Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2012, Page 33

Læknablaðið - 15.11.2012, Page 33
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Sérfræðingar spítalans eru offáir og mcðalaldur þeirrafer hækkandi," segir Þorbjörn jónsson formaður LÍ. „Áslandið á spítalanum er í rauninni mjög slæmt og fyrir almenna lækna er það nánast óbærilegt," segir Ómar Sigurvin Gunnarsson formaður Félags almennra lækna. „Fjárlög næsta árs eru þaufyrstu eftir hruniðþar sem ckki er uppi krafa um aukið aðliald I rekstrinum. Með þvígefst vonandi tækifæri til að styrkja innviðina," segir Björn Zo'éga forstjóri Landspítala. niðurstöður fyrri starfsumhverfiskannana", bendir ekki til þess. 16% almennra lækna taka undir og 22% sérfræðinga." Það vekur ennfremur nokkra athygli að yfirlæknar spítalans sem hafa stjórnunarlega ábyrgð eru giska ánægðir með sinn hlut og telja 75% þeirra að Landspítalinn sé góður vinnustaður. 64% þeirra telja ennfremur að unnið hafi verið með niðurstöður fyrri starfsumhverfiskannanna og athyglisvert er að 89% þeirra telja að á þeirra starfseiningu ríki andrúmsloft framþróunar, en undir þetta taka aðeins 49% sérfræðinganna. Björn segir að frá síðustu könnun, sem gerð var 2010, hafi verið bætt úr ýmsu í starfsumhverfi starfsfólks spítalans. „Niður- stöðurnar hvað læknana varðar eru ekki eins góðar og vildum sjá og eflaust ýmis- legt sem betur mætti fara. Þó vil ég nefna að yfirlæknar með stjórnunarábyrgð eru almennt ánægðir með starfsumhverfi sitt og telja aðstæður að flestu leyti góðar. Almennu læknarnir og sérfræðingarnir telja að vinnuálag sé of mikið og að starfsaðstaða þeirra gæti verið betri." Þátttaka í könnuninni var innan við 30% meðal sérfræðinga og almennra lækna annarra en kandídata, en meðal síðast- nefnda hópsins var hún um 50%. Því er spurning hversu marktækar niðurstöð- urnar eru. Þorbjörn og Ómar svara þeirri fullyrðingu hiklaust. „Fólk missir áhugann á því að taka þátt í svona könnunum þegar ekkert er gert með niðurstöðurnar. Maður spyr sig til hvers sé að taka þátt í slíku. Það er ein birtingarmyndin enn á slæmu ástandi á vinnustaðnum. Kandídatarnir eru að svara slíkri könnun í fyrsta skipti og vonandi upplifa þeir að unnið sé með niður- stöðurnar á jákvæðan hátt." LÆKNAblaðið 2012/98 601

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.