Vísbending


Vísbending - 06.10.2014, Page 1

Vísbending - 06.10.2014, Page 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 3 8 . T B L . 2 0 1 4 1 6. október 2014 38. tölublað 32. árgangur ISSN 1021-8483 Sveitarfélög fóru mörg geyst fyrir hrun og eru stórskuldug síðan. Markvisst hefur verið unnið að því að bæta fjárhaginn, en mörg stór sveitarfélög eru í vanda. Draumasveitarfélagið að þessu sinni er Seltjarnarnes, en Garðabær í öðru sæti. Það skiptir oft meira máli hvað við höldum en raunverulega er. Sumir nýta sér það. 1 32 4 Sveitarfélög hafa mörg átt erfiða daga undanfarin ár. Þau tóku mikið fé að láni fyrir hrun og urðu allt of skuldug í kjölfarið. Áform um mikla uppbyggingu stóðust ekki og tekjur stóðu ekki lengur undir afborgunum með góðu móti. Sérstök eftirlits nefnd til þess að fylgjast með fjár hag sveitarfélaga hafði gnægð verk efna. Árið 2013 var farið að styttast í kosningar, en þá grípur framkvæmda gleðin oft bæjarfulltrúa sem huga að endurkjöri. Á árinu minnkuðu skuldir sveitar félaganna í heild um næstum 10% að raunvirði. Meðal einkunn þeirra í hinni árlegu úttekt Vísbendingar á drauma sveitarfélaginu hækkar og þeim fjölgar sem ná hærri einkunn en 5,0. Einkunnir hækka og færri falla Veik staða sveitarfélaganna hefur dregið úr framkvæmdum og leitt til sam- dráttar í þjónustu, einmitt þegar mörg þeirra gjarnan vildu auka hana til þess að bæta slakt atvinnuástand. Smám saman eru þau þó mörg að ná fyrri styrk, þannig að þau geta aftur farið að sinna sínum verkefnum. Í þetta sinn fengu 23 sveitarfélög, eða rúmlega helmingur, af þeim 35 stærstu meira en fimm í einkunnagjöf Vísbendingar. Árið áður voru þau sextán og sautján þar á undan. Flest sveitarfélögin nota hæstu útsvars- prósentu og því erfitt fyrir þau að bæta fjárhaginn frekar nema með auknu atvinnu stigi, fjölgun íbúa, niðurskurði útgjalda eða sölu eigna. Byggðarlög í vanda Nokkur sveitarfélög hafa átt í miklum vanda. Álftanes sameinaðist Garðabæ sem er mjög vel rekið sveitarfélag. Þetta kemur auðvitað niður á sameinuðu sveitar félagi, sem engu að síður er með mjög góðan fjárhag. Neðstu sveitar- félögin á listanum í ár hafa lítið bætt stöðu sína: Norðurþing, Sandgerði, Reykjanes bær, Stykkishólmur og Fljótsdals hérað eru öll í veikri stöðu árið 2013 eins og árin þar á undan. Sveitarfélögin mjakast í rétta átt Tafla 1. Einkunnir 35 stærstu sveitar félaganna 2012- 2014 Röð 14 Röð 13 Röð 12 Bæjarfélag Eink.13 Eink.12 Eink.11 Meðaltal 1 2 9 Seltjarnarnes 9,3 7,2 5,7 7,4 2 1 1 Garðabær 8,7 8,8 9,0 8,9 3 12 24 Bláskógabyggð 7,4 5,4 3,9 5,6 4 10 30 Grindavíkurbær 7,1 5,5 3,7 5,4 5 6 11 Fjallabyggð 6,9 6,3 5,4 6,2 6 7 10 Vestmannaeyjar 6,9 6,2 5,4 6,2 7 3 3 Snæfellsbær 6,9 7,0 6,8 6,9 8 13 15 Húnaþing vestra 6,9 5,3 5,1 5,7 9 14 2 Akureyri 6,8 5,2 7,2 6,4 10 25 32 Rangárþing ytra 6,6 4,1 3,4 4,7 11 5 12 Ölfus 6,5 6,4 5,4 6,1 12 11 6 Dalvíkurbyggð 6,5 5,4 6,7 6,2 13 16 5 Akranes 6,4 5,0 6,7 6,1 14 18 7 Eyjafjarðarsveit 6,4 4,9 6,3 5,8 15 20 16 Árborg 6,2 4,8 5,0 5,3 16 8 13 Fjarðabyggð 6,1 5,7 5,1 5,6 17 31 17 Reykjavík 5,9 3,4 5,0 4,7 18 19 23 Rangárþing eystra 5,7 4,8 4,2 4,9 19 4 4 Hornafjörður 5,7 7,0 6,7 6,5 20 21 29 Ísafjarðarbær 5,5 4,5 3,7 4,6 21 26 20 Vogar 5,4 4,0 4,5 4,6 22 22 19 Hveragerði 5,1 4,4 4,6 4,7 23 9 21 Vesturbyggð 5,0 5,6 4,4 5,0 24 27 8 Þingeyjarsveit 4,9 3,9 6,0 5,0 25 28 25 Garður 4,6 3,9 3,9 4,1 26 29 27 Skagafjörður 4,5 3,7 3,8 4,0 27 33 28 Hafnarfjörður 4,5 3,0 3,7 3,7 28 17 18 Mosfellsbær 4,3 4,9 4,8 4,7 29 34 22 Kópavogur 4,2 2,8 4,3 3,8 30 15 14 Borgarbyggð 4,0 5,0 5,1 4,7 31 23 36 Sandgerði 4,0 4,2 2,5 3,6 32 32 33 Reykjanesbær 3,9 3,3 3,4 3,5 33 30 26 Norðurþing 3,9 3,5 3,9 3,8 34 24 31 Stykkishólmur 3,5 4,2 3,6 3,8 35 35 35 Fljótsdalshérað 2,9 2,5 2,7 2,7 Útreikningar Vísbendingar framhald á bls. 2

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.