Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 13
Fimmtudagurinn 5. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 13 „Fyrir mér fær hann aldrei fyrirgefningu og ekki frænka mín heldur fyrir að vera með honum. En hún á sitt líf og sitt val en hún hefur gert öllum erfitt fyrir með því vali,“ segir Hafdís. Heppin að hann náði ekki að komast alla leið Hafdís segist heppin með það að sá sem braut gegn henni hafi ekki náð að komast alla leið. Hún segir að þó svo hann hafi ekki komið fram vilja sínum, þá finnist henni dómar í kynferðisbrotum alltof vægir á Íslandi og hún vilji sjá gerendur fá þann dóm að þurfa að sitja inni. Hafdís segist ennþá vera að vinna í sínum málum og þetta fari aldrei úr hennar huga og sé í sálinni. Hún eigi sína erfiðu daga. Þegar erfiðleikar komi upp í einkalífinu þá komi hugsunin um þetta mál alltaf upp. Þetta sé sár sem rifni reglulega ofan af og grær aldrei. Einelti í kjölfar kynferðisbrots Þegar brotið var gegn Hafdísi var hún nemandi í Njarðvíkurskóla. Þetta hafi verið erfiður tími, því auk kynferðisáreitis hafi hún orðið fyrir einelti í skólanum og því flutt sig yfir í Holtaskóla. Þar var vel tekið á móti henni og eignaðist hún frábærar vinkonur sem hjálpuðu henni mikið. Hún segir eineltið hafi verið erfitt og sérstaklega þar sem það var á sama tíma og vanlíðan í kynferðisbrotamálinu. Þá séu þetta erfið ár hjá stúlkum því þarna eru þær á gelgjuskeiði sínu með tilheyrandi hormónaflæði og árekstrum. Fannst lífið lítils virði „Manni fannst þetta líf vera lítils virði og spurði sig, af hverju ég? Ég hugsaði um það hvers vegna ég þyrfti að ganga í gegnum þetta allt. Þetta eiga ekki að vera leyndarmál Hafdís segir að það eigi að tala opinskátt um kynferðisbrotamál við börn. Brotamálin eiga alls ekki að vera leyndarmál og það á að tala um það að gerendur geti verið hver sem er. Þá er netið einnig hættulegt fyrir börn og ungmenni, því þau vita oft ekki hver er á hinum enda línunnar. Ætlar að nýta lífsreynslu og þekkingu Hafdís ætlar sér að berjast áfram gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Hún ætlar að nýta eigin lífsreynslu og þekkingu sem að þessu sinni verði beint til foreldra barna með hvatningu um að foreldrar ræði kynferðismál við börnin sín sem þannig læri að þekkja hætturnar. Hún hvetur einnig fólk til að taka vel á móti þeim sem á næstu dögum ætla að selja ljósið á lyklakippunni til styrktar Blátt áfram. Fólk geti einnig náð sér í ýmsar upplýsingar og fræðslu á blattafram.is. vf.is Líf og fjör á Ásbrúardeginum Hinn árlegi Ásbrúardagur var haldinn hátíðlegur á Ásbrú í Reykjanesbæ um sl. helgi. Fyrirtæki og stofnanir á Ásbrú kynntu starfsemi sína og ýmislegt var gert til fróðleiks og skemmtunar. Þúsundir gesta lögðu leið sína á Ásbrú þennan dag til að njóta þess sem var í boði en fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem eldri var í boði. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af nokkrum myndum á hátíðinni. Fleiri myndir á vef Víkurfrétta í dag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.