Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 18
45 Arabll ■ Hlutfall sjúklinga NFKsícm ■ Hlutfall tlMljanagreindra NFK Mynd 1. Hlulfall sjúklinga Ibæði kyn saman) með lííil nýrnafrumukrabbamein (s4 cm) ásamt hlutfalli tilviljanagreindra æxia af öllum greindum tilfellum á íslandi, skipt eftir lOára tímabilum frá 1971-2010. NFK=nýrnafrumukrabbamein. 257 sjúklingum voru þeir 25 sem höfðu meinvörp við greiningu og voru þeir bornir saman við 232 sjúklinga án meinvarpa hvað varðar aldur, vefjagerð, gráðun og T-stig. Stigun sjúkdómsins var ákveðin út frá stærð æxlis og útbreiðslu, og var stuðst við 6. útgáfu TNM-stigunarkerfisins. Vefjagerð og gráða æxlanna var yfirfarin af tveimur meinafræðingum út frá flokkunarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 2004.14 Upplýsingar voru skráðar í Excel en við tölfræðilega úrvinnslu var notast við tölfræðiforritið R. Við samanburð normaldreifðra stærða var notast við t-próf en Fisher's exact próf eða kí-kvaðrat próf við flokkabreytur. Marktækni miðaðist við p-gildi <0,05. Upplýsingar um dánarmein fengust frá Hagstofu. Sjúkdómasér- tæk lifun var reiknuð út með aðferð Kaplan-Meier og lifun hópa borin saman með log-rank prófi. Eftirlitstími sjúklinga miðaðist við tímann frá greiningardegi krabbameins að dánardegi eða 1. júlí 2011. Leyfi fyrir rannsókninni fengust frá Vísindasiðanefnd, Pers- ónuvernd og frá framkvæmdarstjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Af 1102 sjúklingum sem greindust með NFK á rannsóknartíma- bilinu reyndust 257 (23%) vera með æxli undir 4 cm að stærð. Hlut- fall lítilla NFK jókst úr 9% á fyrsta áratug rannsóknartímabilsins í 33% á þeim síðasta (p<0,001) og hlutfall tilviljanagreininga jókst á sömu tímabilum úr 14% í 39% (p<0,001) (mynd 1). Af 257 sjúk- lingum með NFK undir 4 cm að stærð, voru 146 (57%) greindir fyrir tilviljun, 77 karlar (53%) og 69 konur (47%). Alls reyndust 25 sjúklingar (10%) með fjarmeinvörp við greiningu, oftast í lungum (48%) og beinum (40%). Tíðni meinvarpa í öðrum líffærum eru sýnd í töflu I. Þegar litið var á tíðni meinvarpa á fjórum stærðarbilum, frá 0 og upp í 4 cm, reyndist enginn af 8 sjúklingum með æxli undir 1 cm hafa meinvörp (0%), þrír af 33 (9%) með 1,1-2 cm stór æxli, 11 af 104 sjúklingum (11%) með æxli á bilinu 2,1-3 cm og 11 af 112 (10%) með æxli á bilinu 3,1-4 cm. Munurinn á tíðni meinvarpa á milli þessara fjögurra stærðarbila reyndist ekki marktækur nema fyrir minnstu æxlin (p=0,l). Tafla I. Staðsetning meinvarpa hjá 25 sjúklingum með litil (<4 cm) nýrna- frumukrabbamein á l'slandi 1971-2010. Sjúklingar geta haft meinvörp i fleiri en einu líffæri. Staðsetning Lungu 12(48) Bein 10(40) Lifur 8(32) Heili 2(8) Eitlar 8(32) Önnur líffæri 11 (44) Tafla II. Samanburður á einkennum sjúklinga með meinvörp við greiningu (n=21) og þeim sem ekki höfðu meinvörp (n=90). Sjúklingar sem greindir voru fyrir tilviljun í hópunum tveimur (fjórum i meinvarpahópi og 142 án meinvarpa) var sleppt. Sjúklingar geta haft fleiri en eitt einkenni. Einkenni Meinvörp Án meinvarpa n=21 n=90 Kviðverkur 8(38) 52 (58) Megrun 6(29) 16(18) Bersæ blóðmiga 2(10) 33(37) Einkenni blóðleysis 2(10) 7(8) Háþrýstingur 1 (5) 2(2) Hiti 0(0) 6(7) Rauðkornafjölgun 0(0) 1(1) Einkenni fjarmeinvarpa 13(62) - Önnur einkenni 7(33) 18(20) Fjórir sjúklingar með meinvörp (16%) voru greindir fyrir til- viljun en 21 vegna einkenna, oftast kviðverkja (38%) og megrunar (29%). í viðmiðunarhópi voru marktækt fleiri, eða 61% greindir fyrir tilviljun (p<0,001) og algengasta einkennið kviðverkir (23%) og bersæ blóðmiga (14%). Önnur einkenni eru sýnd í töflu II. í töflu III sést samanburður hópa. Kynjahlutfall og hlutfall æxla í hægra nýra reyndist sambærilegt í báðum hópum. Hins vegar voru sjúklingar með meinvörp 1,9 árum eldri (p=0,009), æxlin 0,24 cm stærri (p=0,03) og á hærra T-stigi (p<0,001), auk þess sem blóðrauði þeirra var lægri (p=0,04). Vefjagerð var hins vegar ekki marktækt frábrugðin (p=0,07) og tærfrumugerð langalgengust í báðum hópum. Alls gengust 232 sjúklingar (90%) í báðum hópum undir skurð- aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt, í 10 tilvikum með kviðsjá. í 25 aðgerðanna (11%) var gert hlutabrottnám, í öllum tilvikum gerð á sjúklingum án meinvarpa með lækningu að markmiði. I hópi sjúk- linga með meinvörp gengust 9 (36%) undir líknandi skurðaðgerð og var um fullt brottnám að ræða í öllum tilvikum. Fimm ára sjúkdómasértæk lifun sjúklinga var marktækt betri fyrir sjúklinga með lítil NFK borið saman við sjúklinga með nýrnakrabbamein af öllum stærðum (56% á móti 86%, p<0,001). Einnig var 5 ára lifun sjúklinga með lítil NFK og meinvörp mark- tækt verri en lifun sjúklinga með lítil NFK án meinvarpa (7% á móti 94%, p<0,001) (mynd 2). Eins árs lifun sjúklinga með mein- vörp sem gengust undir líknandi nýrnabrottnám var betri en lifun þeirra sem fengu aðra líknandi meðferð (67% á móti 13%, p=0,01). 586 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.