Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.2011, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 10.03.2011, Qupperneq 13
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 13VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 10. MARS 2011 Kadeco óskar 97 nýútskrifuðum nemendum Keilis til hamingju með áfangann. Í þessum glæsilega hópi voru 73 nemendur úr fjarnámi Háskólabrúar, 21 nemandi í flugumferðarstjórn og þrír úr bóklegu atvinnuflugmannsnámi. Þar með hafa 724 nemendur hlotið brautskráningarskírteini frá Keili á þeim tæpu fjórum árum sem skólinn hefur starfað. Til hamingju með áfangann „Það eru auðvitað vonbrigði að þessi endurreisnaráform gengu ekki eftir og sigldu í strand. Niðurstaðan var einfald- lega sú að þessi endur- reisn hefði orðið ríkinu allt of dýr og áhættusöm. Þá væri hún of áhættu- söm um að hún myndi skila tilætluðum árangri að öllu leyti, m.a. að gegna móðurhlutverki í sparisjóðafjölskyldunni. Það var margt sem lagðist á eitt í að þessi sund lokuðust. Lausafjárstaða Spkef hélt áfram að versna og ekki bætti úr skák erfið umræða um sjóðinn í fjölmiðlum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra í viðtali við Víkurfréttir eftir fréttamannafund í Stapa á mánudag. Steingrímur telur það hafa verið lang heppilegasta kostinn að ganga til sam- starfs við Landsbankann, stærsta og öfl- ugasta banka landsins, um þessa sam- einingu. Hann telur Landsbankann vel meðvitaðan um ábyrgð sína og skyldur sínar gagnvart svæðinu, viðskiptavinum og starfsfólki og reynt verði að greiða úr þessum málum á sem bestan hátt. Steingrímur segir að vantað hafi 11 milljarða til þess að eignir dygðu á móti skuldum og því til viðbótar hefði þurft að koma til viðbótar 8,2 milljarðar sem nýtt eigið fé eða stofnfé. Reikningurinn var því að nálgast 20 milljarða króna. Óvissa til viðbótar gerði það að verkum að þetta var orðinn mjög þungur róður. Arfleið frá gamla Sparisjóðnum til þess nýja var miklu þyngri í skauti en menn höfðu áttað sig á, lausafjárstaðan erfið og fyrirgreiðsla frá Seðlabankanum var með bakábyrgð ríkisins þannig að það var heldur ekki þægilegt að halda þeirri stöðu áfram. Aðspurður um aðferðafræðina hvernig staðið var að þessum gjörningi segir fjármálaráðherra að þetta hafi borið að skjótar en til hafi staðið. „Við héldum að við hefðum meiri tíma til að standa að þessu og til að hafa samband við að- ila. Eftir leka í fjölmiðla á föstudag var ekki verið annað í stöðunni en að klára aðgerðina fljótt og vel sem hafi gengið eftir.“ Í þessari aðgerð segir fjármálaráðherra að samráð hafi verið við Skilanefnd Lands- banka Íslands og samkeppniseftirlit taki tillit til sérstakra aðstæðna hjá fjármála- fyrirtækjum til þess að bjarga brýnum hagsmunum. Steingrímur segir að nýi Spkef hafi fengið lausafjárfyrirgreiðslu á þessum tíu mán- uðum eins og hafi þurft og þá hafi starfs- fólk og stjórnendur hans staðið sig vel við erfiðar aðstæður. Ákaflega neikvæð um- fjöllun um málefni gamla Sparisjóðsins, sem fjölmiðlar gerðu ekki nægilega mik- inn greinarmun á gagnvart þeim nýja, hafi gert róðurinn mjög erfiðan. Því hafi svona farið. „Ég lét þessa umræðu þó ekki hafa úr- Samruni Landsbankans og Spkef hefur í samfélaginu á Suður- nesjum, Vestfjörðum, Snæ- fellsnesi og á Hvammstanga, m.a. í menningar-, æskulýðs-, íþrótta og góðgerðarstarfi. All- ir samningar sem Spkef hefur gert á þessum sviðum verða í heiðri hafðir út þetta ár en Landsbankinn áskilur sér rétt til endurskoða þá í góðu sam- starfi við hlutaðeigandi að þeim tíma loknum. Landsbankinn hefur þegar lýst þeim vilja sínum að starfa náið með hagsmunaaðilum á starfssvæði Spkef. Fundir með forsvarsmönnum sveitar- félaga, helstu samtaka atvinnu- rekenda og verkalýðsfélaga í þessari viku, eru fyrsta skrefið á þeirri leið. Ráðgjafa- og þjónustuver Landsbankans verður opið lengur á kvöldin alla vikuna eða til kl. 21 og á laugardaginn frá kl. 11-15. Einnig má senda fyrirspurnir eða ábendingar á info@landsbankinn.is. Endurreisn Spkef allt of dýr 4 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra slitaáhrif á mína afstöðu. Ég horfði bara kalt og raunsætt á stöðuna og það vita flestir mína afstöðu. Ég hefði viljað sjá nýjan og endurreistan Sparsjóð hérna en aðstæður báru mig ofurliði og ég varð að játa mig sigraðan gagnvart staðreyndum málsins.“ Fjármálaráðherra segir stefnuna vera þá að þrátt fyrir að endurreisn Spkef hafi ekki gengið sé ætlunin að hjálpa öðrum sparisjóðum með endurskipulagningu til framtíðar, þannig að þeiri geti starfað áfram. Vinna með öðrum sparisjóðum hafi staðið yfir samtímis en einn stærsti þátturinn í þeirri endurskipulagningu hafi verið nauðsynlegar hagræðingar í hinni sameiginlegu þjónustu þeirra, eins og tölvukerfi, greiðslumiðlun, samstarfi sjóðanna, markaðsvinna og fleira. Þessi vinna öll átti að klárast samhliða endur- fjármögnun sparisjóðanna og á næstu mánuðum verður þetta gert en því miður ekki með aðild Spkef. Lengri útgáfa af viðtalinu er í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.