Akureyri


Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 8
8 28. tölublað 4. árgangur 7. ágúst Hrísey -Perla Eyjafjarðar! Eyjan er ævintýraheimur út af fyrir sig. Þar er mannlífið skemmtilegt, náttúran blómleg og fuglalífið engu öðru líkt. Að ganga um hellulagðar götur bæjarins eða rölta um fallegar gönguleiðir í návígi við náttúruna og sjóinn, er einstök upplifun. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.hrisey.is og www.visitakureyri.is. Það er leikur einn að komast út í eyju! Frá Hrísey Frá Árskógssandi 7.00 9.00 11.00 13.00 15.00 17.00 19.00 21.00 23.00* 7.20 9.30 11.30 13.30 15.30 17.30 19.30 21.30 23.30* * Gildir 1. júní -31. ágúst Panta þarf fyrstu ferð kl. 7.00 á laugardögum og 9.00 á sunnudögum allt árið. Ath. ekki er boðið upp á morgunferð kl. 7.00 á sunnudögum eða öðrum rauðum dögum. Upplýsingar um verð og vetraráætlun má sjá á heimasíðunni www.hrisey.net. Síminn um borð í Sævari er 695 5544. www.hrisey.is SUMARÁÆTLUN FERJUNNAR: Ein með öllu tókst frábærlega Stemmningin var góð á Einni með öllu eins og þessar myndir bera með sér. Íbúar á Akureyri eru alsælir með framkvæmd hátíðar um verslunar- mannahelgi á Akureyri um helgina. Hefur heyrst að hátíðin hafi í frið- samlegu tilliti verið ein sú besta í seinni tíð og ekkert sem minnti á ómennskuna um miðbik fyrsta ára- tugar þessarar aldar þegar margs- konar vandræði sköpuðust einkum hjá ungu fólki og fjöldi gesta fór úr böndunum. Að sögn lögreglu komu fá mál upp nú um helgina og ekki fleiri en vænta megi um venjulega helgi. Mannamót fóru almennt mjög vel fram. Mikill fjöldi fólks kom saman í Lystigarðinum, á Ráðhústorginu og á flötinni fyrir neðan Samkomu- húsið þegar mörg þúsund gestir tóku þátt í slitum hátíðarinnar en lögregla þurfti vart að hafa afskipti af nokkrum manni. Athygli vakti að börn og full- orðnir skemmtu sér saman jafnt daga sem kvöld og virðist sem breytt áhersla á hátíðina, fræðsla og forvarnastarf hafi skilað þeim árangri að Akureyringar megi stoltir við una. -BÞ

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.