Vísbending


Vísbending - 06.05.2011, Page 1

Vísbending - 06.05.2011, Page 1
6. maí 2011 17. tölublað 29. árgangur ISSN 1021-8483 1Nýgerðir samningar eru hvorki hagstæðir fyrir launamenn, atvinnu- rekendur né ríkið. Hvort þjást Íslend - ingar af meirimáttar- eða minnimáttar- kennd? Skattlagning á fjáreigna- tekjur jafngildir í mörgum tilvikum eigna upptöku. Væntingar til stjórn- málamanna fara stöðugt minnkandi sem eðlilegt er. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 1 7 . t b l . 2 0 1 1 1 2 4 Ein af lexíum af hruninu hefði átt að vera að sígandi lukka sé best. Ef menn ætli sér að ná raunverulegum árangri verði að skapa fyrir því forsendur. Forsendur fyrir launahækkunum eru að vinnuafl afkasti meiru en áður. Þetta get- ur gerst með því að færri vinni verkin en áður, eða framleiðsla verði meiri. Ef eftir- spurn breytist ekki er fyrri lausnin upp- skrift að atvinnuleysi. Reynslan bendir til þess að kaupmáttaraukning umfram eitt til eitt og hálft prósent á ári sé ekki raunhæf til lengdar. Þegar kaupmáttur hafði aukist um 50% á tólf árum undir stjórn Sjálf- stæðisflokksins hefði það átt að vera sterk vísbending um að eitthvað yrði að gefa eftir. Það jafngildir tæplega 3,5% aukn- ingu á ári og á þessum árum varð engin sú bylting sem réttlætti svo mikla hækkun kaupmáttar. Jafnvel eftir hrunið var árleg kaupmáttaraukning frá 1995 nærri 1,8% sem þykir mikið yfir svo langt tímabil. Er samið um verðbólguna? Nú hefur verið skrifað undir samninga sem segja að almenn laun hækki á yfirstandandi ári um 4,25%, 3,5% í febrúar 2012 og 3,25% árið 2012. Auk þessa kemur til ein- greiðsla upp á 75 þúsund krónur, en hún ein veldur auknum launakostnaði á árinu upp á 2% að meðaltali. Spurningin er hvort fyrirtækin standi undir slíkri hækk- un. Uppbyggingin eftir hrun hefur verið miklu hægari en menn vonuðu í upphafi kreppunnar. Atvinnuleysi hefur haldist mikið og margt bendir til þess að það verði viðvarandi á næstu árum. Þegar kreppan skall á var ákveðið að hækka atvinnuleysis- bætur og kostnaðurinn af hækkuninni settur á atvinnulífið með hækkun trygg- ingagjalds. Þessi hækkun hefur ein og sér hækkað launakostnað fyrirtækja um liðlega 3% og engar líkur virðast á því að atvinnuleysi minnki á næstunni. Vel- ferðarráðherrann talar um að hækka beri bæturnar. Þetta þýðir að kostnaðurinn af tryggingagjaldinu mun ekki minnka á næstunni, þannig að lækkun þess kemur ekki til með að minnka kostnað fyrirtækj- anna af launahækkuninni. Það þýddi ekki að bjóða upp á minna! Verslunarrekendur eru strax farnir að tala um að vöruverð þurfi að hækka, enda hækka laun afgreiðslufólks mun meira en þetta. Þær raddir heyrast að ekkert svig- rúm sé til verðhækkana vegna þess að eft- irspurn sé svo lítil. Það þýðir að hagnaður minnkar nema hægt sé að draga úr kostn- aði, sem verður hraðast gert með fækkun starfsmanna. Einstaka greinar ganga í sjálfu sér þokkalega, t.d. hluti af sjávar- útvegi og stóriðja, greinarnar þar sem tekjur hafa aukist langt umfram hækkun á launakostnaði. Ekki má gleyma því að einungis hluti af launahækkunum kemur í gegnum heildarhækkun samninga. Árið 2010 var samningsbundin hækkun launa 2,2% en launavísitalan hækkaði um 4,8%. Ekki er ólíklegt að vísitalan hækki í ár um 6%. Þegar er fyrirséð að upprunaleg spá Hag- stofunnar um 2,6% verðbólgu stenst ekki. Án áhrifa samninganna stefnir hún í lið- lega 3% og líklegast er að hún verði 4,0 til 4,5% á árinu. Forsætisráðherra segir Hagstofuna hafa metið að verðbólga yrði 0,5% umfram það sem ella hefði verið vegna þessara samninga. Ekki er hægt að finna neitt um forsendur að baki þessarar óljósu staðhæfingar. Allt á að hækka Ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún ætli að láta bætur almannatrygginga og skatt- leysismörk hækka. Sem sé auka útgjöld og minnka tekjur. Hvernig það rímar við áætlun um hallalaus fjárlög árið 2013 er erfitt að segja. Hér virðist farin gríska leið- in um að láta hverju ári nægja sína þján- ingu. Forsætis- og fjármálaráðherra segja lauslega útreikninga (ágiskun?) sýna að útgjöld ríkisins hækki um 60 milljarða á tímabilinu vegna samninganna. Ekki var sagt frá tekjutapi vegna skattbreyt- inga. Það vekur athygli að bæði áætl- anir um verðbólgu og útgjaldaaukningu virðast vera afar lauslegar og óformlegar. Lærdómurinn af hruninu er ekki meiri en þetta. Allir samningsaðilar virðast gera sér grein fyrir því að með þessu er farið út á ystu nöf þegar efnahagsástandið og ríkis- fjármálin kalla á varfærni. Verkalýðsleið- togar sem hafa sérfræðinga í sínum röðum sem hafa greint hættuna segja einfaldlega: „Við getum ekki boðið fólki upp á neitt minna.“ Reynsla Íslendinga af launahækk- unum bendir til þess að oft séu mestu hækkanirnar minnstu kjarabæturnar. Mynd: Kaupmáttur 1995-2013 Heimild: Hagstofa Íslands, útreikningar Vísbendingar. Maí 2011-des 2013 spá Vísbendingar.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.