Akureyri


Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 16

Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 16
14.500 EINTÖK FRÍTT UM ALLT NORÐURLAND Á HVERJUM FIMMTUDEGI | AUGLÝSINGAR 578 1190 & AUGLYSINGAR@FOTSPOR.IS | RITSTJÓRN 862 0856 & BJORN@AKUREYRIVIKUBLAD.IS VI KU BL AÐ UM DAGINN OG VEGINN JÓN ÓÐINN WAAGE SKRIFAR Njarðarnesi 8 - 603 - Akureyri - S:4624200 - car-x@car-x.is Hvað getum við gert fyrir þig á þegar aðstæður á borð við þetta skapast ? Tjónaskoðun - viðgerðir og málning - Bílaviðgerðir - Sala og viðgerðarþjónusta fyrir fjór, sexhjól og sleða - Hafðu samband við CAR-X. Bjóðum upp á tjónaskoðun, réttingar, málningarvinnu og framrúðuskipti auk þess almennar bílaviðgerðir Car-X bifreiðaverkstæði - Njarðarnes 8 - 603 Akureyri- Sími 462 4200 - car-x@car-x.is ER BÍLINN BILAÐUR OG ÍLLFÆRANLEGUR ? VIÐ GETUM KOMIÐ HONUM Á VERKSTÆÐI FYRIR ÞIG Er þetta útsýnið þitt? ...úúúps... Verum gáfuð og borðum fisk Kveðja Grímur kokkur www.grimurkokkur.is Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5 mín. Kirkjur Ég var kvíðið barn og óttasleg- ið. Í þá daga var stöðugt verið að segja fréttir um að vondir menn ætluðu að sprengja upp heiminn. Það hjálpaði ekki til. Í næsta húsi bjó trúuð fjöl- skylda, yndislegt fólk. Þar voru haldnar samkomur sem ég sótti. Fyrir hrædda barnssál þá var skjól í trúnni. Ég ætlaði að verða prestur þegar ég yrði stór. Trúin hvarf á unglingsár- unum, finn ekki fyrir söknuði en er þakklátur fyrir það sem að hún var mér þegar ég þurfti hennar við. Í dag ber ég virðingu fyrir trú annarra og trúleysi. Meðan að fólk hefur þetta fyrir sig er ég sáttur. Mér finnst gott að fara í kirkju. Það er einhver ró þar, líklega eini staðurinn sem að fólk þegir. Meira að segja ég, oftast að minnsta kosti. Og tón- listin, hún er falleg og hjálpar til. En ég fer ekki til að hlusta á boðskapinn, enda á ég á erfitt með að hlusta á talað orð, er yf- irleitt að bíða eftir að komast að sjálfur til að tala. Elsti sonur minn er um margt líkur mér. Við viljum fá að taka þátt, nennum ekki að hlusta. Þegar hann var fimm ára fór hann í fermingu hjá frænda sínum. Syni mínum leiddist þetta eintal prestsins og var orðinn ókyrr. Presturinn fór þá að vitna í Jóhannesarguðsjall um að guð væri hirðirinn og við sauðirnir. Þetta fannst syni mínum eitthvað sem að var- ið væri í. Hann stökk upp úr sæti sínu og öskraði: “Og ég er úlfurinn!“ Presturinn sagði ekki meira.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.