Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 18

Læknablaðið - 15.11.2012, Qupperneq 18
45 Arabll ■ Hlutfall sjúklinga NFKsícm ■ Hlutfall tlMljanagreindra NFK Mynd 1. Hlulfall sjúklinga Ibæði kyn saman) með lííil nýrnafrumukrabbamein (s4 cm) ásamt hlutfalli tilviljanagreindra æxia af öllum greindum tilfellum á íslandi, skipt eftir lOára tímabilum frá 1971-2010. NFK=nýrnafrumukrabbamein. 257 sjúklingum voru þeir 25 sem höfðu meinvörp við greiningu og voru þeir bornir saman við 232 sjúklinga án meinvarpa hvað varðar aldur, vefjagerð, gráðun og T-stig. Stigun sjúkdómsins var ákveðin út frá stærð æxlis og útbreiðslu, og var stuðst við 6. útgáfu TNM-stigunarkerfisins. Vefjagerð og gráða æxlanna var yfirfarin af tveimur meinafræðingum út frá flokkunarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 2004.14 Upplýsingar voru skráðar í Excel en við tölfræðilega úrvinnslu var notast við tölfræðiforritið R. Við samanburð normaldreifðra stærða var notast við t-próf en Fisher's exact próf eða kí-kvaðrat próf við flokkabreytur. Marktækni miðaðist við p-gildi <0,05. Upplýsingar um dánarmein fengust frá Hagstofu. Sjúkdómasér- tæk lifun var reiknuð út með aðferð Kaplan-Meier og lifun hópa borin saman með log-rank prófi. Eftirlitstími sjúklinga miðaðist við tímann frá greiningardegi krabbameins að dánardegi eða 1. júlí 2011. Leyfi fyrir rannsókninni fengust frá Vísindasiðanefnd, Pers- ónuvernd og frá framkvæmdarstjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Af 1102 sjúklingum sem greindust með NFK á rannsóknartíma- bilinu reyndust 257 (23%) vera með æxli undir 4 cm að stærð. Hlut- fall lítilla NFK jókst úr 9% á fyrsta áratug rannsóknartímabilsins í 33% á þeim síðasta (p<0,001) og hlutfall tilviljanagreininga jókst á sömu tímabilum úr 14% í 39% (p<0,001) (mynd 1). Af 257 sjúk- lingum með NFK undir 4 cm að stærð, voru 146 (57%) greindir fyrir tilviljun, 77 karlar (53%) og 69 konur (47%). Alls reyndust 25 sjúklingar (10%) með fjarmeinvörp við greiningu, oftast í lungum (48%) og beinum (40%). Tíðni meinvarpa í öðrum líffærum eru sýnd í töflu I. Þegar litið var á tíðni meinvarpa á fjórum stærðarbilum, frá 0 og upp í 4 cm, reyndist enginn af 8 sjúklingum með æxli undir 1 cm hafa meinvörp (0%), þrír af 33 (9%) með 1,1-2 cm stór æxli, 11 af 104 sjúklingum (11%) með æxli á bilinu 2,1-3 cm og 11 af 112 (10%) með æxli á bilinu 3,1-4 cm. Munurinn á tíðni meinvarpa á milli þessara fjögurra stærðarbila reyndist ekki marktækur nema fyrir minnstu æxlin (p=0,l). Tafla I. Staðsetning meinvarpa hjá 25 sjúklingum með litil (<4 cm) nýrna- frumukrabbamein á l'slandi 1971-2010. Sjúklingar geta haft meinvörp i fleiri en einu líffæri. Staðsetning Lungu 12(48) Bein 10(40) Lifur 8(32) Heili 2(8) Eitlar 8(32) Önnur líffæri 11 (44) Tafla II. Samanburður á einkennum sjúklinga með meinvörp við greiningu (n=21) og þeim sem ekki höfðu meinvörp (n=90). Sjúklingar sem greindir voru fyrir tilviljun í hópunum tveimur (fjórum i meinvarpahópi og 142 án meinvarpa) var sleppt. Sjúklingar geta haft fleiri en eitt einkenni. Einkenni Meinvörp Án meinvarpa n=21 n=90 Kviðverkur 8(38) 52 (58) Megrun 6(29) 16(18) Bersæ blóðmiga 2(10) 33(37) Einkenni blóðleysis 2(10) 7(8) Háþrýstingur 1 (5) 2(2) Hiti 0(0) 6(7) Rauðkornafjölgun 0(0) 1(1) Einkenni fjarmeinvarpa 13(62) - Önnur einkenni 7(33) 18(20) Fjórir sjúklingar með meinvörp (16%) voru greindir fyrir til- viljun en 21 vegna einkenna, oftast kviðverkja (38%) og megrunar (29%). í viðmiðunarhópi voru marktækt fleiri, eða 61% greindir fyrir tilviljun (p<0,001) og algengasta einkennið kviðverkir (23%) og bersæ blóðmiga (14%). Önnur einkenni eru sýnd í töflu II. í töflu III sést samanburður hópa. Kynjahlutfall og hlutfall æxla í hægra nýra reyndist sambærilegt í báðum hópum. Hins vegar voru sjúklingar með meinvörp 1,9 árum eldri (p=0,009), æxlin 0,24 cm stærri (p=0,03) og á hærra T-stigi (p<0,001), auk þess sem blóðrauði þeirra var lægri (p=0,04). Vefjagerð var hins vegar ekki marktækt frábrugðin (p=0,07) og tærfrumugerð langalgengust í báðum hópum. Alls gengust 232 sjúklingar (90%) í báðum hópum undir skurð- aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt, í 10 tilvikum með kviðsjá. í 25 aðgerðanna (11%) var gert hlutabrottnám, í öllum tilvikum gerð á sjúklingum án meinvarpa með lækningu að markmiði. I hópi sjúk- linga með meinvörp gengust 9 (36%) undir líknandi skurðaðgerð og var um fullt brottnám að ræða í öllum tilvikum. Fimm ára sjúkdómasértæk lifun sjúklinga var marktækt betri fyrir sjúklinga með lítil NFK borið saman við sjúklinga með nýrnakrabbamein af öllum stærðum (56% á móti 86%, p<0,001). Einnig var 5 ára lifun sjúklinga með lítil NFK og meinvörp mark- tækt verri en lifun sjúklinga með lítil NFK án meinvarpa (7% á móti 94%, p<0,001) (mynd 2). Eins árs lifun sjúklinga með mein- vörp sem gengust undir líknandi nýrnabrottnám var betri en lifun þeirra sem fengu aðra líknandi meðferð (67% á móti 13%, p=0,01). 586 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.