Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2012, Side 3

Læknablaðið - 15.11.2012, Side 3
Forkólfar stjórnar LÍvið tröppur Akureyrarkirkju eftirgóðan aðalfund,frá vinstri: Orri Þór Orrnars- son, Þorbjörn Jónsson og Salome A. Arnardóttir. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Aðalfundur Læknafélags íslands og breytingar á stjórn Aðalfundur Læknafélags íslands var haldinn á Akureyri dagana 18. og 19. október og að lokinni setningu ávarpaði Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra fundarmenn. Hann ræddi meðal annars samningamál sérfræðilækna og ríkisins, tækjakost Landspítala, undirbúning að byggingu nýs sjúkrahúss, stefnumótun og meðferð fjármuna í velferðarkerfinu og gerð nýrrar heilbrigðisáætl- unar og svaraði síðan spurningum úr sal. Erindi ráðherrans í heild er að finna á vef velferðarráðu- neytisins: velferdarraduneyti.is Efnt var til málþings um lækna og samfélags- miðla en ítarlega umfjöllun um það er að finna á blaðsíðu 604. Margar ályktanir voru samþykktar á aðalfundinum og er þær að finna á vef Læknafé- lags Islands, lis.is Verulegar breytingar urðu á stjórn félagsins og komu 5 nýir stjórnarmenn inn. Úr stjórn gengu Valgerður Rúnarsdóttir varaformaður, Anna Kr. Jóhannsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Ardís Ármannsdóttir og Steinn Jónsson. I þeirra stað voru kjörin Orri Þór Ormarsson barnaskurð- læknir, varaformaður, og Salome Ásta Arnardóttir heimilislæknir, ritari til tveggja ára, og fjórir nýir meðstjórnendur til eins árs: Björn Gunnarsson svæfingalæknir, Guðrún Jóhanna Georgsdóttir al- mennur læknir, Magdalena Ásgeirsdóttir lungna- læknir og Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir. Þor- björn Jónsson er formaður LÍ, Þórey Steinarsdóttir verður áfram fulltrúi FAL í stjórn og Magnús Bald- vinsson er gjaldkeri stjórnar LI. Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Kristinn Pétursson (1896-1981) var listamaður sem hvarf af sjónarsviðinu síðustu æviár sín og minningu hans hefur lítið verið haldið á lofti eftir að hann féll frá. Um þessar mundir vill þó svo til að verk sem hann vann að í einrúmi á sjöunda og áttunda áratugnum eru á sýningu í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Kristinn settist að í Hveragerði árið 1940, líkt og fleiri listamenn á þeim tíma, og byggði þar hús með vinnustofu. Einnig má nú sjá nokkur verk eftir hann á sýningu um Ijóðræna abstraktlist á Kjarvalsstöðum. Ferill Kristins skiptist í nokkur tímabil eftir áherslum og eru verk hans yfirleitt á skjön við íslenska samtímamenn, ef frá eru talin fyrstu starfsárin. Hann fékkst við landslagsverk og frásagnar- verk eins og margir aðrir á fjórða og fimmta áratugnum en þar er margt verulega sérstakt og persónulegt að finna. Þegar leið á sjötta áratuginn tók hann að vinna á forsendum sálgreiningar og túlkaði meðal annars drauma sína og skar sig algjörlega úr því sem listamenn voru að fást við á (slandi á sama tíma. Súrrealisminn á sér ekki marga fulltrúa í íslenskri listasögu. Síðasta tímabilið á ferli Kristins einkenndist af leit út fyrir myndflötinn og inn i rýmið og gætir þar mikillar leikgleði og frumleika. Aftur skar Kristinn sig úr, því fáir íslenskir listamenn fengust á sama tíma við að leysa upp listhlutinn með eins markvissum hætti með stefnu á inn- setningar og staðbundin verk. Málverk og önnurtvívíð verk Kristins eru varðveitt í Listasafni ASÍ en því miður eru engir skúlptúrar til eða rýmisverk. Örfáar Ijósmyndir sem til eru gefa til kynna hvað listamaðurinn var að fara og óútgefið handrit Kristins að bók um eigin verk, varðveitt í Þjóðskjalasafni, er mjög upplýsandi um hugmyndir hans. Hin fágæta Ijósmynd á forsíðu Læknablaðsins sýnir skúlptúr sem er að öllum líkindum frá því um 1970 og þar má sjá tilraunir Kristins með að teygja málverkaflötinn frá hinni tví- víðu blekkingu um liti og form á stiga og út í raunveruleikann. Einlitur, Ijósblár flötur er lítillega brotinn upp og sveigðurtil. Hann stendur sjálfstætt á gólfi og afstaða áhorf- andans og birtan í umhverfinu ræður litbrigðum verksins. Verkið er í anda framúrstefnulegra einlitra málverka sem Kristinn vann síðustu æviárin, þá kominn yfir áttrætt. Allt bendir þetta til þess að hér hafi verið á ferð frumlegur og sérstakur listamaður sem vert er að kynna sér betur. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 571

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.