Akureyri


Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 1

Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 1
28. tölublað 4. árgangur 7. ágúst VI KU BL AÐ Lín Design Glerártorgi & Laugavegi 176 www.lindesign.is 30% af öllum dúnsængum ÚTSALAN ER HAFIN 25-60% AFSLÁTTUR 25-50% afsláttur af rúmfötum Gagnrýnir ráðningu Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórn- málafræði við Háskólann á Akureyri segir að það væri til marks um góða stjórnsýslu ef sveitarstjórn Svalbarðs- strandarhrepps endurskoðaði afstöðu sína og auglýsti eftir sveitarstjóra í kjöl- far umdeildrar ákvörðunar. Samræmd- ar lagareglur skorti um skyldur sveitar- félaga við ráðningu á sveitarstjórum. „Ef loðnar aðferðir eru notaðar við val á þessum einstaklingum sem oft á tíðum gegna helstu ábyrgðarstöðu innan sveitarfélaga er það ekki gott. Það væri betra fyrir lýðræðið ef vinnu- brögðin væru skýrari og jafnvel í reglu- formi,“ segir Grétar. Eiríkur Haukur Hauksson tók við starfi sveitarstjóra í Svalbarðs- strandarhreppi sl. föstudag. Hann sótt- ist eftir sveitarstjórastóli fyrir fjórum árum samkvæmt heimildum blaðsins en fékk ekki. Hann gaf sig ekki út fyr- ir að vilja þann stól nú þegar hann sem eini fulltrúi síðustu sveitarstjórnar í hreppnum sóttist eftir endurkjöri. Þrír af fimm kosnum fulltrúum fengu fleiri atkvæði en Eiríkur í sveitarstjórn og munaði aðeins örfáum atkvæðum að hann næði ekki kjöri. Ráðningu Ei- ríks hefur verið harðlega mótmælt. Um 30% kosningabærra manna í hreppn- um skrifuðu undir áskorun um að Sval- barðsstrandarhreppur auglýsti stöðuna en þrír af fimm fulltrúum í sveitarstjórn ákváðu að hafna því erindi íbúanna. „Ég veit ekki dæmi þess að svona dæmi hafi komið upp áður, að ráðning hafi orðið með þessum hætti, að maður sem verður þetta neðarlega í kosningu og standi utan lista sé gerður að sveit- arstjóra. Vera kann að sveitarstjórn baki sér skaðabótaábyrgð gagnvart Eiríki ef þeir bakka út en burtséð frá peninga- hliðinni þá lítur þetta ekki nógu vel út. Það gæti verið gott fyrir sveitarstjórn að endurskoða ferlið og auglýsa eftir sveitarstjóra þrátt fyrir fyrri ákvörðun. Það er ekki gott fyrir sveitarstjórn að hafa ýmsar spurningar nú hangandi yfir sér,“ segir Grétar Þór. Sjá bls. 12-13 -BÞ TRISTAN OG ÆVAR, gestir á Sæludegi í sveitinni um verslunarmannahelgina fundu þessa vogmey í fjöru við Hjalteyri. Kannski er þetta vísir að því sem koma skal, því Fiskidagurinn mikli verður haldinn á Dalvík næstu helgi. Völundur www.hafkalk.is Slakandi steinefnablanda Náttúrulegt magnesíum og kalkþörungar úr hafinu Er fiskur of góður fyrir þig? ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Ferskur léttsteiktur bláugga- túnfiskur m/soya-smjörsósu og wasabi-kartöflumús Hádegistilboð fram að jólum Súpa, nýbakað brauð og gratineraður plok fiskur – 1.890,- kr. hjá Úlfari veitingahús Baldursgötu 14 – Sími 552-3939

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.