Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.08.2014, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 01.08.2014, Blaðsíða 48
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Andri BjArtur jAkoBsson  Bakhliðin Trommusjúkur áhugakokkur Aldur: 26 ára. Maki: Ásgerður Snævarr. Börn: Iðunn Andradóttir. Menntun: Útskrifaður úr FÍH og kennaranemi við Háskóla Íslands. Starf: Trommuleikari og flugþjónn hjá WOW Air. Fyrri störf: Hef unnið á hótelum, bílaleigu, versluninni Brynju og veitingastaðnum Gló. Áhugamál: Tónlist, útivist, líkams- rækt, matur og ferðalög. Stjörnumerki: Ljón. Stjörnuspá : Þótt þú hafir ekki græna glóru um hvað það er sem gengur á, skaltu umfram allt ekki fara á taugum. Skoðaðu vandlega hvað þú hefur sjálfur og lærðu að meta það. Andri er rosalega góður og hann er alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Hans helsta áhugamál eru trommur og trommuleikur og ef hann fengi að ráða væru fjögur upp- sett trommusett í litlu íbúðinni okkar,“ segir Ásgerður Snævarr, unnusta Andra. „Andri er líka þrusugóður kokkur og sér hann um alla matseld á heimilinu. Svo er hann líka ofboðslega góður pabbi og litla krúttið okkar sér ekki sólina fyrir honum.“ Andri Bjartur Jakobsson verður á faralds- fæti um helgina. Hann er trommuleikari hljómsveitarinnar Mammút og tónlistar- mannsins Jóns Jónssonar. Á föstudeg- inum spilar hann með Jóni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og flýgur svo beint á Edrúhátíðina sama kvöld. Á laugardeg- inum fer hann svo aftur til Eyja og spilar með Mammút og fer svo til Ísafjarðar á sunnudeginum þar sem hann spilar bæði með Jóni Jónssyni og Mammút. Svo hann er á ferð og flugi alla helgina. Andri eignaðist sitt fyrsta barn í janúar og vinnur í sumar sem flugþjónn hjá WOW Air. Andri er einnig í hljómsveitinni 1860 svo það má segja að það sé nóg að gera hjá þessum unga manni. Hrósið... fær söngvarinn Magni Ásgeirsson og fjölskylda hans fyrir að standa að tíundu Bræðsluhátíðinni um síðustu helgi. Bræðslan er haldin á Borgarfirði eystri, þar sem Magni ólst upp og faðir hans er með búskap.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.