Vísbending


Vísbending - 21.10.2010, Page 4

Vísbending - 21.10.2010, Page 4
4 V í s b e n d i n g • 3 5 . t b l . 2 0 1 0 Aðrir sálmar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Á meðal blámanna og villimanna framhald af bls. 3 Á Smugunni, vef Vinstrihreyfing-arinnar – græns framboðs var 25. október skrifað um þing flokksins um utanríkismál. Þar sagði m.a.: „En bar- áttan gegn alheimskapítalismanum í Evrópusambandinu hefur nú snúist upp í andhverfu sína. Tilgangurinn helgar greinilega meðalið og ákafir talsmenn fullveldis Íslands innan Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs virðast nú frek- ar vilja starfa við hlið öfgahægrimanna í Heimssýn en að vinna með félögum sínum í VG, sýni þeir ekki samskonar hörku og Heimssýn í andstöðunni við ESB. Heimssýn leyfir ekki að þjóðin kynni sér Evrópusambandið. Enda er það óþarfi, því sannleikur Heimssýn- ar liggur fyrir og efist menn um hann er stutt í landráðastimpilinn. Heilagur sannleikur Heimssýnar er eftirfarandi: Umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu er aðför að fullveldi landsins. Þeir sem styðja hana vilja varpa sjálfstæði þjóðarinnar fyrir róða. Evrópusambandið ætlar að sölsa undir sig auðlindir Íslend- inga. Evrópusambandið mútar Íslending- um og flækir þjóðina í aðlögunarferli sem ekki verður aftur komist út úr. Forysta VG liggur flöt fyrir Samfylkingunni og hefur svikið kjósendur sína. ESB-umsókn jafn- gildir landsölusamningi. ... Enginn veit hvort Bjarni [Harð- arson] ætlaði að vera fyndinn eða hvort hann meinti það sem hann sagði í pall- borði VG um helgina. Sem brandari var yfirlýsingin glötuð og sem alvara var hún skuggaleg. Fyrst þrumaði Bjarni heimsendaspá Heimssýnar um endalok fullveldis og fór fögrum orðum um Heimssýn. Síðan sagði Bjarni gagnrýni á þjóðernishyggju í Heimssýn ómak- lega, þótt vissulega væri þar ákveðinn hópur sem byggði andstöðu sína við Evrópusambandið á að vilja ekki mæta blámönnum á götu í Reykjavík. En það gerði nú ekkert til, Bjarni gæti vel unnið með slíku fólki líka.“ Bjarni undrast mjög þessi skrif Bjarg- ar Evu í samtali við Pressuna. „Í þessari grein er rangt eftir haft að ég hafi talað á þessum nótum.“ Hafi einhver heyrt Bjarna segja þetta eða eigi slík orð á seg- ulbandi er hann beðinn að þurrka þau út. bj ungi gátu ritarar sem kunnu á ritvinnslu- kerfi gert háar launakröfur. Nú þýðir ekki fyrir fólk sem ekki kann ritvinnslu að sækja um slík störf. Gagnrýni á útreikninga Í 47. tbl. Vísbendingar árið 2009 kom fram málefnaleg gagnrýni frá Arnaldi Sölva Kristjánssyni hagfræðingi á útreikn- inga blaðsins um þróun tekjuskiptingar. Arnaldur hefur skrifað um misskiptingu tekna, meðal annars með Stefáni Ólafs- syni. Gagnrýni Arnalds er tvíþætt: Í fyrsta lagi má gagnrýna meðhöndlun gagna. Sú meðhöndlun sem notuð er leið- ir til vanmats á ójöfnuði. Í öðru lagi er tekjum skipt í launa- og fjármagnstekjur en ekki er tekið tillit til áhrifa skattkerfisins. Með því að meta tekjuskiptingu einungis með launatekjum án þess að taka tillit til fjármagnstekna og áhrifa skattkerfisins, er þróun tekjuójafnaðar hér á landi stórlega vanmetin. Fyrri hluti ábendinga Arnalds á við nokkur rök að styðjast eins og vikið er að hér að framan. Aðferðin sem notuð er leiðir til þess að stuðullinn verður heldur lægri en ella. Í grein Arnalds er einnig bent á að röðun gæti verið öðruvísi í fjármagnstekjum en launatekjum. Þetta er rétt, en allt bendir til þess að þegar notuð eru fimm prósenta tekjubil eins og í útreikningunum sé fylgni milli fjármunatekna og launatekna mikil, einkum í tekjuhæstu hópunum sem mest leggja til ójafnaðar. Sama aðferð er notuð öll árin og hún gefur sterka hugmynd um þróunina, burtséð frá því hvert gildi stuðulsins er. Í seinni hluta gagnrýninnar er Arnaldur hins vegar á annarri leið en Vísbending. Hann segir: „Að sleppa fjármagnstekjum og líta einungis á launatekjur felur í sér mikið vanmat á ójöfnuði á Íslandi.“ Síðar segir hann: „Umrædd Vísbendingargrein skiptir tekjum í launa- og fjármagnstekjur án þess að taka tillit til skattkerfisins. Eðlilegast hefði verið að hafa alla tekjuþætti og notast við ráðstöfunartekjur í útreikningum liggi þeir fyrir.“ Nú er ekkert á móti því að reikna Gini-stuðul ráðstöfunartekna eins og Arnaldur vill gera. Þá er hins vegar ekki verið að reikna jöfnuð launa heldur tekna. Aðalhættan við þetta er að stjórnmálamenn og aðrir sem um málin fjalla halda að aukinn mismunur í fjármunatekjum sýni að launamismunur hafi vaxið. Mörg dæmi má finna um að bæði stjórnmálamenn og fræðimenn hafa blandað saman ólíkum mælingum um tekjur. Eins og áður er vikið að er það markmið margra að skattkerfi jafni tekjur. Flest bendir til þess að slík kerfi minnki heildartekjur ríkissjóðs (þetta er boðskapurinn á bakvið Laffer-kúrfuna svonefndu, en hún sýnir hvernig hlutfall skatttekna lækkar þegar skattar eru orðnir óhóflegir). Stighækkandi skattar og sérstaklega skattleysismörk stuðla í raun að niðurgreiðslu launa hjá fyrirtækjum sem byggja á ódýru vinnuafli. Þrepaskipt skattkerfi ýtir undir flækjur og auðveldar skattsvik. Þegar verkalýðsfélög fara í kjarabaráttu horfa þau oft á þróun annarra hópa. Þau gætu til dæmis litið á þróun launadreifingar. Fyrir þau er mest gagn að útreikningum af því tagi sem Vísbending hefur gert. Margir verkalýðsleiðtogar vilja hins vegar líka að skattkerfið jafni ráðstöfunartekjur. Langeðlilegast er fyrir þá að reikna bæði Gini-stuðul launa fyrir og eftir skatta. Hins vegar græða þeir lítið á því að blanda þar inn fjármagntekjum, nema markmiðið sé að endurskipta eignum sem að baki tekjum standa. Þar er komið að því hvort menn telja eignarrétt heilagan eða ekki. (Í þessu sambandi má ekki gleyma því, að þeir sem hafa komist ólöglega yfir eignir eiga auðvitað ekki slíkan rétt). Um heildarniðurstöður útreikninga er það hins vegar að segja að þegar öll sagan er sögð er ekki mikill munur á niðurstöðum Arnalds og Vísbendingar. Hann greinir frá því að hann hafi reiknað Gini-stuðul frá 1993 til 2007. Hann segir: „Á tímabilinu 1993 til 2007 má rekja 69% af hækkun Gini-stuðulsins hjá hjónum til fjármagnstekna, 24% til skattkerfisins og 10% til atvinnutekna.“ Vísbending hefur einmitt bent á þetta. Breytingar vegna atvinnutekna eru litlar en miklar vegna fjármagnstekna. Munurinn á framsetningu blaðsins og sumra annarra sem um það hafa fjallað er sá, að Vísbending heldur mismunandi áhrifum fjármagns- og launatekna á lofti, meðan sumir aðrir láta eins og hér sé um svipaða þróun í ójöfnuði að ræða. Eftir stendur spurning Vísbendingar: Nú er jöfnuður í heildartekjum er meiri en árið 2007. Líður fólki almennt betur nú en þá? Aðalhættan við þetta er að stjórnmálamenn og aðrir sem um málin fjalla halda að aukinn mismunur í fjármunatekjum sýni að launamismunur hafi vaxið.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.