Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. nóvember 2014
húsnæði óskast
Óska eftir 80-100 m²
iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði.
Uppl. í s. 891 6662.
Til leigu frá 1. des 3ja herbergja
55 m² íbúð í miðbæ Hafnarfjarðar.
Verð 160.000 þúsund. Upplýsingar
í síma 691 5479 eftir kl 19.
Falleg 2ja herbergja 71m² íbúð
með sólpalli í Hvömmunum.
Langtíma leiga. Laust 1. des. Vins.
sendið uppl. um aldur og fjölsk.
stærð á hahvammur@gmail.com
þjónusta
Tölvuviðgerðir alla daga, kem á
staðinn, hagstætt verð.
Sími 664 1622 - 587 7291.
Tölvuaðstoð og viðgerðir
Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun.
Apple* & Windows.
Kem í heimahús. Sími 824 9938 -
hjalp@gudnason.is
Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn
smíði og viðgerð á húsgögnum.
Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf.
sími 897 7947.
Bílaþrif. Kem og sæki.
Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn
fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt
verð. Uppl. í s. 845 2100.
Ódýr húsgagnahreinsun - einnig
leðurhreinsun. Djúphreinsun
hægindastóla, sófasett, rúmdýnur
og teppi. Hreinsum í höndum
leðuráklæði. Komum heim til fólks
og hreinsum. Sími 780 8319.
smáauglýsingar
aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s
s ím i 5 6 5 3 0 6 6
A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð
a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g .
M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r.
Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT
R e k s t r a r a ð i l a r :
F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r !
www.fjardarposturinn.is
– líka á Facebook
Loftnet - netsjónvarp
Viðgerðir og uppsetning á loftnetum,
diskum, síma- og tölvulögnum,
ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og
heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi!
Loftnetstaekni.is
sími 894 2460
Fundur eldri borgara
Formaður Landssambandss eldri
borgara, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
kemur á opinn fund Félags eldri
borgara kl. 14 í dag, fimmtudag.
Sýningarspjall
Kl. 20 í kvöld mun Þorvaldur Jónsson
myndlistamaður vera með leiðsögn
um verk sín á sýningunni Vara-litir
sem nú stendur yfir í Hafnarborg.
Frónari
Hafnfirðingurinn Sigursveinn H.
Jóhannesson opnar sýningu í dag kl.
17 í Eiðisskeri, sýningarsal Bókasafns
Seltjarnarness á Eiðistorgi. Sýningin
er opin mánud. til fimmtud. kl. 10-19
og kl. 10-17 föstudaga. Sýningin
stendur til 9. janúar nk. Ókeypis
aðgangur.
Jóladagskrá í Bókasafninu
Bókasafn Hafnarfjarðar verður með
metnaðarfulla jóladagskrá frá 25.
nóvember til 4. desember. Upplestur
fyrir yngstu börnin, upplestur fyrir
eldri börn, tvö stór upplestrarkvöld
fyrir fullorðna. Lifandi tónlist. Kaffi-
húsastemning í samstarfi við
Súfistann. Jólaorigami-föndur. Eitt-
hvað fyrir fólk á öllum aldri. Nánari
upplýsingar á síðu bóka safnsins,
www.bokasafnhafnarfjardar.is
Tónleikar Eldri Þrasta
Karlakór Eldri Þrasta heldur tónleika í
Hásölum Hafnarfjarðarkirkju á
sunnu dag kl. 14. Siðustu tónleikar
sem Guðjón Halldór Óskars son
stjórn ar kórnum eftir 20 ára starf.
Málverkasýning
Elínbjörg Kristjánsdóttir sýnir málverk
í Menningarsalnum á Hrafnistu.
Sýningin stendur til 26. nóvember.
Sendið stuttar tilkynningar á
ritstjorn@fjardarposturinn.is
menning & mannlíf
..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983
...hafnfirska
bæjarblaðið
www.facebook.com/
fjardarposturinn
Skoðaðu fjölmargar
myndir úr bæjarlífinu
Smelltu á
LÍKAR VIÐ
Stofnað 1982
Dalshrauni 24
Sími 555 4855
steinmark@steinmark.is
reikningar • nafnspjöld • umslög
bæklingar • fréttabréf • bréfsefni
og fleira
Stórleikur í kvöld
FH sækir Hauka heim á Ásvelli
FH náði montréttinum af
Haukum sem hafði haft FH í
heljargreipum í langan tíma.
Haukar máttu þola stórt tap gegn
Akureyri á mánudaginn á sama
tíma og FH sigraði Fram
örugglega. FH er í þriðja sæti
með 15 stig, stigi á eftir efstu
liðunum, Aftureldingu og Val en
Haukar eru í 6. sæti með 11 stig.
Haukar eiga harma að hefna
því FH sigraði Hauka í fyrri
umferðinni 25-24. Það má því
búast við spennandi leik í kvöld
og handboltaelskandi Hafnfirð-
ingar láta þennan leik eflaust
ekki fram hjá sér fara.
Þeir sem ekki eiga heiman-
gengt geta fylgst með leiknum á
Haukasjónvarpinu á netinu á
http://tv.haukar.is
Leikurinn á Ásvöllum hefst kl.
20 í kvöld.
Það verður örugglega hart barist í kvöld.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Íbúar við Gauksás 21, 23 og
25 hafa fengið nóg eftir að hafa
ítrekað kvartað við eiganda að
stórum tengivagni sem ítrekað er
lagt upp á gangstétt innst inni í
botnlanga á íbúðargötu á móts
við hús íbúanna. Segjast þeir
aðeins hafa mætt skætingi hjá
eigenda tengivagnsins og
kvartanir til lögreglu hafa ekki
skilað neinum árangri. Samt hafi
lögreglan viðurkennt að tengi-
vagninum sé lagt ólöglega.
Bæjaryfirvöld hafa tekið undir
sjónarmið íbúa um ólögmæti
þessa gjörnings eig andans en
ekki treyst sér til að fjarlægja
tengivagninn þar eð hann er á
númerum og falli þar af leiðandi
undir umsjón lögreglu yfirvalda.
Krefjast íbúar í Gauksási 21,
23 og 25 þess að lögreglustjórinn
á Höfuðborgarsvæðinu taki af
skarið umsvifalaust og láti
fjarlægja téðan tengivagn hið
snarasta. Ekki einasta skapi hann
stórkostlega hættu fyrir börnin í
nágrenninu, honum sé ólöglega
lagt upp á gangstétt í miðju
íbúðahverfi. Hann sé til stór-
kostlegra óþæginda fyrir aðra
íbúa svæðisins og sem atvinnu-
tæki eigi hann ekkert erindi
þarna.
Tengivagninn er tjakkaður upp
á öðrum endanum og komið
fyrir á búkkum sem saman
standa af nokkrum fjölum sem
lagðar eru hvor ofan á aðra.
Benda íbúarnir á að börn hafi
iðulega skriðið undir vagninn til
að sækja bolta og önnur leikföng
sem þangað lenda, auk þess að
klifra upp á vagninn. Ekki megi
mikið út af bera til að tengi-
vagninn skelli út af búkkunum
og það þurfi ekki mikið ímynd-
unar afl til að sjá fyrir sér þann
slysavald sem þarna er á ferð.
Mál þetta virðist enn á ný
staðfesta vanmátt lögreglu við að
tryggja að gangbrautir og gang-
stéttar fái að vera án hindrana
fyrir gangandi vegfarendur.
Vagninn fer yfir gangstétt og skerðir snúningsreit götunnar.
Fengu nóg og sendu lögreglustjóranum bréf
Tengivagn óáreittur af yfirvöldum uppi á gangstétt í íbúðahverfi