Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.04.2011, Síða 10

Víkurfréttir - 28.04.2011, Síða 10
2 Opinn dagur 30. apríl 2011ÁSBRÚ Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú verður haldinn í fjórða sinn laugardaginn 30. apríl næstkomandi frá kl 12.00 til 16.00. Í fyrra mættu tæplega 20 þúsund manns og skemmtu sér konunglega við frábæra dagskrá dagsins. Dagskráin verður engu síðri í ár og nokkuð ljóst að allur aldur ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Nemendur og starfsfólk Keilis mun kynna fjölbreytt námsframboð í húsnæði sínu s.s. nám í Háskólabrú, Heilsu- og uppeldisskólanum, Orku- og tækniskólanum og Flugakademíunni. Nemendaíbúðir verða kynntar og til sýnis almenningi. Í Íþróttahúsi er fjölbreytt dagskrá þar sem ÍAK nemar bjóða upp á ör- fyrirlestra tengda þjálfun og heilsu, þrautabraut fyrir hrausta krakka verður sett upp ásamt opnum áskorunum þar sem almenningi gefst kostur á að taka þátt í skotkeppnum, Keiliskastaranum og að takast á við Sterkasta manninn á Íslandi, Stefán Sölva, í sjómanni. Verðlaun í boði. Fyrir utan skólann verða stærsti slökkvibíll landsins, körfubíll og sjúkraflutningabíll til sýnis. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætir á svæð- ið kl. 14.00 og tekur æfingu. Að henni lokinni mun hún svo lenda og verður þyrlan til sýnis almenningi. Þyrla Vesturflugs býður uppá þyrluflug gegn vægu gjaldi. Fyrirtæki á Ásbrú munu einnig kynna starfsemi sína en þar er fjöl- breytt flóra hinna ýmsu þjónustufyrirtækja og sprotafyrirtækja. Nokkur fyrirtæki munu einnig vera með opið hús hjá sér og bjóða nokkur upp á tilboð í tilefni dagsins. Skemmtun fyrir börnin verður á sínum stað þar sem Pollapönk ásamt Bjarna töframanni fer fremst í flokki. Töggukast í boði Nóa Siríus verður úr kranabíl slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja. Súkkulaðimol- ar verða í leyni á víð og dreif um svæðið fyrir almenning að finna og gæða sér á. Andlitsmálning og blöðruskúlptúrar verða á sínum stað og um að gera að mæta tímanlega í það. Grillaðir verða sykurpúðar á metangrilli í boði Bónus. Þrautabraut fyrir hrausta krakka verður í Íþróttahúsinu ásamt fjöldi annarra skemmtilegra viðburða allan dag- inn. Sér dagskrá verður hjá Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú Þar verða opnir örfyrirlestrar í boði Trompsins, nýs frumkvöðlanáms hjá Keili með áherslu á verkefna- og viðburðastjórnun og fara þeir fram í glæsilegri aðstöðu setursins í Eldey. Einnig munu nokkur frum- kvöðlafyrirtæki með aðsetur í húsinu kynna starfsemi sína. Akstursíþróttafélag Suðurnesja heldur Leikdag sinn á Opnum degi með glæsilegri dagskrá allan daginn. Dagskrá verður við félagsheimili AÍFS þar sem starfsemin verður kynnt, bílasýning, fjórhjólarallý og fjórhjólaþrautir, og heitt verður á könnunni. Ökuleiknisþrautin AutoX sem hefur verið gríðarlega vinsæl í Bretlandi verður í boði fyrir al- menning til að spreyta sig á á plani Atlantic Studios í boði AÍFS. Tekið er þátt á eigin bílum, tímataka er í brautinni og verðlaun verða veitt í lok leikdags. Innileikjagarður fyrir börnin verður opinn, fyrirtækin á Ásbrú verða með tilboð og margt fleira í boði þennan Opna dag á Ásbrú frá kl. 12.00 – 16.00. Ítarlegri dagskrá á asbru.is og á facebook/asbru. Verið velkomin á Opinn dag á Ásbrú, í blíðskaparveðri, laugardaginn 30. apríl frá kl. 12.00-16.00. Opinn dagur á Ásbrú 30. apríl nk. Pylsuvagn á Ásbrú Elmar Þór Magnússon og Helga V. Andersen opnuðu nýverið pylsuvagn á Ásbrú í Reykjanesbæ. Pylsuvagninn heitir Bragginn og hefur verið starf- ræktur á Ásbrú undanfarna tvo mánuði og fengið góðar viðtökur að sögn Elmars. Fjölbreyttur matseðill þegar kemur að skyndiréttum er í boði auk þess hefðbundna að kaupa sér pylsu og Coke. Þá hafa hamborgaratilboðin verið að gera góða lukku að sögn veitingamannsins. Í boði er hamborgari, franskar og Coke fyrir 790 krónur og eins fjölskyldutilboð sem er 4 ham- borgarar, stór skammtur af frönskum og 2 lítrar af Coke á 2.750 krónur. Bragginn er opinn alla daga frá kl. 11-20 en vagninn er í göngufæri frá Keili og stendur beint á móti leikskólanum Velli. „Það var annað hvort að fara að skæla og vera þunglyndur yfir öllu saman eða að fara og gera eitt- hvað gott. Við ákváðum því bæði að skella okkur í nám,“ segir Una Kristín. Eftir hrunið hafi reksturinn orðið erfiðari og erfiðari með hverjum mánuðinum. Ellefu starfsmenn voru hjá fyrirtækinu fyrir hrun en þeim fækkaði næstum um hver mánaðamót. Eins var húsnæði dregið saman frá því að vera 900 fermetrar og niður í 200 fermetra. Björn segir að undir það síðasta hafi hann verið orðinn einn eftir í fyrirtækinu og það hafi ekki einu sinni dugað til og því sjálfhætt. „Tæpu ári eftir hrunið ákvað ég að gera eitthvað uppbyggilegt og setti því stefnuna á að læra að reka fyrir- tæki,“ segir Björn. Byrjuðu bæði í námi hjá Keili Unu vantaði grunninn í sitt nám og byrjaði því í háskólastoðum. Þaðan fór hún í fjarnám hjá Keili en Björn fór í staðnámið. Hann segir það hafa gengið prýðilega, enda góð aðstaða hjá Keili og mjög góðir kennarar. Þá hafi námsefnið verið tekið vel og þétt yfir árið þannig að undir- búningurinn hafi verið góður fyrir áframhaldandi nám í viðskipta- fræði í Háskólanum í Reykjavík. „Ég kom mjög vel undirbúinn fyrir það nám frá Keili og ekki getað haft það betra, enda ekki verið í skóla í þrettán ár“. Una er í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og segist hafa fengið að heyra það hvað Keilisnemendur hafa komið vel undirbúnir undir námið við HÍ og að hjá Keili sé greinilega verið að kenna nem- endum að fara inn í háskólann. „Sumir sem eru með mér í náminu hafa sagt að þeir hafi viljað fara í Keili til að koma sér í gang fyrir háskólanámið,“ segir Una Kristín. Björn bætir því hins vegar við að hann hefði viljað vera lengur í námi hjá Keili og getað menntað sig meira þar. Hann kunni það vel við Keili og þá aðstöðu sem þar er til náms. „Það er þægilegt að geta labbað hér niður í skóla og ég hefði ekki þurft að hugsa mig tvisvar um ef frekara nám hefði verið í boði fyrir mig,“ segir Björn. Ekki erfið ákvörðun að flytja á Ásbrú Þau Una og Björn segja það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að rífa sig upp og setjast að á Ásbrú. Íbúð- irnar séu góðar og það fari vel um þau. „Þau sem eru að reka þetta eru elskuleg og yndisleg og bregðast alltaf vel við ef það er eitthvað sem þarf að laga,“ segja þau bæði. Una byrjaði í fjarnámi við Há- skóla Íslands og var þá heimavið og tók námið í lotum. Núna fara þau hins vegar bæði með rútunni í skólann á morgnana og koma aftur heim síðdegis. Börnin þeirra eru á sama tíma í sínum skólum á Ásbrú. Tvö þeirra í Háaleitisskóla og það yngsta í leikskólanum Háaleiti. Þau Una og Björn hrósa bæði Háa- leitisskóla og leikskólanum Háaleiti fyrir gott starf. Þau segjast kunna að meta það átak sem gert hefur verið í agamálum í skólanum og börnin komi sátt heim alla daga. Þá kemur yngsta dóttirin syngjandi heim úr leikskólanum. Þau benda á að aðstæður þeirra sem búa á Ásbrú séu mismunandi. Nú stefni í að elsta barnið á heim- ilinu fari næsta haust í Njarðvíkur- skóla í stað þess að halda áfram í Háaleitisskóla. Elsta barnið á heim- ilinu hafi haft það verkefni að fylgja yngri systkinum sínum í skólann og leikskólann því foreldrarnir taki rútuna á sama tíma til Reykjavíkur til að fara þar í sitt nám. Það verði breytingar á þessu í haust sem finna þurfi lausn á innan fjölskyldunnar. Góðar samgöngur til Reykjavíkur Þau Una og Björn eru ánægð með tíðar rútuferðir milli Ásbrúar og Reykjavíkur og hrósa þeim sam- göngum. Þegar til Reykjavíkur er komið nýti þau sér strætisvagna til að komast á áfangastað. Flesta daga eru þau svo komin aftur heim milli kl. 15 og 17. Flestir nýti sér það á morgnana að leggja sig í rútunni á leiðinni í bæinn en undanfarið hafa þó verið heitar umræður um Icesave. Þá sé einnig hægt að fara á netið í rútunni. Þau segja að með tíðum samgöngum á milli Reykja- víkur og Ásbrúar hafi þau náð að láta skólatíma sinn og barnanna ganga upp. Þau hafi tvo aðila á Ásbrú til að leita til ef upp koma vandræði en þau hafi ekki þurft að nýta sér það til þessa. Vilja vera áfram á Ásbrú Fjölskyldan getur hugsað sér að vera áfram á Ásbrú. Þannig segist Björn vera að velta því fyrir sér að fara í sjávarútvegsfræði. Hún sé aðeins kennd við Háskólann á Akureyri en hins vegar sé hægt að stunda hana í fjarnámi frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Þá sé hann til staðar á Suðurnesjum. Börnin á heimilinu eru einnig sátt við lífið og tilveruna á Ásbrú. Elsta dóttirin hefur verið í BRYN ballett akademíunni og sonurinn tók þátt í gospelkórnum hjá Hjálpræðis- hernum síðasta vetur. Una Kristín Árnadóttir og Björn Sverrisson búa með þrjú börn á Ásbrú og eru bæði í námi: Una Kristín Árnadóttir og Björn Sverrisson búa með þremur börnum sínum í nem- endaíbúðum Keilis á Ásbrú. Una á ættir sínar að rekja í Mývatnssveitina en Björn kemur frá Siglufirði. Þau voru með eigið fyrirtæki í innréttingasmíði en þegar efnahagskreppan skall á fór mjög að draga úr verkefnum fyrir fyrirtækið þeirra og að lokum misstu þau sjálf vinnuna. Vildu gera eitthvað upp- byggilegt og fluttu á Ásbrú „Sumir sem eru með mér í náminu hafa sagt að þeir hafi viljað fara í Keili til að koma sér í gang fyrir háskólanám- ið,“ segir Una Kristín.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.