Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 5. maí 2011 VÍKURFRÉTTIR 15 Aviation Fuel Service– Keflavík Airport Iceland EAK ehf. Sandgerðisbær auglýsir eftir verkefnastjóra til undirbúnings og umsjónar með hátíðum bæjarins sumarið 2011. Verkefnin sem um ræðir eru skipulagning, undirbúningur og framkvæmd hátíðarhalda hjá Sandgerðisbæ. Má þar nefna hátíðarhöld á 17. júní, Sandgerðisdagar í ágúst og önnur verkefni sem tengjast hátíðarhöldum hjá bæjarfélaginu. Verkefnastjóri starfar undir stjórn bæjarstjóra og ferða- og menningarfulltrúa. Hann starfar með starfsmönnum Sandgerðisbæjar og nýtur aðstoðar frá þeim. Sandgerðisbær leggur til starfsaðstöðu. Álag er misjafnt eftir mánuðum og fer eftir verkefnastöðu hverju sinni. Starfið er hugsað sem hlutastarf í 4 mánuði, maí, júní, júlí og ágúst. Menntun og reynsla á sviði verkefna- og viðburðastjórnunar er æskileg. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjánsson ferða- og menningarfulltrúi í síma 420 7555 og 899 2739. Hægt er að sækja um á skrifstofu Sandgerðisbæjar í Vörðunni Miðnestorgi 3 og á netinu á http://www.sandgerdi.is Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2011. Bæjarstjóri. Verkefnastjóri sumarið 2011 lands má finna í bókinni. Ákveðið hefur verið innan félagsins að gera þetta að árlegum viðburði. Bókin er til sölu á heimasíðu félagsins ljosop. org. Björgvin segir allflesta félaga Ljós- ops vera áhugaljósmyndara. Sjálfur lærði hann grafíska hönnun í Dan- mörku sem hafi sterka tengingu í ljósmyndun. Hvað finnst þér um þessa þróun sem hefur orðið undanfarin ár, allir eru nánast orðnir ljósmynd- arar eftir stafrænu byltinguna? „Stafræna byltingin hefur gert tækifæris- og áhugaljósmynd- urum kleift að komast yfir ódýrar og góðar myndavélar, auk þess að koma sínum verkum á framfæri á netinu,“ segir Björgvin um björtu hliðar stafrænnar ljósmyndunar og bætir svo við. „Það eru til margar myndavélar, en ekki jafn margir ljósmyndarar. Þó menn eigi myndavél, þá er það ekki samasemmerki yfir það að vera góður ljósmyndari. Félag eins og Ljósop hefur það markmið að auka þekkingu og færni félagsmanna, og gera þá að betri ljósmyndurum.“ Atvinnuljósmyndarar hafa fundið fyrir því að aðilar hafa komið inn í starfsgreinina og starfa þar með ólögmætum hætti. Björgvin getur tekið undir þetta. „Já, við höfum auðvitað heyrt af því. Félagsmenn Ljósops bera mikla virðingu fyrir starfsgrein ljósmyndara.“ Hvað þarf maður til að gerast meðlimur? „Skrá sig á www.ljosop.org og mæta á fundi sem haldnir eru á hverju þriðjudagskvöldi kl. 20:00. Það er ekki nauðsynlegt að eiga góða myndavél.“ Aðspurður um aldurs- dreifingu félagsins segir Björgvin að meðlimir séu hress hópur, konur og karlar á öllum aldri. Vertu í góðu sambandi við VF! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000 vf.is • m.vf.is • kylfingur.isMyndirnar með greininni eftir félaga í Ljósopi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.