Akureyri


Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 12

Akureyri - 07.08.2014, Blaðsíða 12
12 28. tölublað 4. árgangur 7. ágúst Bréf frá Kaupmannahöfn 29.07. 2014 Kæru Akureyringar Mér datt í hug að skrifa ykkur línu héðan frá Kaupmannahöfn þar sem ég hef nú dvalið í tæpar tvær vik- ur. Ekki nenni ég að þreyta ykkur á að lýsa veðurblíðunni, því eins og við Akureyringar vitum, nennum við lítt að fást um fréttir af veðri utan okkar eigin heimabyggðar. Við áttum hlýjasta júní hér við Eyja- fjörðinn síðan árið 1933. Látum það gott heita. Mig langar hins vegar að bera saman nokkur atriði í menningu Dana og Akureyringa. Mig langar að byrja á að ræða umhverfisvænar samgöngur. Ég veit að sumir Ak- ureyringar spyrja: Hvers vegna að ganga eða hjóla ef hægt er að aka á bíl? Ekki sakar ef bíllinn er fínn og nýþveginn. Gaman að aka um með vinstri olnbogann út um gluggann, einkum á góðviðrisdegi. Málið er bara að við erum hægt en örugglega að skemma framtíð barnanna okkar með koltvísýringi. Við erum að myrða plánetuna, hægt en örugglega. Tvö mál eru sögð ógna heimsbyggðinni helst nú um stund- ir. Annað er vaxandi efnahagslegur ójöfnuður. Lýðræði gerir ráð fyrir jöfnuði. Ef ójöfnuður fer í hæstu hæðir eins og t.d. í Bandaríkjun- um síðari ár leiðir slík öfugþróun að jafnaði af sér átök, jafnvel stríð. Sjá má merki um það hér á landi einnig að stjórnmálamenn mylji undir ólígarka og forríka vini en al- menningur sjálfur verði undir. Það er ekki nóg að nöldra til að bregð- ast við. Það þarf að aðhafast. Hin helsta ógn samtímans er umhverfi- sógnin. Það hefur verið áhugavert að sjá umræðu um nýtt miðbæj- arskipulag hér á Akureyri fara sí- endurtekið í þann farveg að hvað mikilvægast sé að einkabíllinn fái sem mestan framgang, að þaðverði alls staðar að vera næg bílastæði fyrir borgarana og svo framvegis. Bíll er dauður hlutur. Manneskjur eru lifandi. Blóm og tré eru líka lif- andi sem og kindur og kýr í Eyja- firði. Sömu sögu er að segja um þorskinn í hafinu sem gerir okkur kleift að kaupa föt á börnin okkar. Öll þurfum við skilyrði til að dafna og þrífast. Bíll sem eyðir jarðelds- neyti ógnar með eitrun andrúms- loftsins jafnvægi og afkomuskilyrð- um líkt og margs konar orkufrek iðnaðarstarfsemi hér á landi. Snúa þarf af braut sértækra hagsmuna ólígarkanna, það er samasemmerki milli umhverfisógnar og ójöfnuðar. Græðgin er óseðjandi púki og hún er andstæða sjálfbærni og langtíma áætlanagerðar. Danir eru býsna umhverfis- sinnaðir svo læra má af. Þeir hafa fundið svör við sumum af ógnum vaxandi mengunar. Vindmyllur framleiða umhverfisvænt rafmagn og á götunum er hjólhesturinn eitt aðalmálið. Danir hafa lengi þróað sitt samgöngukerfi innan Kaup- mannahafnar þannig að þar þurfa hjólreiðamenn ekki að vera hrædd- ir um að verða eknir niður. Þar fer hjólreiðamaður ekki að hósta á rauðu ljósi vegna útblásturs frá tugum ökutækja í kring. Í Kaup- mannahöfn er líka víða litið niður á þann sem notar einkabílinn til allra ferða, áherslan á vistvænar samgöngur hefur lengi verið við lýði og reisn hjólreiðafólksins að- greinir hinn danska hjólreiðamann frá akureyrskum, leyfi ég mér að fullyrða í þessu litla bréfi. Konur og karlar hjóla með reisn í Kaup- mannahöfn. Þar fer stolt fólk sem PÆLING Björn Þorláksson EITT DÆMI UM umburðarlyndi og frjálslyndi Dana. Á baðströndinni Amager Strand má fá lánaða öskubakka til að stinga í sandinn, fólk skilar þeim svo aftur og eru heimtur í dagslok nánast 100% að sögn starfsmanns og sjaldgæft að fólk hendi stubbnum í sandinn. Fremur en að beita boðum og bönnum höfða Danir til þess að reykingamenn sýni elsku sína gagnvart umhverfi Kaupmannahafnar með því að ganga frá sígarettustubbum. ÞAÐ ER GAMAN að fljúga skýjum ofar í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. En það eitt að máta sinn bakgrunn við menningu annarra þjóða dugar líka oft eitt og sér til þess að hugurinn fari á flug, burtséð frá öllum leiktækjum.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.