveitarstjórna á að taka yfir hvern málaflokkinn á fætur öðrum. Fyrst voru það grunn- skólarnir og þá strax lentu mörg sveitarfélög í fjárhags- vandræðum vegna byggingar á skólahúsnæði í kjölfar á einsetningu skólanna sem nú varð skylda. Nýjasta dæmið er yfirtaka sveitarfélaga á málefnum fatlaðra. Þetta er gríðarlega kostnaðarsamur málaflokkur en ákafinn var svo mikill að engar tölur voru sannreyndar og strax á fyrsta ári átta menn sig á að ekki fylgir málaflokknum nægilegt fjármagn. Er þetta regla frekar en undantekning að eftir yfirtöku þá verði sveitarfélögin ávallt að vera undir hælnum á ráðherravaldinu þegar kemur að fjármagni til málaflokkanna. Er félagslegur ábati þess að sveitarfélögin fari með forræðið svo mikill að það megi kosta hvað sem er? Kannski er þetta einkennandi fyrir samskipti ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélög eiga t.d. að skila fjárhags- áætlunum fyrir tiltekinn tíma en þá er ríkið ekki tilbúið með upplýsingar um þætti eins og útdeilingu úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga og fl. Í Danmörku skulu sveitarfélög hafa samþykkt fjárhagsáætlun fyrir lok októbermánaðar. Hvað er langt í land að slíkt sé hægt á Íslandi? Hér í Hafnarfirði var fjárhagsáætlun lögð fram á bæjarstjórnarfundi 29. október til fyrstu umræðu. Þá var málamyndaumræða og þegar hún kemur til síðari umræðu verður hún gjörbreytt en samt samþykkt á sama fundi. Það fer lítið fyrir tveimur umræðum hér í bæ. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Sunnudagurinn 23. nóvember Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Hljómsveit og kór kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. www.frikirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 23. nóvember: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Organisti: Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Siggi og María leiða sunnudagaskólann. Sr. Halldór Reynisson þjónar. Starfsfólk Víðistaðakirkju www.vidistadakirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 23. nóvember Guðsþjónusta kl. 11 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Stefáns H. Henrýssonar Prestur er Hulda Hrönn Helgadóttir Kósý-dagur í sunnudagaskólanum. Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 - 15.30. www.astjarnarkirkja.is .. kemur út 4. desember Tryggðu þér auglýsingapláss

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.