Víkurfréttir - 15.09.2011, Blaðsíða 4
4 FIMMTudagurInn 15. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs-
ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á
fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.
Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur
frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur
auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar
birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu
greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent
efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum
Víkurfrétta.
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
Afgreiðsla og ritstjórn:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamaður:
Auglýsingadeild:
Umbrot og hönnun:
Auglýsingagerð:
Afgreiðsla:
Prentvinnsla:
Upplag:
Dreifing:
Dagleg stafræn útgáfa:
Leiðari Víkurfrétta
PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI
Margir fyrirtækja- og verslunareigendur í Reykjanesbæ eru í skýjunum eftir þessa,
að flestra mati, fjölmennustu Ljósanótt til þessa.
Viðskiptin voru meiri en nokkru sinni fyrr og vörðu í
fleiri daga en áður.
Umfang Ljósanætur er því greinilega að skila sér út í
samfélagið. Ekki veitir af í erfiðu árferði og atvinnuleysi
í hámarki. Með samheldni í menningu og listum í
íþróttabænum Reykjanesbæ tekst að fá hingað marga
tugi þúsunda í heimsókn og það sem meira er, fólk með
opin veski. Hér kaupa gestir okkar margvísleg verk af
lærðum og minna lærðum listamönnum eða áhugafólki
sem er mislangt komið, hvort sem það voru málverk,
hönnun eða handverk og fékk ekki hausverk fyrr en eftir
nokkra drykki á börunum eftir miðnætti. Fatnaður í
fatabúðum okkar fauk út, veitinga- og skyndibitastað-
irnir seldu pulsur og pítsur sem aldrei fyrr. Langflestir
eigendur og starfsfólk þeirra stóð vaktina með sóma
eins og Eyjamenn gera á Þjóðhátíð. Þar standa heima-
menn saman í því að ná öllum þeim krónum sem hugs-
anlegt er í hús. Veitingamenn hér rændu þó ekki gesti
eins og veitingaaðilar á Þjóðhátíð gera og voru bara
með venjulegt verð á veitingum og eiga hrós skilið fyrir
það. Fengu líklega meiri sölu í kaupbæti því mörgum
hefur sviðið gjaldtakan á hamborgara og frönskum í
þynnkunni í Eyjum. Síðan má nefna söluaðila í miðbæ
Keflavíkur sem seldu grimmt, vöfflur, pítsur, sælgæti og
annað dótarí. Þar sá maður ekki marga heimamenn að
störfum. Þar hlýtur að vera hægt að gera betur. Ég kom
inn á þetta í síðasta pistli og fékk veruleg viðbrögð frá
mörgum úr íþróttahreyfingunni en líka frá aðstand-
endum Ljósanætur sem segja íþróttafólk bæjarins ekki
vera tilbúið í mikla vinnu á Ljósanótt. Íþróttahreyf-
ingin í Eyjum tekur inn sitt stærsta fjárframlag ársins á
Þjóðhátíð á hverju ári í góðri samvinnu aðila. Sennilega
var Ljósanótt stærsta bæjarhátíð ársins í ár en íþrótta-
hreyfingin í Reykjanesbæ lætur möguleika á stærstu
fjáröflun ársins fljóta framhjá í faðm annarra. Hér er
augljóslega hægt að gera betur og það á tímum þegar
erfitt er að safna styrkjum fyrir íþróttafélögin. Menn-
ingar- og listafólkið stendur vaktina og þar ná margir
góðum árangri og hjálpar sér þannig sjálft til að stunda
sína list eða áhugamál. Íþróttafólkið ætti að taka það sér
til fyrirmyndar og vera með á Ljósanótt.
Ljósanóttin mikilvæg en
ekki fullnýtt hjá íþróttafélögunum
vf.is
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 22. september. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
›› Viðskipti og atvinnulíf:
„Það er bara búið að ganga mjög
vel. Árið 2010 var í raun kreppu-
árið því þá voru að seljast 750 bílar
í heildina eða 62-63 bílar á mán-
uði, sem er með því minnsta sem
ég hef upplifað síðan ég byrjaði í
þessu fyrir 25 árum síðan,“ segir
Ævar Ingólfsson framkvæmastjóri
Toyota í Reykjanesbæ. Ævar segir
aukninguna í bílasölu á þessu ári
hafa verið gríðarlega. „Við erum
að meðaltali að selja 90-95 bíla á
mánuði, sem er mjög gott. Það er
búið að vera nóg að gera hjá okkur
þrátt fyrir að fólk telji oft að ekkert
sé að gerast í bílasölu.“
Aðal samdrátturinn er að sögn
Ævars í nýjum bílum en nú selj-
ast á bilinu 40-50 nýir bílar á ári
í samanburði við 400-500 á ári á
árunum 2005-2007 sem þó hafi
verið einstaklega blómleg. Mesta
salan er núna í notuðum bílum
og Ævar segir fólk í auknum mæli
kaupa sér minni og sparneytnari
bíla. „Að mestu leyti er fólk að
staðgreiða bílana og þeir sem taka
lán taka á bilinu 30-40% lán en þú
færð ekkert meira en 70% lán af
andvirði bílsins í dag, þetta er fólk
orðið meðvitað um. Mikið er líka
um að fólk setji bílana sína upp í
og borgar svo mismuninn.“ Ævar
segir að fólk sé farið að hugsa miklu
meira út í hvað bíllinn eyðir miklu
og algengt að fólk skipti út eyðslu-
frekum bílum. „Fólk er mikið að
spá og spekúlera hvernig það geti
sparað eldsneytið.“
Þegar Ævar er spurður af hverju
hann telji að líf sé að færast aftur
í bílasölu þá hefur hann ákveðnar
skýringar á því. „Fólk var að bíða
eftir leiðréttingu á erlendum lánum
og fólk var bundið í fjötrum fram
að því að þau voru felld niður, lang-
flestir voru jú með erlend bílalán.
Árið 2010 voru þeir sem voru með
erlend bílalán einfaldlega frosnir.
Svo eru íslensk lán í dag ekki með
svo háa vexti miðað við hvernig
þetta var á góðæristímanum þegar
Seðlabankinn reyndi að sporna við
þenslunni með hærri vöxtum. Það
varð bara til þess að fólk fór frekar
í erlendu lánin þar sem vaxta-
munurinn var svo gífurlega mikill.
Í dag eru vextir á íslenskum lánum
með lægsta móti og ekki verið jafn
lágir í langan tíma. Margir eru
líka að taka óverðtryggð lán nú til
dags.“
Bílaflotinn gamall á Íslandi
Ævar segir bílaflotann á Íslandi vera
að eldast gífurlega hratt og sala á
nýjum bílum þurfi að fara að kom-
ast í gang. „Ég sé hins vegar ekki
fyrir mér að sala á nýjum bílum
muni glæðast fyrr en að lánin verði
eftirsóttari og verðryggingin falli
niður. Jafnvel verða stjórnvöld að
hjálpa til með lægri gjöldum og
öðru slíku. Ég sé svo fyrir mér
að það verði töluverð aukning á
Hybrid bílunum sem eru töluvert
ódýrari í innflutningi vegna þess
hve lítið þeir menga og sú þróun
er að eiga sér stað að sífellt fleiri
slíkir bílar eru framleiddir. Það
þýðir vonandi það að bílar lækki í
verði. Þó tel ég að það verði ekk-
ert stökk í sölu á nýjum bílum á
næstunni, heldur mun þetta vaxa
hægt og bítandi og komast fljótlega
í eðlilegt horf, ég er bara nokkuð
bjartsýnn hvað varðar framtíðina,“
sagði Ævar að lokum í samtali við
Víkurfréttir.
Það er ekki á hverjum degi sem menn halda upp á 101 árs afmæli sitt en það gerði Sandgerðingurinn Ármann Guðjónsson sannarlega með pompi og prakt nýverið. Ármann sem alla sína starfsævi var
sjómaður hélt upp á daginn ásamt fjölskyldu sinni og vinum á Hlévangi við Faxabraut. Ekki skemmdi fyrir
að stórsöngvarinn Geir Ólafs mætti á svæðið og hélt uppi fjörinu með hverjum smellinum á fætur öðrum og
heimilisfólkið tók hraustlega undir.
- segir Ævar Ingólfsson hjá Toyota
Bílasala ört vaxandi
Syngjandi glaður á 101 árs afmælisdaginn
Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjáns-
son heldur tónleika í
Sandgerði og í Keflavík
21. og 22. sept. Tón-
leikarnir eru hluti af
afmælistónleikaröð
k app an s s em v arð
fimmtugur í vor. Tón-
leikarnir í Sandgerði
verða í safnaðarheimilinu og í
Keflavík verða þeir á Kaffi Duus.
Í tilefni tímamótanna hélt hann
í mikla tónleikaferð og mun
halda 50 tónleika víðs-
vegar um Ísland. Hann
hélt 25 tónleika í vor og
mun halda 25 tónleika
með haustinu. Eyfi fer
yfir ferilinn og spjall-
ar á léttu nótunum við
tónleikagesti og öll hans
bestu lög (Álfheiður
Björk, Nína, Ég lifi í
draumi, Kannski er ástin, Danska
lagið, Góða ferð, Ástarævintýri
(á Vetrarbraut), Dagar, Allt búið,
o.m.fl.) munu hljóma í ferðinni.
Þetta er í fyrsta sinn, sem Eyfi fer
tónleikaferð um landið í nokkuð
langan tíma og er til efs að nokkur
íslenskur tónlistarmaður hafi farið
í svo viðamikla tónleikaferð eins
og hófst í mars s.l.
„Ég er spenntur fyrir því að koma
til Suðurnesja. Þar á ég marga
góða vini og aðdáendur og vonast
til að halda góða tónleika,“ sagði
afmælisbarnið í samtali við Vík-
urfréttir.
Miðaverð á tónleikana er kr. 2.000
og er miðasala við innganginn.
Eyfi 50 - tónleikar í Sandgerði og í Keflavík
Nú á laugardaginn verður stórglæsileg bílasýning hjá
Bernhard Reykjanesbæ, en frum-
sýnd verður ný lína af Peugeot
bifreiðum allt frá smábílum upp
í eðalvagna.
Að sögn Erlings Hannessonar hjá
Bernhard í Reykjanesbæ er um
mjög spennandi bifreiðar að ræða
sem hafa hlotið fjölda verðlauna úti
í heimi. Peugeot hefur verið braut-
ryðjandi í umhverfisvænum lausn-
um og kynnir núna nýja tækni sem
kallast Micro-hybrid. Með þessari
tækni er dregið verulega úr elds-
neytiseyðslu og útblæstri mengandi
lofttegunda. En bifreiðar sem eru
fáanlegar með þessari tækni eru
fjölnotabifreiðin 3008, sjö manna
5008 og 508. Sem dæmi má geta
að 508 útbúinn með Micro-hybrid
tækni eyðir aðeins um 4,4 L/100
km í blönduðum akstri og kemst
allt að 1.800 km á einum tanki.
Opið verður á föstudag frá kl. 10:00
– 18:00 og laugardag frá kl. 12:00
– 16:00.
›› Bernhard í
Reykjanesbæ:
Ný lína af Peugeot bifreiðum frumsýnd