Víkurfréttir - 20.01.2011, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 3. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR20
Miðstöð símenntunar á Suðurnesj-um (MSS) auglýsir eftir þátttak-
endum í raunfærnimat
í skrifstofugreinum og
hafa ýmsar leiðir ver-
ið farnar til að nálgast
þátttakendur. Í sam-
tölum við þá sem hafa
nú þegar skráð sig
hafa komið upp marg-
ar spurningar eins og
hvað er raunfærnimat nákvæmlega,
hvað þarf ég að gera og hvað græði ég
á matinu.
Hvað er raunfærnimat?
Í rafrænum bæklingi Fræðslumiðstöðv-
ar atvinnulífsins (www.frae.is) um raun-
færnimat segir eftirfarandi: Mat á raun-
færni byggist á þeirri hugmynd að nám
fari ekki eingöngu fram innan formlega
skólakerfisins heldur við allskonar að-
stæður og í alls konar samhengi. Allt nám
er álitið verðmætt og því mikilvægt að
það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur
verið aflað.
Með mati á raunfærni fær fullorðið fólk
á vinnumarkaði aukna möguleika á að
sækja sér menntun og þjálfun til að auka
færni sína. Helsti ávinningur einstakling-
anna er að fá ný tækifæri til að styrkja sig
í námi og starfi. Með því að fá viðurkenn-
ingu á færni sinni geta þeir haldið áfram
námi þar sem þeir eru staddir í þekk-
ingu og færni en ekki þar sem formlegu
námi lauk. Mat á raunfærni getur verið
hvati fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði,
í hinum ýmsu starfsgreinum, til að ljúka
formlegu námi.
Raunfærnimat í skrifstofugreinum
Tilgangur með raunfærnimati í skrif-
stofugreinum er að leggja formlegt mat
á reynslu einstaklinga í samanburði við
Skrifstofubraut 1 í Menntaskólanum í
Kópavogi. Matið er ferli sem tekur stuttan
tíma þar sem ráðgjöf og stuðningur náms-
og starfsráðgjafa er veittur allt ferlið og í
framhaldinu af því. Hér verður stiklað á
stóru hvernig raunfærnimatið fer fram:
1. Hafa samband við Jónínu Magnúsdóttur
náms- og starfsráðgjafa MSS (jonina@mss.
is, 4217500) og bóka viðtal til að fá nánari
upplýsingar og skoða hvort raunfærnimat-
ið henti þér.
2. Tekur tíma til að ákveða þig.
3. Skráir færni þína, reynslu, nám og aðra
þekkingu sem þú býrð yfir og leggur mat á
færni þína í þeim greinum sem eru til mats
(sjá skrifstofubraut 1 í MK á www.mk.is )
Náms- og starfsráðgjafi hjálpar og styður
þig við þessa vinnu. Þú þarft ekki að kunna
allt sem er á brautinni til að eiga erindi í
matið.
4. Þú ferð í raunfærnimat í MK. Það er
samtal milli þín og matsaðila MK, þetta er
ekki próf eins og við erum vön úr formlega
skólakerfinu. Þú færð tækifæri til að koma
þekkingu þinni á framfæri á þægilegan
hátt. Náms- og starfsráðgjafi er með þér í
viðtalinu, gætir hagsmuna þinna og styður
þig.
5. Matsaðili fer yfir niðustöðurnar með þér
og þú færð í hendur staðfestingu á hversu
margar einingar þú færð metnar af Skrif-
stofubraut 1.
6. Síðan ferð þú í viðtal við náms- og starfs-
ráðgjafa um hvernig þú vilt nýta þér stað-
festinguna. Viltu fara í áframhaldandi nám
á Skrifstofubrautinni (sem er í boði í fjar-
námi fyrir þig og þá sem fóru í raunfærni-
matið með þér, en líka í staðnámi). Það er
engin kvöð að fara strax í nám að loknu
raunfærnimati ef það hentar ekki. Þú ert
alla vega búinn að fá staðfestingu á því sem
þú kannt á mjög stuttum tíma.
Algengt er að einstaklingar geri lítið úr
þeirri reynslu sem þeir hafa og treysta sér
jafnvel ekki til að spyrja hvort þeir eigi er-
indi í raunfærnimatið. Óþarfi er að hræð-
ast matið sjálft og ekki er um eiginlegt
próf að ræða heldur metið á annan hátt
hversu mikil færni einstaklingsins er.
Reynslan af raunfærnimati hérlendis hef-
ur sýnt okkur að stuðningur náms- og
starfsráðgjafans getur skipt sköpum fyrir
einstaklinginn og aðstoðað hann að tak-
ast á við óöryggi og efasemdir. Það hafa
margir farið í gegnum raunfærnimat og í
nám að því loknu en innan þess hóps eru
einstaklingar með brotna skólagöngu að
baki og lítið sjálfstraust gagnvart námi. Ef
þú ert efins þá er efinn förunautur þess að
treysta á sjálfan sig og þora að taka skrefið.
Ekki láta óöryggi ræna þig tækifærunum.
Þú hefur engu að tapa – allt að vinna. Ef
þú kæri lesandi telur að raunfærnimat í
skrifstofugreinum henti þér, ertu hvattur
til að hafa samband og fá nánari upplýs-
ingar um verkefnið.
Jónína Magnúsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
jonina@mss.is/4217500
Hefur þú reynslu af skrifstofustörfum?
4 Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá MSS skrifar
Opinn fundur
SA um stöðu
atvinnumála og
vinnumarkaðinn
í Reykjanesbæ
Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar
um stöðu atvinnumála og
vinnumarkaðinn í Reykja-
nesbæ, mánudaginn 24.
janúar næstkomandi. Fund-
urinn fer fram í Stapa kl. 17-
19. Vilmundur Jósefsson,
formaður SA og Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri
SA, munu ræða um stöðuna
í atvinnulífinu og yfirstand-
andi kjaraviðræður auk þess
að svara fyrirspurnum.
Þá munu Ragnar Guðmunds-
son, forstjóri Norðuráls og
Ásgeir Margeirsson, stjórn-
arformaður HS Orku, veita
stutt yfirlit um verklegar
framkvæmdir sem tengjast
fyrirtækjunum.
Fundurinn er öllum opinn en
nauðsynlegt er að skrá þátt-
töku á vef SA. Stjórnendur
og forsvarsmenn fyrirtækja,
stórra sem smárra, eru hvattir
til að mæta og taka þátt ásamt
öllu áhugafólki um upp-
byggingu atvinnulífsins.