Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.01.2011, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 20.01.2011, Blaðsíða 18
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR18 Aleksanders Mavropulo er 33 ára, fædd-ur og uppalinn í Lettlandi en fluttist til Íslands 4. febrúar árið 2000. Hann byrjaði stuttu seinna að vinna hjá Byko í Keflavík og hefur starfað þar í timbursölunni síð- an. Aleksanders er mikill sérfræðingur um timbur og eru fáar spurningar sem hann getur ekki svarað um það efni. Aleksanders sér alfarið um að afgreiða timb- urefni ásamt öllu sem tengist byggingum. Helstu viðskiptavinir sem hann afgreiðir eru auðvitað iðnaðarmenn en þeir kunna vel við Aleksanders enda dugnaðarforkur í vinnu að sögn yfirmannsins. „Þetta er fínasta vinna og mér hefur alltaf lík- að vel hérna,“ sagði Aleksanders en bætti svo við að það væri einstaklega gott samstarfsfólk og teymið í timbursölunni mjög öflugt. Aleksanders segir að framtíðarstarfið sitt sé að vinna við eitthvað tölvufikt. Hann hefur mjög gaman af öllu sem tengist tölvum, sama hvort það er að setja þær saman eða rífa þær í sundur. „Annars er framtíðin mjög svört. Ég sé ekki fram á neitt nema bara að lifa af en eftir u.þ.b. 15 ár verður ástandið í heiminum hrikalegt að mínu mati,“ sagði Aleksanders að lokum. siggi@vf.is Aleksanders timbursölumaður „Framtíðarstarfið við eitthvað tölvufikt“ Starfið mitt Nú hefur Lundur starfað í á fjórða ár, aðstoðað marga með ráðgjöf, fyrirlestrum og annars konar fræðslu, aðallega hvað varðar afleiðingar af mis- notkun ávanabindandi efna. Farið í skóla, fyrirtæki og stofnanir. Til þess að geta rekið slíka starfsemi þarf fólk að nýta sér þetta betur. Það líður varla sá dagur að ekki komi í fréttum að þetta margir hafi verið teknir fyrir áfengis- eða fíkniefnaakstur, og jafnvel með töluvert af efnum til sölu, líkamsmeiðingar og önnur ofbeldisverk, innbrot jafnvel framin, farið heim til sofandi fólks og það lamið. Allir þeir einstaklingar sem eru á þessum ógæfustað, eiga foreldra, systkini, vini og aðra ættingja sem eru aðstand- endur þeirra, og líða fyrir það, margir hverjir. Aðstandendur sem fyllast ótta, kvíða, svefnleysi og verða einfaldlega andlega gjaldþrota. Þótt þeir einstaklingar sem neyta áfengis og/eða annarra efna séu ekki tilbúnir til að leita sér hjálpar, þá er það alveg lífsnauðsynlegt fyrir þá aðstandendur sem standa þeim næst, það get ég sagt út frá eigin reynslu. Ef ég hefði ekki leit- að mér aðstoðar sem aðstandandi og fengið hjálp með mína meðvirkni, væri ég sennilega inni á einhverri stofnun núna, eða hreinlega undir grænni torfu. Svo alvarlegt getur þetta orðið. Enginn getur hjálpað okkur nema við viljum það sjálf. Til þess að geta hjálpað börnunum okkar eða öðrum, þá verð- um við að vera í lagi sjálf, vita og þekkja hvað við getum gert. Til þess að vita, geta og þekkja, verðum við að FRÆÐAST um þennan vágest, sjúkdóminn í heild sinni. ÞAÐ ER STAÐ- REYND. Lundur býður upp á þá þjónustu sem þörf er á. Að lokum langar mig til að láta vita af því að bæklingur fyrir foreldra, eins konar handbók, er kominn vel á veg, fer í prent- un á næstunni og verður sendur í öll hús á Suðurnesjum. Erlingur Jónsson Skoðið dagskrá Lundar. www.lundur.net Elíza Geirsdóttir Newm-an gaf út þriggja laga EP plötu sl. mánudag um allan heim en platan er gefin út á stafrænu formi hjá Amason og iTunes svo eitthvað sé nefnt en þessar netbúðir eru með þeim stærstu í heim- inum. Platan inniheldur lög- in Ukulele Song For You sem hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi, lagið Eyjafjallajök- ull og áður óútgefið nýtt lag sem nefnist Out Of Control. Öll lögin eru tekin upp með Gísla Kristjánssyni sem einn- ig stjórnaði upptökum á síð- ustu plötu Elízu – Pie in the Sky. „EP platan er kynningarplata en hún er einnig undirbúning- ur fyrir plötuna Pie in the Sky sem kemur út í allri Evrópu og Bandaríkjunum í mars,“ sagði Elíza, en platan er komin út á Íslandi við góðar viðtökur. Platan hefur nú þegar vakið athygli í Bretlandi þar sem hið virta tónlistartímarit Word Magazine hefur valið lagið Eyjafjallajökull á sérstakan geisladisk sem fylgir blaðinu. Þeir eru að kynna efnilega tón- listarmenn til að fylgjast með á nýja árinu. „Þetta er mjög góð kynning fyrir mig sem lista- mann og enn betra þar sem ég er að gefa út stóru plötuna mína hérna í Bretlandi svo það má segja að þetta sé bara frí auglýsing,“ sagði Elíza en blaðið er nýkomið út í Bret- landi. „Ég keypti blaðið í gær [sunnudag] og er bara mjög sátt.“ Elíza var að klára mastersnám í Music education frá Roehamp- ton háskólanum í London og kennir núna tónlist í London. En er tónlistin framtíðarplan- ið? „Ég spila þetta bara eftir eyranu og fylgi straumnum. Ég nýti tækifærin þegar þau gefast en annars plana ég þetta ekkert langt fram í tímann,“ sagði Elíza. siggi@vf.is Enginn getur hjálpað okkur nema við viljum það sjálf 4 Erlingur Jónsson skrifar 4 Elíza Newman með nýja EP plötu Spkef Sparisjóður býður 25 ára óverðtryggð lán í stað stofnbréfalána: „Ég spila þetta eftir eyranu“ Viðbrögð hafa almennt verið góð hjá lántak- endum. All margir hafa þegar geng- ið frá sínum málum sem er afar já- kvætt. Ein- hverjir eru ekki fyllilega sáttir en það var viðbúið. Verið er að reyna að koma til móts við lántakendur eins og kostur er,“ sagði Einar Hannesson, sparisjóðsstjóri um þær aðgerðir sem SpKef sparisjóður kynnti í síðustu viku vegna stofnbréfalána. E i n ar s agð i a ð s t ar f s - menn SpKef sparisjóðs hafi að undanförnu hringt í stofnbréfalántakendur sem eru nálægt þrjú hundruð. Í aðgerðum SpKef til stofnbré- falántakenda er boðið upp á skilmálabreytingu með þeim hætti að skuldabréfin verði færð í upphaflegan höfuð- stól að viðbættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum frá útgáfudegi skuldabréfanna. Erlend lán verði færð á upp- haflegt gengi gjaldmiðla að viðbættum 3,75% óverð- tryggðum vöxtum og þau færð yfir í íslenskar krónur. Vextir reiknast frá upphafleg- um útgáfudegi. Lánin verði óverðtryggð til 25 ára. A ð s p u r ð u r u m h v o r t stofnbréfalántakendur héldu eftir einhverjum eignarhlut í nýjum SpKef sparisjóði sagði hann slíkt ekki vera en stofn- fjáreigendur nokkurra ann- arra sparisjóða hafa haldið allt að 10% eignarhlut í nýj- um sparisjóði. Eins hafa nýir stofnfjáraðilar í einhverjum tilfellum komið inn með nýtt stofnfé, s.s. í Sparisjóði Vest- mannaeyja. Ástæðan fyrir því að stofnfjáraðilar hafa í ákveðnum tilvikum haldið eftir hluta af sínu stofnfé, eins t.d. í tilfelli Sparisjóðs Bol- ungarvíkur, er sú að í þeim tilvikum var Seðlabanki Ís- lands svo til eini kröfuhafinn en í tilviki Sparisjóðs Kefla- víkur voru kröfuhafarnir aðr- ir og fleiri. Kröfuhafafundur slitastjórn- ar Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn á Grand Hót- el, Sigtúni, Reykjavík í dag kl. 10:00. Á fundinum verð- ur farið yfir helstu atburði í Sparisjóðnum í Keflavík fram að 23. júlí 2010 sem og helstu verkefni slitastjórnar eftir skipun hennar. Kröfuskrá verður lögð fram á fundinum ásamt mótmælum sem hafa borist fyrir fundinn. -segir Einar Hannesson, Sparisjóðsstjóri Erum að reyna að koma til móts við lántakendur eins og kostur er

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.