Víkurfréttir - 20.01.2011, Blaðsíða 2
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR2
„Þetta eru fljótfærnisleg
og slæm vinnubrögð og við
erum þess vegna ekki með í
þessari yfirlýsingu. Hún er
dæmi um vinnubrögð meiri-
hluta Reykjanesbæjar sem
við höfum gagnrýnt,“ sagði
Friðjón Einarsson, oddviti
Samfylkingarinnar á bæj-
arstjórnarfundi í fyrradag í
umræðu um yfirlýsingu um
sölu á landi og auðlindum til
ríkisins. Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri, lagði fram yfirlýs-
inguna frá meirihlutanum og
fulltrúa Framsóknar og vildi
fá fulltrúa Samfylkingarinn-
ar til að vera með í.
Í yfirlýsingunni er lagt til að
Reykjanesbær bjóði ríkinu að
kaupa land og jarðauðlindir
sem Reykjanesbær keypti af
HS Orku til að auðlindin yrði
í samfélagslegri eign. Þannig
færðist hún úr sveitarfélags-
eign og yrði þjóðareign.
„Svo virðist vera sem marg-
ir landsmenn telji eignarhald
íbúa sveitarfélaga á jarða-
uðlindinni og auðlindagjald
sem sveitarfélag innheimtir
fyrir afnot af henni, ekki hafa
sama gildi og ef ríkið eigi hana.
Hún verði aðeins „þjóðareign“
ef ríkið eigi hana.
Með eignarhaldi ríkisins á
auðlindinni sem HS Orka
nýtir, getur það sjálft leitað
samninga við HS Orku, m.a.
um styttri nýtingartíma, en
nú gildir lögum samkvæmt og
miðað var við í samningum
Reykjanesbæjar við HS Orku.
Ríkisstjórnin setti lög 2008
sem skipta upp rekstri orku-
fyrirtækja í virkjanir og veit-
ustarfsemi, heimilaði einkaað-
ilum að eiga meirihluta í virkj-
unum en opinberum aðilum
bar að eiga meirihluta í veitu-
fyrirtækjum. Þegar þessi lög
fóru í gegn tryggði Reykjanes-
bær að jarðauðlindin sem HS
Orka nýtir í virkjun á Reykja-
nesi, færi í almannaeigu með
því að bærinn keypti landið
og auðlindirnar af HS Orku.
Sama gerði Grindavík gagn-
vart virkjun HS Orku í Svarts-
engi. HS Orka á því engar auð-
lindir sem fyrirtækið nýtir en
byggir á nýtingarsamningum
sem greitt er fyrir með auð-
lindagjaldi til sveitarfélaganna.
Ríkinu býðst nú að eignast
þessar auðlindir og samninga,
í stað sveitarfélagsins.“ segir í
yfirlýsingunni.
Eysteinn Eyjólfsson, bæj-
arfulltrúi (S) sagði þetta enn
eitt dæmið um slæm vinnu-
brögð meirihlutans. Haft hefði
verið samband degi fyrir bæj-
arstjórnarfund og fulltrúum
Samfylkingarinnar boðið að
vera aðili að yfirlýsingunni.
Hann sagði að Guðbrandur
Einarsson, oddviti A-listans
hefði borið upp tillögu á sömu
nótum í bæjarráði í desember
2008 en þá hafi það ekki hent-
að Sjálfstæðisflokknum. Frið-
jón Einarsson sagði þetta stóra
ákvörðun sem þyrfti að skoða
betur. Árni Sigfússon undr-
aðist viðbrögð fulltrúa Sam-
fylkingarinnar. Nú væri rétti
tíminn til að ganga í þetta verk
en hefði ekki verið á sínum
tíma.
„Út af um fimmtíu þúsund
undirskriftum þeirra sem telja
það rétt að ríkið eigi auðlindina
er tímabært og skynsamlegt að
bjóða ríkinu að taka yfir þenn-
an rétt og semja um það. Það
eru mörg mál sem geta breyst
í tímans rás og ber að skoðast
hverju sinni, hvað henti best
á hverjum tíma. Þetta er slíkt
mál. Sama má segja um Fast-
eign. Þetta er ekkert trúarat-
riði heldur mál sem þarf að
endurmeta á hverjum tíma,“
sagði bæjarstjórinn.
Eysteinn Eyjólfsson sagði það
skrýtið að meirihlutinn vildi
hlusta á raddir fólksins. Það
hefði hann alla vega ekki gert
þegar 5500 manns mótmæltu
sölunni á Hitaveitu Suður-
nesja. „Það hentaði honum
ekki þá“.
Bæjarstjóri sagði eftir fund-
inn í samtali við VF að ef svo
færi að samningar tækjust
við ríkið myndi það taka yfir
skuldbindingarnar varðandi
landakaupin og fengi land og
auðlind í hendur.
„Þegar við ákváðum að gera
þetta skipti máli að koma þess-
um eignum í eigu sveitarfélags-
ins og við skiljum ekki af hverju
svona margir sem skrifuðu á
undirskriftalistann telja það
ekki nægilegt að sveitarfélag
eigi land og auðlind. Í okkar
samningi við HS Orku erum
við að fá afnotagjald fyrir auð-
lindina, um 40 til 70 milljónir
kr. árlega og það er líklega eitt
hæsta auðlindagjald sem er
tekið á Íslandi“.
Tillaga Kristins Jakobs-sonar (B) um að vekja
athygli á góðri aðstöðu á
Reykjanesi fyrir Landhelg-
isgæsluna var samþykkt sam-
hljóða á bæjarstjórnarfundi í
Reykjanesbæ í fyrradag.
Í tillögu Kristins segir m.a.:
„Í ljósi umræðu á ríkisstjórn-
arfundi þann 9. nóvember sl.
vill bæjarstjórn Reykjanesbæj-
ar vekja athygli á að öll aðstaða
fyrir Landhelgisgæslu Íslands
er fyrir hendi á Suðurnesjum.“
Í tillögunni er greint frá því að
m.a. sé nægt húsnæði, flug-
brautir, góð hafnaraðstaða,
stórt flugskýli og stoðkerfi sem
fullnægir þörfum Landhelg-
isgæslunnar að öllu leyti. Með
flutningi Landhelgisgæslunnar
til Reykjanesbæjar myndi rík-
isvaldið sýna í verki stuðning
sinn við endurreisn atvinnu-
lífs á Suðurnesjum auk þess
að gera Landhelgisgæsluna að
mun öflugri stofnun til hags-
bóta fyrir sjófarendur, sjúk-
linga og landsmenn alla.
4 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
4 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
Öll aðstaða fyrir Landhelgis-
gæsluna til staðar á Reykjanesi
-sem Reykjanesbær keypti við skiptingu Hitaveitu Suðurnesja. Framsókn með
sjálfstæðismönnum en Samfylking vildi ekki vera með í yfirlýsingu um málið
Vilja bjóða ríkinu að kaupa land og
jarðauðlindir sem HS Orka leigir