Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.08.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 01.08.2014, Blaðsíða 16
Atvinnumennska er draumurinn Á hverju ári skjótast nýjar stjörnur fram í íslensku knatt- spyrnunni. Pepsideildin hefur á undanförnum árum framleitt fjöldann allan af ungum og efnilegum leikmönnum sem seinna fara svo í atvinnumennsku og verða vonarstjörnur Íslands á hinu alþjóðlega sviði knattspyrnunnar. Í ár hefur engin undantekning orðið þar á. Það hafa margir ungir og efnilegir leikmenn sannað sig í sumar og einn þeirra er Víkingurinn marksækni, Aron Elís Þrándarson. A ron er fæddur og uppal-inn í Fossvoginum, tæplega tvítugur að aldri og hefur eytt meirihluta ævi sinnar í Víkinni, heimavelli Víkinga í Reykjavík. Hann var farinn að sofa með boltann ungur að árum og hefur alltaf stefnt hátt. „Ég hef aldrei spilað með öðru liði á Íslandi. Byrjaði að æfa undir stjórn pabba míns í yngri flokkunum og hann var þjálfarinn minn þangað til að ég fór í 4. flokk.“ Faðir Arons er Þrándur Sigurðsson sem hefur þjálfað yngri flokka Vík- ings um árabil. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera bara í fót- bolta. Við vorum með gott lið í yngri flokkunum, það gekk vel og var mjög gaman svo þetta var aldrei spurning.“ Aron spilaði með Víkingum í næst efstu deild á síðasta ári og gerði sér lítið fyrir og skoraði 14 mörk í 14 leikjum og þá fóru menn að fylgjast náið með pilti. Þáttur Óla og Milos „Ég hef ekkert alltaf verið þessi markaskorari. Ég skoraði mikið í yngri flokkunum en svo þegar maður fór að spila í 11 manna bolta þá fann maður frekar sína stöðu og þá minnkaði markaskorunin. Þá breyttist maður sem knattspyrnumaður, eins og gerist oft á þeim tíma. Fyrsta tímabilið mitt hjá Óla fékk ég að spila nokkra leiki og skoraði lítið. Þá fór ég bara að vinna í því og mætti sumarið eftir og setti þessi 14 mörk. Hefði viljað skora meira en meiddist og náði ekki að spila alla leikina.“ Þjálfari Arons hjá Vík- ingi er hinn margreyndi Ólafur Þórðarson sem Aron segir hafa hjálpað sér mikið. „Óli og Milos aðstoð- arþjálfari eiga stóran þátt í því hvað ég hef bætt mig mikið.“ Víkingar eru sem stendur í 3. sæti Pepsi- deildarinnar og Aron búinn að skora 5 mörk. „Eins og er gengur mjög vel hjá okkur og gaman að vera partur af því.“ Markmiðið er að spila fyrir Íslands hönd Alla unga knattspyrnumenn dreymir um atvinnumennsku og hjá Aron er þar engin und- antekning. „Það hafa lið frá Hollandi og Norðurlöndunum verið að spyrjast fyrir um mig, en ég er eiginlega ekki að spá í það akk- úrat núna. Mér líður vel með Víkingunum og vil einbeita mér að því að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur. Svo skoðar maður kannski eitthvað í vetur.“ Aron kláraði stúdentinn frá Versló núna í vor svo hann er tilbúinn að einbeita sér að fót- boltanum eftir sumarið. „Fótboltinn hefur alltaf verið númer eitt, en mér fannst mik- ilvægt að klára stúdentinn áður en lengra er haldið. Maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér og ferill knattspyrnu- manns getur verið óútreiknan- legur. Það var bæði pressa frá foreldrunum og líka gerir mað- ur kröfur á sjálfan sig. Ég vildi klára þetta og er mjög ánægður með að þetta slapp fyrir horn í vor,“ segir Aron glottandi. Aron Elís hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands og í byrjun sumars spilaði hann sinn fyrsta leik með U-21 landsliðinu þegar þeir mættu Svíum í erfiðum leik sem tapaðist 0-2. „Það eru leikir hjá U-21 í september og vonandi fæ ég tækifæri til þess að spila þá leiki. Markmiðið er svo að spila fyrir Íslands hönd og fá tækifæri til þess að vinna við það skemmtilegasta sem maður gerir, sem er að spila í fótbolta,“ segir Aron Elís sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Fótboltinn hefur alltaf verið númer eitt, en mér fannst mikil- vægt að klára stúd- entinn áður en lengra er haldið. Aron Elís Þrándarson Fæddur 10.11. 1994. Víkingur 59 leikir, 26 mörk í deild og bikar. Ísland U-17 9 leikir 0 mörk. Ísland U-19 9 leikir 1 mark. Ísland U-21 1 leikur 0 mark. Uppáhaldslið í enska boltanum Liverpool. Uppáhalds knattspyrnumaður Lionel Messi. Aron Elís Þrándarson. Athygli vakti fyrr í sumar, eftir leik Víkings og Keflavíkur, þegar Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hrósaði leikmanninum í hástert. „Ég hvet alla til að mæta á völl- inn og horfa á hann spila meðan hann er hér á landinu,“ sagði hann. Mynd Teitur 16 viðtal Helgin 1.-3. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.