Víkurfréttir - 10.03.2011, Qupperneq 23
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 23VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 10. MARS 2011
SPORT
Meistaraflokkar karla í körfubolta og fótbolta hafa ákveðið að sameina krafta sína og efna til styrkt-
arleiks fyrir Birki Alfons Rúnarsson föstudaginn 11. mars
nk. í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Leikurinn
hefst kl. 19:30.
Birkir Alfons er 15 ára gamall Keflvíkingur sem greindist
nýverið með bráðahvítblæði. Birkir Alfons hefur sjálfur æft
körfubolta og fótbolta auk þess að vera harður stuðningsmað-
ur Keflavíkur í báðum greinum. Vilja liðin sýna Birki Alfons
stuðning í verki og láta gott af sér leiða með þessum leik.
Verð á leikinn er 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir
börn yngri en 16 ára. Þeir sem vilja styrkja Birki Alfons og
fjölskyldu hans enn frekar geta einnig lagt inn á reikning nr.
537-26-270396 kt. 270396-3139.
Hægt er að kaupa eitt sæti í hvoru liði og hlýtur sá sem hæst
býður það sæti! Þeir sem hafa áhuga á slíku geta haft samband
við Harald Frey Guðmundsson í síma 661-9391 eða Sævar
Sævarsson í síma 869-1926.
Leikurinn fer þannig fram að í fyrri hálfleik verður leikinn
fótbolti milli mfl. körfunnar og mfl. fótboltans og í síðari hálf-
leik verður leikinn körfubolti.
Leikreglur:
1x15 mínútur í fótbolta - Hvert lið hefur 6 leikmenn inná í
einu. Eitt mark jafngildir 5 stigum inn í seinni hálfleik, þar
sem leikinn verður körfubolti.
2x10 mínútur í körfubolta - Hvert lið hefur 5 leikmenn inná í
einu. Stigin telja líkt og í venjulegum körfuboltaleik.
Hvort er fótboltinn betri í körfubolta eða körfuboltinn í
fótbolta? Er Guðmundur Steinarsson jafn skotviss í körfunni
líkt og í fótboltanum? Getur Jón Norðdal Hafsteinsson yfir
höfuð sparkað í fótbolta? Svarið við þessum spurningum fæst
í þessum leik...
Hinn síkáti Valtýr Björn Valtýsson mun lýsa leiknum.
Sýnum stuðning og mætum á leikinn!
Það var mikið fjör á Nettó-
mótinu í körfubolta í
Reykjanesbæ sl. helgi. Yfir
1300 krakkar, 12 ára og
yngri úr 185 keppnisliðum
frá 25 félögum tóku þátt í
mótinu og er þetta metþátt-
taka. Meðfylgjandi myndir
voru teknar á mótinu.
„Ég held að það séu ekki
nærri nógu margir sem
geri sér grein fyrir því hér
á Suðurnesjum, hvað þetta
mót er stórt og hvað fram-
kvæmdin er gríðarlega góð.
Þetta er toppurinn á Íslandi
í mótum fyrir krakkana,“
sagði formaður Körfuknatt-
leikssambands Íslands við
VF. Margar fleiri myndir á
vf.is. ZEDRA
Föt fyrir allar konur
Verslunarkjarnanum Fitjum Reykjanesbæ
Ný vara frá Ofelia
Opnunartími :
Mán til fös 11:00 til 18:00
Lau 11:00 til 16:00
Verið velkomin
Sími 568-8585
Körfubolta- og knattspyrnu-
menn í styrktarleik á morgun
Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð við
Aðalgötu 1 til sölu. Laus strax.
Upplýsingar á Fasteignasölunni Ásberg
í síma 421 1420.
Kylfingurinn Þór Ríkharðsson
úr Golfklúbbi Sandgerðis var
kjörinn Íþróttamaður Sand-
gerðis en verðlaunin voru af-
hent í Vörðunni sl. laugardag.
Þór hefur sýnt miklar fram-
farir á skömmum tíma og er
kominn með 5 í forgjöf. Þá er
Þór góður félagi og góð fyr-
irmynd annarra.
Þór Íþrótta-
maður
Sandgerðis
Holtaskóli í úrslit
í Skólahreysti
Hin fjögur fræknu, lið Holta-
skóla, gerðu sér lítið fyrir og
sigruðu sinn riðil og tyggðu sér
því sæti í úrslitum Skólahreyst-
is sem fram fer 28. apríl.
Tólf skólar af Reykjanesi og úr
Hafnarfirði tóku þátt í undan-
keppninni sem Holtaskóli
vann. Lið Holtaskóla skipuðu
þau Birkir Freyr Birkisson,
Elva Dögg Sigurðardóttir,
Eyþór Guðjónsson og Sólný
Sif Jóhannsdóttir. Þjálfarar
liðsins voru þeir Einar Guð-
berg Einarsson og Gunnlaugur
Kárason.
Vel heppnað Nettómót
Margir af fyrrver-
andi bestu knatt-
spyrnumönnum
landsins mættu
á Ragnarsmótið í
Reykjaneshöll um
næst síðustu helgi.
Mótið var haldið
til minningar um
Ragnar Margeirsson,
knattspyrnumann úr
Keflavík. KR sigraði
á mótinu sem þótti
heppnast mjög vel.
Guðmundur Kristinsson ver
hér glæsilega á mótinu.