Víkurfréttir - 10.03.2011, Page 16
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 10. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR16
Tveir kvennaklúbbar innan
Lionshreyfingarinnar eru
starfandi í Reykjanesbæ,
Lionessur og Lionsklúbb-
urinn Æsa. Samanstanda
báðir klúbbarnir af góðum
hópi kvenna á ýmsum aldri.
Þær hittast á fundum tvisvar
í mánuði yfir veturinn og eiga
þá saman góðar stundir.
Blaðasnáp var boðið á fund
Lionsklúbbsins Æsu kvöld
eitt fyrir stuttu. Formaður þar
núna er Guðrún Guðmunds-
dóttir en félagskonur skipta
með sér verkum í stjórn á
hverju ári. Það má segja að þær
líti á öll embættin sem eins-
konar leiðtogaþjálfun, því það
getur falist töluverð áskorun í
því að leiða félagsstarfið heil-
an vetur en einnig holl og góð
reynsla. Allar vilja þær vinna
að betra samfélagi með þátt-
töku sinni í félagsskapnum um
leið og þeim finnst afar gaman
að hittast.
Innhverf íhugun
Á þessum fundi var gestur
kvöldsins Hjördís Árnadóttir,
framkvæmdastjóri fjölskyldu-
og félagsþjónustu Reykjanes-
bæjar, sem flutti fróðlegt erindi
um Innhverfa íhugun, sem
hún hefur stundað undan-
farin ár. Hún sagði að hér á
Suðurnesjum hefðu 70-80
manns lært þessa tegund hug-
leiðslu undanfarið en eins og
mörgum er kunnugt þá kom
hingað til lands David nokkur
Lynch, til að bjóða Íslending-
um að læra Innhverfa íhugun
gegn vægu gjaldi, tilboð þetta
stendur víst enn.
Fólk gerir sér lítið grein fyr-
ir þeim hættum sem streita
hefur á heilsuna en streita er
stundum kölluð hinn þögli
morðingi. Hugleiðsla og
slökun hafa græðandi áhrif á
andlega og líkamlega heilsu en
það hefur Hjördís svo sann-
arlega fundið á sjálfri sér. Hún
vildi miðla reynslu sinni til
þeirra sem leita eftir innri frið
og ró. Hjördís starfar sjálf á
annasömum vettvangi og segir
að þessi tegund slökunar hafi
gert sér mjög gott.
Næsta námskeið á Suðurnesj-
um verður seinnipart mars.
Rannsóknir sýna að þar sem
Innhverf íhugun er stunduð,
þar hefur glæpum fækkað og
ofbeldi minnkað. Betra samfé-
lag fær byr undir báða vængi.
Þetta var ekki eini fróðleiks-
moli kvöldsins því þær Lions-
konur skipa sjálfar alltaf ein-
hverja Lionskonu til að koma
með fræðslu á næsta fundi,
þær kalla þetta stundina hans
Fróða. Þetta kvöld var Rakel
Benediktsdóttir Fróði kvölds-
ins og fjallaði hún um jákvætt
hugarfar og áhrif þess á heilsu.
Sjálf hafði hún notað jákvæðar
hugsanir til að lækna sig.
Nýflutt og þekkti engan
Þórhildur Eggertsdóttir er
nýflutt í Reykjanesbæ og var
boðið að ganga í klúbbinn.
Hún sagði það hafa bjargað
sér að ganga í klúbbinn þegar
hún þekkti engan í bæjarfélag-
inu. Núna heilsar hún góðum
Lions vinkonum á förnum
vegi, spjallar og finnur sig
meira heima. Þórhildur sagði
að þegar fólk flytur í nýjan
bæ með uppkomin börn þá
sé erfitt að mynda tengsl við
aðra fullorðna en svona félags-
skapur opnar leiðina fyrir vin-
áttu.
„Ég vildi byrja strax þegar ég
frétti af klúbbnum og það gekk
eftir. Ég flutti hingað úr Grinda-
vík en starfa í Reykjavík. Við
ætluðum að flytja inneftir en
við gátum ekki réttlætt það að
kaupa dýrt í Hafnarfirði en þar
gátum við fengið fokhelt hús
á 34 milljónir á meðan okk-
ur bauðst að kaupa hér sömu
stærð fokhelda á 19 milljónir.
Miklu skynsamlegri kaup að
koma hingað. Mér finnst rosa
gaman í Lionsklúbbnum, kon-
urnar eru hressar og skemmti-
legar. Það er einnig gott að vita
að ég geri gagn og hjálpa til í
samfélaginu þegar ég tilheyri
þessum félagsskap,“ sagði Þór-
hildur hress í bragði.
Konur eru kröftugar
saman!
Guðrún Guðmundsdóttir, for-
maður, sagði mér að félagskon-
um hefði fjölgað undanfarið.
Konur hafa gaman af starfinu,
þær koma til að hittast, til að
borða góðan mat en þær vilja
einnig fræðast um leið og þær
eiga saman góða kvöldstund.
Þetta er mannbætandi félags-
skapur og þungamiðjan í öllu
starfinu er líknarstarfið, að
láta gott af sér leiða fyrir sam-
félagið okkar allra. Þær vilja
byggja sig upp og samfélagið
einnig.
Það myndast mjög góður
félagsandi og reglulega gera
þær eitthvað óvenjulegt sam-
an, fara í ferðalag eða læra
eitthvað nýtt. Þær fóru td. á
leirnámskeið í einni óvissu-
ferðinni.
Næsti fundur verður á allt
öðrum stað en þá verður kaffi-
húsakvöld og ætla þær að læra
dans. Þetta kvöld mega þær
bjóða vinkonum sínum með
sér.
Nýjar félagskonur eru ætíð
velkomnar að ganga í klúbbinn
en best er að leita upplýsinga
hjá formanninum sjálfum,
Guðrúnu í síma 421-2729.
BLÓMSTRANDI
Það eru þó nokkuð mörg líknarfélög
starfandi hér á Suðurnesjum, ýmist
karlafélög eða kvennafélög og/eða félög
þar sem bæði kynin hafa rétt til þátt-
töku. Mörgum finnst mannbætandi að
tilheyra svona félagsskap, það gefur líf-
inu lit.
Skemmtilegt og
gefandi félagsstarf
Texti og myndir:
MarTa EiríkSdóTTir
Guðrún Guðmundsdóttir,
formaður.
rakel Benediktsdóttir.
Þorbjörg Garðarsdóttir fékk orðu.
Þórhildur Eggertsdóttir.