Akureyri


Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 13

Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 13
7. ágúst 28. tölublað 4. árgangur 13 Gunnar með sérstöðu í bæjarráði Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að veita Menningarfélagi Akur- eyrar 7,5 milljóna króna styrk sem rennur til Leikfélags Akureyrar eftir beiðni félagsins þar að lútandi. Sótt var um aukafjárveitingu til að félagið geti haldið úti „lágmarks- starfsemi til loka ársins 2014“ eins og það er orðað. Gunnar Gíslason, oddviti sjálf- stæðismanna, sat hjá við afgreiðslu en aðrir meðlimir bæjarráðs studdu. Þrátt fyrir ítrekaðar fyr- irspurnir frá Akureyri Vikubaði, hvers vegna Gunnar hefði ekki stutt fjárveitinguna, kaus hann að svara ekki. -BÞ Söguleg hlýindi í Grímsey „Sennilega eru hlýindin sem ríkt hafa við norðurströndina einna mestu veðurtíðindi það sem af er sumri hér á landi. Júní og júlí hafa báðir verið sérlega hlýir,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli um veðrið í sumar. „Við sjáum að 2014 er meir en einu stigi fyrir ofan næsthæsta meðaltalið,“ segir Trausti um hlý- indin í Grímsey í sumar. „Það er mjög óvenjulegt að nánast engin keppni sé um efsta sætið. Velta má vöngum yfir ástæðunum. Svipað er uppi á teningnum á öðrum stöðvum í nágrenninu, t.d. á Mánárbakka þar sem mánuðirnir tveir eru líka þeir langhlýjustu sem um getur.“ Mánuðirnir tveir hafa verið hlý- ir um land allt - en ekki þó út úr kortinu eins og í Grímsey og ná- grenni. Þar eru fyrstu sjö mánuðir ársins auðvitað þeir hlýjustu sem vitað er um, 0,3 stigum hlýrri en mest er vitað um áður. „Þetta gefur okkur þó enga fullvissu um að afgangur ársins verði hlýr - ekki einu sinni afgang- ur sumarsins,“ segir Trausti. a Uppbókað allar nætur Hótel Laxá var opnað nýverið en þar hefur stórbrotið útsýni yfir Mývatnssveit vakið athygli. Hót- elstýra, Margrét Hólm Valsdóttir, segir hótelið bjóða upp á „milljón dala glugga“ og vísar með því til þeirrar náttúrufegurðar sem við blasir. Staðsetning hótelsins, uppi á hæð í Arnarvatnslandi nokkuð sunnan þjóðvegarins, er lykilatriði en gras á þökum hótelsins mið- ar að því að gera upplifun hótel- gesta sem náttúrulegasta. Fengu hönnuðir hótelsins mörg prik hjá gestum þann stutta tíma sem blaðamenn á Akureyri Vikublaði litu við á hótelinu í vinnuferð á dögunum. Hótelstýran segir nánast upp- bókað allar nætur í sumar og lítið pláss fyrir lausatraffík. 26 starfsmenn vinna á Hót- el Laxá. Að sögn hótelstýru er helsti vandinn að finna húsnæði fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu í sveitinni. -BÞ ekki á á hættu að verða stimplað sem öreigar sem ekki hafi efni á að eiga dauðan og heimskan bíl. Flott- ara fólkið í Köben gengur eða hjól- ar í stað þess að ræsa einkabílinn. Kerfið hefur líka komið því þannig fyrir að hjólandi fólk á auðvelt með að komast leiðar sinnar. Bíleigend- ur þurfa hins vegar að greiða háa skatta. Að því er stefnt innan tíðar að almannasamgöngur og vistvænn ferðamáti verði 85% af allri umferð í Köben. Hvernig skyldi tölfræðin hjá okkur Akureyringum líta út í því efni? BÚÐARMENNINGIN Að kaupa inn í matvörubúðum er einnig lærdómsríkt fyrir okkur Íslendinga. Þar stilla Danir eins og svo margar aðrar þjóðir einkum upp innlendum framleiðsluvörum. Ef þig langar í drykk og þú ferð inn í matvörubúð til að kaupa þér einn drykk eru miklar líkur á að fáir aðrir drykkir séu í boði aðrir en afurðir heimamanna. Mikilvægt fyrir efnahagslífið, mikilvægt fyrir menninguna. Ég fór að hugsa: Af hverju láta vertar á Akureyri ekki duga að bjóða upp á öl framleitt á Íslandi, jafnvel bara akureyrskan bjór? Hefðum við getað haldið stör- funum sem töpuðust nýverið hjá Vífilfelli ef við værum duglegri að trana fram okkar eigin framleiðslu líkt og Danir gera? Það eru þó ótal atriði þar sem Akureyri græðir í samanburði við Kaupmannahöfn. Við hugsum að jafnaði vel um þá sem minna mega sín hér í hinu bjarta norðri, það er ein samfélagsauðlegðin og and- stæða ójöfnuðarins. Á Akureyri fá allir þak yfir höfuðið, allir fá mat að borða. Kannski þurfa sumir að þola niðurlægingu frá samborg- urum sínum vegna bágs efnalegs hlutskiptis, en aldrei myndu Akur- eyringar láta viðgangast að íbúar bæjarfélagsins hefðu ekki í sig og á. Í Danmörku er umræðan hvassari gagnvart þeim sem verða út undan í lífinu. Þar er líka þjóðernishyggja í gangi gagnvart innflytjendum. Sagt hefur verið að danska pressan hafi alltaf verið neikvæðari út í innflytjendur en til dæmis sænska pressan. Að það hafi orðið til þess að innflytjendur eigi auðveldara eð að fóta sig í Svíþjóð en í Danmörku. Já, það skiptir máli hvaða viðhorf við höfum,hvort við erum haldin fordómum eða ekki. Og þar hafa fjölmiðlar ríka ábyrgð. Sjálfur féll ég í þann pytt að tengja ógn við návígi við fíkniefna- leytendur og vændisfólk þegar ég dró ferðatöskur um götur Kaup- mannahafnar um miðja nótt á leið í flug. Í þungrökkvaðri Kaupmanna- höfn klukkan fimm að morgni varð mér ljóst að einn götuhlutinn sem við fórum um var fullur af fólki sem ekki var farið að sofa. Fíkni- efnaneytendur og vændisfólk var þar áberandi. Við vorum allt í einu lent í framandi aðstæðum og hjart- að barðist í brjósti. Enginn kostur virtist góður. Hvorki vænlegt að stoppa, snúa við né halda áfram, en þó sennilega skást að hvika ekki, hraða sér bara beint af augum, forðast augnsamband við götufólk- ið og umfram allt vera á varðbergi. Runnum yfir glerbrot með tösk- urnar okkar, runnum yfir hland og ælu. Yngstu börnin okkar með í för, enn of ung og saklaus til að hafa á sér nokkurn vara. Of einbeitt. Of fordómalaus. Yngsti fjölskyldumeð- limurinn, 3ja ára dóttir mín, dró sína tösku þétt við hlið mér, það var skilyrði sem hún setti sjálf, að fá að sjá um minnstu töskuna. Enn um 400 metrar að Hoved- banegaarden. Öll skilningarvit foreldranna á fullu. Hefðum átt að hringja á taxa, hugsaði ég. Allt í einu sýndu tvær vændiskvennanna Sól litlu aðeins of mikinn áhuga, að mér þótti. Úr fjarska höfðu þær virst dimmar yfirlitum líkt og full- ar af sorg, en þegar litli sólargeisl- inn með litlu ferðatöskuna svaraði athyglinni með áhuga og stækkandi augum brostu vændiskonurnar eins bjart til baka og rökkrið leyfði og við urðum öll ein fjölskylda. Þegar brautarstöðinni var náð og við öll komin upp í lest til Kastr- up fór ég að hugsa að mitt í vændinu, efnunum, vímunni, ælunni og hlandinu hefðum við óvart gengið fram á fegurðina eins og hún gerist tærust. Að huga og hjarta ókunn- ugra ætti maður aldrei að reyna að dæma af aðferðum til lífsviðurvær- is. Hvað þá hvaða leiðir fólk fer til að gleyma sársauka sínum. Kannski er yngsta dóttir mín of ung til að hennar hugur muni geyma minningu um gleðikonurn- ar sem tóku óttann í hjarta mið- aldra karls og sendu hann þangað þar sem ótti á heima. Þar sem ótti fær ekkert skjól heldur leysist upp. En ég lærði a.m.k. lexíu á þessu næturferðalagi. Og er það ekki a.m.k. einn tilgangurinn með þessu jarðneska brölti okkar, að læra nýj- ar lexíur, vinna á eigin ótta og for- dómum sem ekkert okkar er laust við? Kæru Akureyringar! Þá fer að líða að lokum þessa bréfs. Það er gaman að ræða þessi mál við ykkur, ferðalög fá mann til að hugsa. Við óttumst oft hið ókunna, við fordæmum 18 ára stúlku úr Innbænum sem á e.t.v. í aðeins tímabundnum erfiðleikum og verður uppvís að neyslu á mari- juana en ökum á bílnum okkar í ríkið við Brekkugötuna fyrir karl- kyls jafnaldra hennar, son okkar, kaupum bjór svo stráksi fari nú ekki að kaupa sér landa á svörtum markaði! Slíkur er stundum menningar- munur. Og það sem við ekki þekkj- um hættir okkur til að fordæma. Umburðarlyndi gagnvart fólki sem ekki hegðar sér eins og við eða hugsar eins og við verður ætíð mannkyninu og jörðinni til bóta. Frjálslyndi er ein höfuðdyggð mannskepnunnar. Að ala á ótta, beita valdi og hneppa fólk í fang- elsi mun aldrei trompa þann verð- mæta eiginleika mennskunnar að leysa málin með umræðu, skoðana- skiptum, vinsemd og virðingu. Það á við bæði í Kaupmannahöfn og á Akureyri. Megi nýrri bæjarstjórn á Akur- eyri öðlast að fást við verkefni sín á komandi kjörtímabili með sjálf- bærni, umburðarlyndi og jöfnuð að leiðarljósi. a

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.