Alþýðublaðið - 27.11.1919, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Símskeyti.
Khöfn 26. nóy.
Kolaverðið lækbar.
Prá London er símað, a5 stjórn-
m hafi tilkynt, að kolaverðið muni
tekka um 10 shillings (á smálest)
1 næstu viku, og útflutningur
hiuni verða takmarkaður.
Rúmenar og bandamenn.
Prá Bukarest er símað, að þing-
iS sé nýlega komið saman og að
konungurinn hafi í hásætisræð-
unni óskað að bandalag Rumena
við Bandamenn mætti haldast.
Her Judenitsch ónýttnr.
Fréttaritari „Berlingske Tidende“
1 Reval heldur því fram að her
Judenitsch sé algerlega uppleystur.
Enn um Scapaflóaskipin.
Frá Berlín er símað, að París-
urnefndin þýzka sé óvænt kom-
in heim, líklega vegna ákvæða
nukafriðarsamninganna um atburð-
inn í Scapaflóanum.
(Að því er viðvíkur síðasta
®keytinu mun það eiga við það,
er Þjóðverjar söktu skipum sín-
uni í Scapaflóanum, til þess, að
tnu kæmu ekki Bandamönnum að
gagni.)
lítlenðar fréttir.
Syiss — Rúmenía.
Nýlega hafa Svissland og Rúm-
®nía gert með sér verzlunarsamn-
lng* Er kveðið svo á í honum, að
-^úmenía skuli láta Svisslandi í
landbúnaðarafurðir og steinolíu,
en í staðinn á Svissland að láta
vúlar og vefnaðarvörur, en þó
fyrst um sinn ekki fyrir hærri
uPphæð en 10 milj. franka.
Nýtt farfaefni.
Ýerksmiðja ein í Fredrikstad, er
G^öga byrjuð á þvi að búa til
khsamál úr titansöltum, efni, sem
^ngað til hefir mikið verið notað
^ hess, að lita með postulín, en
einkum til leirvörulitunar (Tit-
nnkaliumoxalat). Sölt þessi hafa
1 skamms tíma verið framleidd
í enskum álúnverksmiðjum, sem
aukaefni. Þær tilraunir sem gerð-
ar hafa verið með mál þetta sýna,
að það er bæði endingarbetra en
það mál, sem áður hefir þekst,
og það þolir betur áhrif allrar
sýrugufu og áhrif lofts. Yerksmiðj-
an framleiðir daglega 8000 kg. af
máli og hyggst bráðlega að auka
svo framleiðsluna, að hún geti
miðlað öðrum en Noregi af henni.
Sveisn er að þvo fér.
Herra ritstjóri!
Yiljið þér ljá mér rúm fyrir
eftirfarandi í blaði yðar.
Sveinn BjörnssoD er að hrósa
sér af því, að hann hafi mælt
fast fram með Jóni Magnússyni,
þar sem þeir buðu sig fram sam-
an. Eg var á nokkrum kjósenda-
fundum, t. d. hjá Kobba í Bár-
unni. Ekki mælti Sveínn með Jóni
þar, það eitt er víst.
Ekki mælti Morgunblaðið, blað
Sveins og lagsbræðra hans fram
með Jóni, meira en góðu hófi
gegndi. Mælti meira að segja jafnt
fram með Jóni og svæsnasta fjand-
manni hans, Jakob Möller. Mér er
spurn. Hvar var það sem Sveinn
mælti með Jóni og hvernig? Ætli
að Sveinn vildi svara því?
Gamall heimastjórnarmaöur.
Dm dapn 09 vegim.
Nýja Bio sýnir þessa dagana
ágæta kvikmynd, sem heitir Ind-
íánastúlkan. Myndin er prýðilega
vel leikin og efni hennar ágætt,
sérstaklega er Poleon, söguhetjan
og John Glayfod, fósturfaðir stúlk-
unnar, vel leiknir. Höfundur bók-
arinnar, sem bókin er sniðin eftir,
heitir Rex Beach, ungur amer-
ískur rithöfundur, sem fæddur er
og alinn upp í Alaska og því
eðlilegt, að lýsingar hans séu nátt-
úrlegar.
Annars er það leiðinlegt, hvað
við öpum mikið eftir Dönum.
Nafnið á bókinni á frummálinu, er
V erzlunin
Laugayeg <4.0.
Selur:
epli, vinber, sælgæti.
Tóbaksvörur ýmsar, svo sem;
skorið ncftóbah, vindla
0. fl. 0. fl.
„The Barrier", en á dönsku heitir
bókin „Indianerpigen".
Vínlandið kom frá Englandi í
gærmorgun.
James Hensell, enskur togari
'frá Grímsby, liggur fyrir austan
steinbryggjuna til viðgerðar, skrúf-
an brotnaði úti í sjó.
íðland fór í gær frá Leith, á
leið hingað, kemur við íp’æreyjum.
Botnía kom á sunnudaginn til
Khafnar, á að fara þaðan 2. des-
ember, áleiðis hingað.
Geysir er á leið hingað frá út-
löndum, hlaðinn vörum. Hann á
að taka saltfisk hór á landi fyrir
Geo. Gopland og fara með hann
til Miðjarðarhafsins.
Lagarfoss kom í morgun frá
Ameríku, hlaðinn vörum.
Smánfsi hefir undanfarið verið
veiddur í Hafnarfirði og verið seld-
ur hér í borginni til matar.
ynþinglskosningarnar.
í Norður-Múlasýslu
eru kosnir þeir Porsteinn M. Jóns-
son með 386 atkv. og Björn
Hallsson á Rangá með 241 at-
kvæði.
Ófrétt er enn um atkvæðafjölda
hinna frambjóðendanna. — Sagt
er, að einhver ljóður hafi verið á
kosningunni og búist við að hún
verði kærð.
í Barðastrandasýslu
er Hákon Kristófersson kosinn
með 256 atkr. Síra Böðvar var
um 100 atkv. lægri.