Fréttatíminn - 01.08.2014, Blaðsíða 30
30 matur Helgin 1.-3. ágúst 2014
Innipúkinn
í Reykjavík
Á Innipúkann mæt-
ir enginn með tjald,
enda er hátíðin
stíluð á þá sem eru
búsettir í bænum
og vilja ekki eða
komast ekki út á
land. Eitthvað segir
mér að þeir sem
sækja Innipúkann
skottist í latté í
nágrenninu, en
þegar kvölda tekur
munu gestir renna
niður svellköldum
Grolsch og klass-
ískum G & T.
Mýrarboltinn
á Ísafirði
Á Vestfjörðum
enginn maður
með mönnum
nema hann fái sér
súrsaða sels-
hreifa og feitt
kindakjöt um
verslunarmanna-
helgina. Eins er
þetta staðgóð og
nærandi fæða
fyrir þá sem ætla
að keppa í mýrar-
boltanum. Hvað
drykki varðar þá er
bara einn drykkur
sem gengur fyrir
vestan, og það er
náravolgt íslenskt
brennivín, drukk-
ið beint af stút.
Neistaflug
á Neskaupstað
Austfirðirnir eru
matarkista. Þar er
alltaf hægt að fá að
gæða sér á dýrindis
hreindýri og gæs-
um. Villibráðin á
heima fyrir austan.
Það má því ætla
að gestir á Neista-
flugi í ár gæði sér á
gómsætum hrein-
dýraborgurum og
grafinni gæs. Með
þessum veislumat
er svo drukkið
gott og kröftugt
franskt rauðvín
þar sem Frakkar
voru iðnir við að
koma á land fyrir
austan.
Ein með öllu á
Akureyri
Á Akureyri er gott
úrval af fínum
veitingastöðum.
En það má samt
ekki gleyma því
að lambakjötið frá
Norðlenska er það
albesta á landinu.
Það er því nauðsyn-
legt að næla sér í
góða lund á grillið
og skola henni
niður með ísköld-
um Kalda beint
frá býli. Í desert
væri svo tilvalið að
fá sér KEA skyr
og rjóma með
bláberjum.
Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum.
Í dalnum er hægt
að fá ýmsar veiting-
ar, en þó allar mjög
hefðbundnar eins
og hamborgara og
pítsur. Við mælum
með því að fólk
kíki í heimsókn
til heimamanna í
hvítu tjöldunum
og reyni að hafa
upp á humarsam-
lokum og reyktum
lunda. Lundinn
er sérstaklega
góður með íslensku
smjöri. Gott er að
hafa góða blöndu
í brúsa en best er
þó að gæða sér á
ísköldum Skjálfta
úr Ölvisholtinu.
Hann er svalandi
en ornar mönnum
um leið á löngu
slarki í dalnum.
T Ú R I S T I
Einfaldari lEit að ódýrum
hótElum í útlöndum
Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af
sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð
á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi.
Föstudagspizzan
Pollapizzan
er bökuð úr Kornax brauðhveitinu
verslunarmannahelgin matur og drykkur
Hvað skal eta og drekka um helgina?
Fram undan er stærsta ferða- og skemmtanahelgi sumarsins, versl-
unarmannahelgin. Margir leggja af stað og heimsækja þær fjölmörgu
úti- og bæjarhátíðir sem eru um allt land. Áður fyrr var farið á útihátíð
með nesti, enda voru verslunarmenn almennt í fríi um þessa helgi
eins og nafnið gefur til kynna. Eins var neyslusamfélagið styttra á veg
komið en gengur og gerist í dag. Núna er hægt að kaupa mat allsstað-
ar og vínbúðir eru opnar alla helgina, svo það eina sem þarf að taka
með sér eru hlý föt og tjald, eða bara sleppa því og freista þess að
verða heppin/n. Hér eru ráð um það hvað best er að borða í hverjum
landsfjórðungi, því það má finna úti- og innihátíðir í þeim öllum.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is