Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.07.2011, Page 12

Víkurfréttir - 28.07.2011, Page 12
12 FIMMTudagurInn 28. júLí 2011 • VÍKURFRÉTTIR Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum Auglýst er eftir styrkumsóknum til Menningarráðs Suðurnesja vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurnesjum og mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu Menningarráðs Suðurnesja http://menning.sss.is Verkefni sem geta komið til greina: 1. Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað. 2. Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu. 3. Verkefni sem fjölgar atvinnutækifærum á sviði lista og menningar. 4. Verkefni sem styðja við ferðaþjónustu. 5. Verkefni sem fara fram á vinnustöðum. Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, bjork@sss.is, verkefnastjóri á skrifstofu Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12b, Reykjanesbæ, sími 420 3288. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 22. ágúst. Umsóknum skal skilað í 7 eintökum á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum eða á netfangið menning@sss.is . MENNINGARRÁÐ SUÐURNESJA VERKEFNASTYRKIR vinalegur bær Verne Real Estate ehf. óskar eftir tilboðum í öryggisgæslu við gagnaver fyrirtækisins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Um er að ræða öryggisgæslu allan sólarhringinn, alla daga ársins ásamt því að sinna móttöku og öðrum tilfallandi viðvikum. Útboðsgögnin eru einungis aðgengileg á ensku, þau er hægt að fá send á rafrænu formi frá birtingu þessarar auglýsingar með því að hafa samband við Helga Helgason í síma 8966961 eða með tölvupósti til helgi@verneglobal.com. Útboðsgögnin inni- halda nánari kröfulýsingu og skilmála. Gefa skal upp nafn tilboðsgjafa, nafn tengiliðs, símanúmer og tölvupóstfang. Tilboðum skal skilað á ensku fyrir kl. 16, þann 12. ágúst 2011, sjá nánari leiðbeiningar í útboðsgögnum. Tilboðin verða opnuð kl. 10:00 þann 16. ágúst 2011 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska að skrifstofu félagsins Valhallarbraut 868 að Ásbrú í Reykjanesbæ Verne Real Estate ehf. ÚTBOÐ Öryggisgæsla í gagnaveri Verne Sumarspjall Veiðimaðurinn: Birgir Már Bragason, umsjón- armaður fasteigna hjá Keili í Kefla- vík byrjaði að veiða ungur að árum þegar hann fór fyrst í veiði með föður sínum, Braga Pálssyni og bræðrum, þeim Tryggva Þór og Ólafi Braga. „Pabbi fór alltaf í Geir- landið og Baugstaðarós með okkur bræðurna. Síðan þá hafa veiðifélög- unum og ánum fjölgað.“ Uppáhaldsveiðiá: Verð að segja Iðan, Miðfjarðará og Fljótaá. Fyrsti fiskur á stöng kom: Maríulaxinn fékk ég í Iðu fyrir all löngu síðan. Veiddist á íslenskt buff. Man að baráttan stóð í ca 30 mín. og ég skalf allur þegar mér loksins tókst að koma honum á land eftir mikla baráttu. Eftirminnilegasta stundin í veiðinni: Þær eru svo margar. Verð þó að nefna tvær. Þegar ég og Hjálmar Árnason fórum í Skógá fyrir tveim- ur árum. Vorum staddir við veiði- stað sem heitir Ingólfur, það var smá vindur og skýjað. Við vorum ekkert búnir að fiska að ráði og okkur leist frekar illa á þennan veiðistað. Um leið og Hjálmar segir: „Þetta er glat- að. Það er enginn fiskur í þessum pitt. Eigum við ekki að færa okkur“ datt hann í dúnalogn og sólin fór að skína. Viti menn, pitturinn var fullur af fiski og við náðum að landa nokkrum. Svo verð ég að nefna þeg- ar ég fékk fyrsta 20 pundarann á flugustöng í Fljótaá í ágúst í fyrra með vini mínum Rúnari Ingibergs. Það var frábært. Uppáhalds flugan: 1/2" rauður Francis með keiluhaus og rauð Francis með gullkrók (a la Hjálmar) Stærsti fiskurinn sem ég hef veitt, hvar og hvenær: 20 pundarinn í Fljótaá 24. ágúst 2010. Veiðin í sumar 2011: Blanda, Stóra Laxá, Kjósin og að sjálfsögðu í Fljótaá og Iða. Svo veit maður aldrei hvað dettur meira inn? Birgir með 20 pundarann úr Fljótaá í fyrra. Flugukastkennsla á Seltjörn 28. maí nk. Einhendu- og tvíhendukennsla undir leiðsögn þeirra Klaus Frimor, sem er einn allra besti kastkennari heims, Hilmars Hanssonar og Óskars Páls Sveinssonar. Flugukofinn, Sólvallagötu 6, Reykjanesbæ, sími 821-4703 Fyrsti 20 pundarinn á flugustöng í Fljótaá Veiðimaður vikunnar Þær Guðný Birna Falsdóttir, Ásta Rún Arnmundsdóttir, Lovísa Gunnlaugsdóttir og Steinunn Ástrós Sighvatsdóttir söfnuðu 4.050 krónum á tombólu á dögunum. Guðjónína Sæmundsdóttir fagnar 10 ára starfsafmæli sínu hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum þ ann 1. ágúst n æ s t k o m a n d i . Hún segir það hafa verið frábært tækifæri að koma að uppbyggingu á svona góðu fyrirtæki. Guðjónína er þessa stundina á ferðalagi um Bandaríkin en hún hefur komið víða við í sumar. Hvernig hefur sumarið verið hing- að til hjá þér? Sumarið hefur verið bara yndislegt. Skemmtileg ferðalög, göngutúrar, hjólatúrar og yndisleg samvera með fjölskyldunni. Hvað fer á grillið hjá þér? Það getur allt farið á kolagrillið mitt. Ætli lambakjötið sé nú ekki algengast en grillaður fiskur er al- gjört lostæti. Á að ferðast eitthvað innanlands í sumar? Ég fer óvenjulega lítið um Ísland í sumar. Ég er búin að fara í tvær útilegur í sumar með krakkana, á Úlfljótsvatn og í Hvalfjörðinn. Frá- bærar ferðir í góðum félagsskap. Einnig fór ég á N1 mótið á Akureyri en yngsti sonur minn var að keppa. Þessi fótboltamót eru svo skemmti- leg og alveg ómissandi á sumrin. En erlendis? Fór í yndislega ferð til Noregs í byrj- un maí með frábæru samstarfsfólki. Lærði þar ýmislegt um námskeiða- hald fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu. Við löbbuðum líka upp á Preikestolen, alveg æðisleg göngu- ferð. Í Noregi hitti ég líka vini síð- an á háskólaárunum. Ein vinkona mín þar er að vinna í því hverfi sem sprengjan sprakk um daginn en hún var svo heppin að hún fór fyrr heim úr vinnunni en skrifstofan þar sem hún vinnur eyðilagðist mjög mikið og slösuðust þeir sem voru þar inni. Það er skrítin tilfinning þegar svona hlutir gerast svona nálægt manni á stöðum sem maður þekkir vel til og hefur verið á. Hvað á annars að gera í sumarfrí- inu? Við lokuðum hjá MSS í júlímán- uði. Fyrstu tvær vikurnar voru notaðar í sambland af vinnu og að gera hluti heima sem maður þarf að gera en gefur sér ekki venjulega tíma í eins og þrífa, smá garðvinna, sortera myndir og prenta út, taka til í skápum og annað skemmtilegt. Síðan var ferðinni heitið til USA með stórfjölskyldunni; New York, Orlando, Chigaco, Michigan. Þar verður slappað af, skoðað, farið í skemmtigarða, ættingjar heimsótt- ir, farið á ströndina, spilað o.s.frv. Er eitthvað sem er einnkennandi fyrir íslenskt sumar að þínu mati? Birtan, grasilmur frá nýslegnu túni, náttúrufegurðin á Íslandi, að geta vakað alla nóttina og aldrei verður dimmt, meiri hreyfing en venjulega, hjólatúrar, göngutúrar, fótboltamót. Svo verða bara allir svo glaðir á sumrin. En sumarið er bara of stutt. Hvað á að gera um verslunar- mannahelgina? Föstudagurinn byrjar eldsnemma og verður farið í Universal Studios Orlando. Síðan um kvöldið ætlum við stórfjölskyldan að fara út að borða í tilefni þess að faðir minn sem lést á síðasta ári hefði orðið 70 ára þennan dag. Síðan kveðjum við tvo fjölskyldumeðlimi sem halda til Íslands en við hin höldum áfram að njóta sólarinnar hér í USA. Universal Studios um verslunarmannahelgina Listatorg er mjög stolt af því að nú sé komið að formanni Lista- torgs Guðnýju Jóhönnu Karlsdóttur að halda myndlistarsýningu á Lista- torgi. Guðný hefur verið Listatorgi mikil vítamínsprauta, og komið með nýjar og ferskar hugmyndir í starfsemina. Guðný hefur unnið að endurskipulagningu á Gallerýinu og hlotið mikið lof fyrir. Guðný nam myndlist í FB og í Myndlistarskóla Reykjavíkur og er þetta hennar önnur einkasýning. Sýningin opnaði 16. júlí kl. 14 og stendur sýningin yfir til 21. ágúst. Listatorg er opið alla daga vikunnar frá kl. 13:00 – 17:00 og eru allir velkomnir. Dulúð Í Listatorgi

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.