Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 20.11.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. nóvember 2014 Steiktar núðlur m/kjúkling og grænmeti Djúpsteiktar rækjur Súrsætt svínakjöt aðeins 1.200 kr. á mann fyrir tvo eða fleiri Tilboð í nóvember! Dong Huang Chinese Restaurant Reykjavíkurvegi 68 • sími 555 6999 Skoðaðu matseðilinn á www.kinaferdir.is Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur undanfarin ár selt barm- merki sitt Gaflarann, nú síðast á haustdögum. Salan á merkinu gekk vel og var vel tekið af bæj- ar búum. Með afrakstri af árlegri sölu Gaflarans hefur klúbb urinn styrkt hin ýmsu félaga samtök og stofnanir sem leitað hafa um fjárstuðning. Salan á merkinu er eina fjár- öflun klúbbsins síðan 1999. Allur ágóði af merkjasölunni fer til aðstoðar við einstaklinga og félagasamtök en síðustu tvö árin hefur klúbburinn styrkt Björg- unarsveit Hafnarfjarðar samtals um tvær milljónir króna. Félagar í Lionsklúbbi Hafnar- fjarðar vilja koma á framfæri þökkum til bæjarbúa fyrir stuðn- ing nú sem undanfarið ár. Vigdís Björk Agnarsdóttir, formaður Björgunarsveitar Hafnar­ fjarðar tekur við styrknum úr hendi Ellerts Ellertssonar, formanns Lionsklúbbs Hafnarfjarðar. Lionsfélagar styrktu Björgunarsveitina Færðu sveitinni ágóða af sölu á Gaflaranum, 1.000.000 kr. Lj ós m .: K ris tin n J. Íslandsmót eldri skákmanna sem eru 50 ára+ og 65 ára+ í atskák eru nú haldin í fyrsta sinn. Stefnt er því að gera þau að árlegum viðburði sem hluta af Skákþingi Íslands sem fer í mörgum flokkum. Mótin verða haldin á laugar- dag inn í Strandbergi, safn- aðarheimili Hafnar fjarðarkirkju, í samstarfi við Riddarann, annan af tveimur skákklúbbum eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, sem þar hefur aðsetur. Mótshaldið er liður í 100 ára afmæli kirkjunnar sem stutt hefur að skáklistinni um árabil. Teflt verður í hátíðarsalnum svo aðstæður á mótsstað verða eins og best verður á kosið. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk fyrstu 4 umferðer er 10 mínútur og 5 sekúndur á hvern leik en 20 mínútur í síðari umferðunum og 10 sekúndur á hvern leik. Hefst keppni kl. 10 á laugardag og síðasta umferðin hefst kl. 17. Skráning Hægt er að skrá þátttöku á www.skak.is eða í síma 568 914 en þátttökugjald er 1.500 kr. Íslandsmót eldri skákmanna í atskák Strandbergsmótið á laugardag Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Auglýsing um starfsleyfistillögur Dagana 20. nóvember til 19. desember 2014 munu starfsleyfistillögur fyrir neðanskráða starfsemi, ásamt tilheyrandi starfsreglum, skv. 1. málsgr. 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999, með síðari breytingum, liggja frammi á skrifstofu heilbrigðiseftirlits að Garðatogi 5, Garðabæ og í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 í Hafnarfirði. Gögn má einnig nálgast á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins, www.heilbrigdiseftirlit.is Áformuð starfsemi er ekki matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Nafn Starfsemi Staðsetning Mjöll Frigg ehf. Hreinlætisvöruverksmiðja Norðurhella 10 S. Iceland ehf. Prótein- og lýsisvinnsla Óseyrarbraut 5 Rétt til athugasemda hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Skriflegar athugasemdir skal senda til heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, pósthólf 329, 212 Garðabær. Frestur til að gera athugasemdir er til 19. desember 2014. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis Luktarganga á Marteinsmessu 200 manns gengu með luktir frá Bókasafni Hafnarfjarðar Sl. laugardag stóð Þýsk- íslenska tengslanetið (Das Deutsch-Isländische Netzwerk) fyrir luktargöngu í tilefni af Marteins messu. Marteinsmessa er haldin í kringum 11. nóvember ár hvert. Í mörgum landshlutum Þýskalands, Austurríkis og Sviss er algengt að farið sé í luktar- göngu með heilagan Martein í broddi fylkingar. Börnin sýna luktir sem þau hafa föndrað af stakri list. Luktargangan í ár heppnaðist einstaklega vel. Metfjöldi tók þátt og gengu hátt í 200 manns fylktu liði með lýsandi luktir frá Bókasafni Hafnarfjarðar og yfir í Hellisgerði. Að göngu lokinni gæddi luktargöngufólk sér á kringlum (Brezel), sæta brauðs- körlum (Weckmänner) og heitu súkku laði á Bókasafni Hafnar- fjarðar. Brezel, Weckmänner og heitt súkkulaði beið göngufólks í Bókasafninu. Luktirnar voru fjölbreyttar.Heilagur Marteinn gekki í farabroddi göngunnar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.