Akureyri


Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 2
2 28. tölublað 4. árgangur 7. ágúst Fólk er að flytja að sunnan „Það er hreyfing til Akureyrar , fólk er að flytja að sunnan í bæinn,“ seg- ir Arnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali á Akureyri. Fjallað hefur verið í fjölmiðl- um um auglýsingu sem Arnar fyr- ir hönd Fasteignasölu Akureyrar setti upp fyrir nokkru. Þar segir að vegna fjölgunar opinberra starfa á Akureyri vanti fleiri eignir á skrá. Arnar segist hafa sett auglýs- inguna upp sumpart í gríni. Ekki hafi enn reynt á að viðskipti þar sem ástæðan sé með órækum hætti flutningur Fiskistofu til Akureyrar sem að óbreyttu þýðir tugi nýrra starfa á Akureyri. Hann merki þó greinilega vaxandi eftirspurn og Fiskistofumálið verði viðbót við þróun sem hafi hafist fyrir nokkru. Fjölgun fasteignaviðskipta sé 30% ef bornir séu saman fyrstu sex mánuðir 2014 við fyrstu sex mánuði ársins 2013. Þá hafi júlí verið sérlega líflegur mánuður mánuður viðskiptalega og mikil hreyfing sem sé óvanalegt þegar heitasti tími ársins er annars vegar og margir í fríi. 6-10% HÆKKUN „Það er greinilegt að eftirspurnin er vaxandi og það hefur leitt til hærra verðs. Ætli við séum kannski ekki að tala um 6-10% hækkun frá ári til árs,“ segir Arnar og getur þess aðspurður að merki kreppunnar séu ekki lengur sjáanleg. Athygli hefur vakið að verð- munur milli einbýlis og fjölbýlis er mun minni á Akureyri en til dæmis í Reykjavík. Spurður hvort hreyf- ingin nú hafi haft einhver áhrif á þann verðmun segir Arnar að ef eitthvað er sé munurinn á verði einbýliseigna og fjölbýliseigna enn að dragast saman. „Maður sér meiri hækkun í fjölbýlinu þessa daga.“ Arnar getur þess að bankarnir séu nú „á fullu“ að lána fé til fast- eignakaupa sem sé allt önnur saga en fyrir tveimur til þremur árum. „Það er stemmning yfir Akureyri.“ -BÞ 15 ný störf á Glerártorgi Gera má ráð fyrir að 15 ný störf skapist á Akureyri um miðjan mánuðinn þegar Lindex opn- ar stóra verslun á Glerártorgi 16. ágúst næstkomandi. Búðin er 470 fermetrar en fyrr á árinu var samn- ingur undirritaður af hálfu Eikar fasteignafélags og forráðamanna Lindex. Albert Þór Magnússon, annar tveggja aðaleigenda Lindex, segir að það hafi komið forráðamönnum Lindex á óvart hve margt fram- úrskarandi fólk hafi sóst eftir vinnu í búðinni á Glerártorgi. Án þess að sérstaklega hafi verið auglýst eftir fólki slagi umsóknir í 100 og margt frábært fólk sé þar á meðal. „Við verðum m.a með línu sem hönnuð er af Gaultier, hann hefur ekki áður verið kynntur akureyrsk- um áhgangendum tísku,“ segir Al- bert Þór m.a., spurður um sérstöðu búðarinnar á Akureyri. Lindex er ein stærsta tískufata- keðja Norður Evrópu með nærri 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði að sögn aðstand- enda. Í fyrirtækinu starfa um 40 hönnuðir sem einnig hafa fengið til samstarfs þekkta hönnuði á borð við Missoni og Matthew Williams- son auk þess sem stjörnurnar Gwy- neth Paltrow, Penelope Cruz og Kate Hudson hafa unnið með fyr- irtækinu við vorlínur fyrirtækisins undanfarin ár. „Þetta er frábært skref fyrir okkur en við opnuðum Lindex í Smáralind árið 2011, Lindex Kids í Kringlunni á síðasta ári og nú er komið að því að opna á Glerártorgi. Við erum þakklát fyrir hversu vel hefur tek- ist til með staðsetningu og hlökkum mikið til að bjóða Akureyringum og nærsveitungum upp á tískuupplifun á heimsmælikvarða.“ -BÞ Íþróttabraut við HA? Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari sem barist hefur öt- ullega fyrir nýrri íþróttafræðibraut við Háskólann á Akureyri, segir að nú vanti aðeins herslumuninn á að íþróttafræðibraut verði bætt við kennaradeildina hjá Háskólanum á Akureyri. Miðað er við að hefja kennslu haustið 2015. Kennsluskrá er að sögn Jó- hannesar tilbúin, bæjaryfirvöld séu afar jákvæð hvað varðar afnot af íþróttamannvirkjum og standi viðræður yfir. „Nýr rektor er áformunum hliðhollur en eðli- lega áhyggjufullur vegna Illuga og hans skjaldsveina í ráðuneyti menntamála. Þeir eru víst fremur rúðustrikaðir. Búið er að ræða við þingmenn sem hafa vígbúist vegna embættismannahers áðurnefnds Illuga. Kennarar við HA , deildar- formaður og deildarforseti hafa öll verið einstaklega áhugasöm um verkefnið og Finnur Friðriks- son fyrrum nemandi minn og síðar kennari hefur unnið mikið þrek- virki í uppsetningu kennsluskrár og verkefnisins í heild sinni,“ segir Jóhannes í færslu á facebook. Íþróttafræðibraut við HA mun að hans sögn hafa gríðarlega já- kvæð áhrif á íþróttalíf í héraðinu. „Sérstaða bæjarins felst í hinni margvíslegu íþróttaaðstöðu ekki síst í vetraríþróttum. Í nánasta umhverfi HA eru öll þau íþrótta- mannvirki sem þarf til kennslu og ég efast um að betri aðstæður finn- ist þótt lengi verði leitað. Í náinni framtíð munum við þurfa marga sérmenntaða íþróttakennara því lýðheilsa ungs skjákynslóðarfólks stefnir lóðbeint til þjóðargjald- þrots. Þegar augu stjórnvalda opn- ast mun stétt íþróttakennara verða enn mikilvægari. Meðalstarfsaldur íþróttakennara er 5-6 ár þannig að ekki veitir af nýliðun,“ segir Jó- hannes Gunnar Bjarnason. -BÞ SÁ ÆVISTARF- IÐ HRYNJA Áhugafólk um framgang júdóí- þróttarinnar á Akureyri brást af miklum krafti við frétt sem birtist í síðasta tölublaði Akureyri Viku- blaðs um að framtíð júdóíþrótt- arinnar væri í uppnámi vegna húsnæðiseklu og kostnaðar við að standsetja nýtt húsnæði til æfinga. „Greinin vakti gríðarleg við- brögð. Margir styrktu okkur og einn einstaklingur lánaði okk- ur það sem upp á vantaði til að standsetja húsnæðið svo að við getum haldið áfram,“ segir Jón Óðinn Waage, einn þekktasti júd- óþjálfari landsins og lykilmaður í framgangi íþróttarinnar á Ak- ureyri sem skartar ótal titlum og glæstum árangri í tímans rás. Bærinn ætlar að skoða mál júdófélagsins Draupnis á næsta ári. „Þetta hafi valdið okkur miklu hugarangri og persónulega sá ég ævistarf mitt hrynja vegna þessar- ar stöðu sem við komum okkur ekki sjálf í,“ segir Jón Óðinn. Hann segir að stuðningur við íþróttagreinar sé mjög mismikill hjá bænum og telur því að um mismunun sé að ræða. -BÞ Fann eigin byssu á Hvalasafninu Ólafur Gunnarsson sjómaður á Ak- ureyri staðhæfir að byssa sem hann hafi leigt vestur á firði árið 1980 en aldrei fengið borgað fyrir sé nú í óleyfi hans safnmunur á Hvalasafn- inu á Húsavík. „Upp komast svik um síðir,“ segir Ólafur. Hann telur að hann hafi fengið ranga byssu senda heim af Vest- fjörðum og honum hafi brugðið í brún þegar hann kom á Hvalsafnið á Húsavík nýverið og fann með því að skoða skrásetninganúmer bys- sunnar að hún var hans eign. „Ég þekkti byssufótinn strax og ég sá hana þarna á safninu og þá athug- aði ég númerið á henni og það er sama númer og í byssuleyfinu mínu.“ „Samkvæmt lögum er byssan þarna á mína ábyrgð, svo þannig er málið grafalvarlegt, þar sem þetta er virkt vopn,“ segir Ólafur. -BÞ Leikskólinn Hulduheimar óskar eftir að ráða leik- skólakennara eða starfsmann með aðra háskóla- menntun sem nýtist í starfi í 100% stöðu. Æski- legt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Viðkomandi verður staðsettur í Seli. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar, akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2014 Leikskólinn Hulduheimar

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.