Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.2011, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 15.09.2011, Blaðsíða 12
12 FIMMTudagurInn 15. sepTeMber 2011 • VÍKURFRÉTTIR ›› FRÉTTIR ‹‹ Auglýsingadeild í síma 421 0001 Fréttadeild í síma 421 0002 Afgreiðsla í síma 421 0000 vf.is • m.vf.is • kylfingur.is Víkurfréttir Dagana 30. september til og með 2. október verður ANH helgi á Suður- n e s j u m . A N H er skammstöfun fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgi. Til að samfélag vaxi og dafni er atv inna nau ð- synleg. Svo hinar ýmsu greinar atvinnulífsins eflist og þróist er nýsköpun frumskilyrði. Ég býst við að við vitum flest hvað atvinna er. Hins vegar held ég að okkur finnist mörgum að nýsköpun sé helst á sviði kjarneðlisfræði eða geimvísinda. Svo er ekki. Nýsköp- un er ný eða marktækt betri af- urð (þjónusta eða hlutur), fram- leiðsluferli, leið til sölu- eða mark- aðssetningar, stjórnunaraðferð eða skipulagsfyrirkomulag innan fyrirtækis eða stofnunar. Nýsköp- unin getur ýmist verið ný fyrir tiltekið fyrirtæki, land, markaðs- svæði eða heiminn allan. Til þess að teljast nýsköpun verður afurð- in, ferlið eða aðferðin að komast í gagnið. Þannig geta nýjar afurðir ekki talist nýsköpun nema þær fari á markað. Hið sama má segja um ný ferli og aðferðir. Þær teljast aðeins nýsköpun sé þeim hrint úr vör innan fyrirtækisins eða stofn- unarinnar. Stundum finnst okkur þægilegra að skipta orðinu ný- sköpun út með orðunum þróun, hönnun eða skapandi hugsun. Suðurnesin iða af lífi. Þar eru margir sem hafa komið góðri hugmynd í framkvæmd. Á Suðurnesjum eru margir sem hafa frumkvæði, kjark, þor og áræðni til að fylgja eftir hugmynd svo hún verði að veruleika. Stundum er sagt að til að nýsköpun eigi sér stað verði fólk að vera tilbúið að vinna. Það er vinna að koma nýju hugverki á koppinn en einnig óskaplega gaman. Það er sérstaklega gaman þegar unnið er í hóp. Það er eins og hugmyndir stækki og verði áþreifanlegri þegar sagt er frá þeim í hóp sem allur er af vilja gerður til að koma sem flestu í verk. Já, Suðurnesin iða af lífi og sá hluti sem ég þekki best, Sveitarfélagið Vogar, er líkt og smækkuð mynd af Suðurnesjunum öllum. Á innan við ári hef ég séð margar hugmyndir þar verða að veruleika, ýmist að nýju fyrirtæki í fullum rekstri eða grein út frá þegar starfandi fyrir- tæki. Nýverið gaf sjúkranuddarinn Elsa Lára Arnardóttir út bók um ung- barnanudd (Nudd fyrir barnið þitt). Nú heldur hún námskeið í ungbarnanuddi samhliða því að reka Sjúkranuddstofu Elsu Láru. Mæðgurnar Þóranna og Brynja hófu rekstur flatkökugerðar á Hafnargötunni í Vogum. Þær hafa lengi bakað heimsins bestu flat- kökur en ákváðu fyrr á þessu ári að stíga skrefið og stofna fyrirtækið Tótu flatkökur. Nú er hægt að fá ýmislegt góðgæti hjá þeim. Diljá Jónsdóttir er klæðskeri. Hún hannar vörulínuna Húnihún sem er fyrir börn og selur í Kirsuberja- trénu á Vesturgötunni í Reykjavík. Jörundur Guðmundsson vann að hugmynd og opnaði veitinga- staðinn Gamla Pósthúsið. Þar er hægt að fá afbragðs pizzur. Á næstu vikum verður farið að bjóða upp á ýmislegt fiskmeti. Aðallega er horft til silungs sem ræktaður er á Suður- nesjum og kræklings sem ræktaður er út af Vogum. Birgir Þórarinsson býr á Minna Knarrarnesi. Í sumar var opnuð bændagisting þar. Sú eina á Vatns- leysuströnd. Inga Rut Hlöðversdóttir lauk gull- smíðanámi í vor. Nú rekur hún gullsmíðastofu í Vogum. Þar er margt forvitnilegt að finna. Marta Jóhannesdóttir í Hlöðunni vinnur að menningarmálum. Fyrir utan að halda markaði, gjörn- ingahátíðir og bjóða upp á hljóðver þá er hún að koma gestaíbúð fyrir listamenn á kortið. Á þessu ári hafa þrír listamenn dvalið í Vogum og unnið að grein sinni. Mótorsmiðja. Í haust hefur mótor- smiðja starfsemi. Það er hugmynd sem hefur lengi legið í loftinu. Nú er komið húsnæði, nokkrir áhugasamir hafa boðið fram krafta sína. Líklega verða fyrstu skrefin stigin um líkt leyti og ANH helgin verður. Hér hef ég talið örfá af nýjum tæki- færum sem hafa orðið að veruleika í Vogum árið 2011. Ég er viss um að engin af þessum hugmyndum hefðu orðið að veruleika ef þeir sem fengu þær hefðu ekki talað um þær, myndað hóp, deilt þeim með öðrum. Verið tilbúnir að vinna. Séð fyrir sér þróun og haft gaman að. Margir hafa hugmynd sem þeir vilja gjarnan deila með öðrum. Aðrir vilja þróa hugmynd sem aðrir eru með. Allir sem vilja vera með til framtíðar eru velkomnir á ANH sem haldin verður á Suðurnesjum. Þú þarft ekki að hafa viðskiptahug- mynd til þess að taka þátt. Það eina sem þarf er opið hugarfar og vilji til þess að vinna hörðum höndum að framgöngu viðskiptahugmyndar, þinnar eigin eða annarra. Skráning er á vefsíðunni www.anh.is Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest. Eirný Vals, bæjarstjóri Sveitar- félaginu Vogum Atvinnu- og nýsköpunarhelgi verður haldin á Suðurnesjum þann 30. septem- ber til 2. október á Suðurnesjum. Helgarnar eru samstarfsverkefni Landsbankans, Inn- ovit og sveitarfélaga landsins. Atvinnu- og nýsköpunarhelgarnar (ANH) verða haldnar um land allt næstu mánuðina í þeim tilgangi að virkja fólk til athafna og láta góðar hug- myndir verða að veruleika. Á helgunum fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna saman að frumgerð vöru eða þjónustu sem síðar getur orðið að fullvaxta fyrirtæki. Allir geta tekið þátt, bæði þeir sem eru með viðskiptahugmynd og þeir sem vilja vera með í teymi sem vinnur að viðskiptahugmynd. Fjöl- margir aðilar með víðtæka reynslu og menntun munu einnig kíkja við yfir helgina, setjast niður með teymum og aðstoða þau við framgöngu hugmyndarinnar. Þá verða nokkur 5-10 mín- útna erindi flutt sem eru praktísk og snúa að uppbyggingu hugmyndarinnar. Að helginni lok- inni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika. Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum. Erlend fyrirmynd helgarinnar er Startup Week- end (www.startupweekend.org), en slíkar helgar eru haldnar víðs vegar um heiminn til þess að aðstoða fólk við að keyra viðskiptahugmyndir af stað. Startup helgarnar hafa verið haldnar í meira en 100 borgum í 25 löndum. Þá hafa yfir 15.000 manns sótt þá fjölmörgu viðburði sem hafa verið haldnir og yfir 2000 sprotar myndast í kjölfarið. Að baki helginni standa fjöldi aðila á Suður- nesjum, svo sem öll sveitarfélögin, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Heklan - nýtt at- vinnþróunarfélag Suðurnesjamanna, Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, Sam- band atvinnurekenda á Reykjanesi, og Þróunar- félag Keflavíkurflugvallar. Að auki nýtur helgin stuðnings fjölda annarra aðila og fyrirtækja. Umsjónaraðili verkefnisins er Innovit nýsköp- unar- og frumkvöðlasetur en viðburðirnir eru haldnir með stuðningi og í nánu samstarfi við Landsbankann. Ferlið er í stuttu máli á þessa leið: Þátttakendur sem eru með viðskiptahugmynd halda stutta kynningu á henni. Það er í góðu lagi að hugmyndin sé á byrjunarpunkti og kvikni jafnvel á staðnum. Mynduð eru teymi um þær hugmyndir sem mestan hljómgrunn fá og unnið er áfram með þær yfir helgina. Settar eru vörður um hvernig beri að þróa við- skiptahugmyndina yfir helgina og hvaða vörðum hópurinn ætli sér að ná. Samvinna er lykill helgarinnar. VINNA ! VINNA ! VINNA! Kynningar á hugmyndunum og verðlaunaaf- hending Athugið að viðburðurinn er fyrir alla þá sem vilja vera með og leggja atvinnusköpun og nýsköpun lið með kröftum sínum og þekkingu - ekki bara þá sem eru með viðskiptahugmynd! Boðið er upp á léttar veitingar yfir helgina. Blásið verður til leiks seinnipart dags föstudag- inn 30. september og helginni lýkur seinnipart sunnudagsins 2. október og fer viðburðurinn fram í húsakynnum Keilis á Ásbrú. Allir geta tekið þátt og það kostar ekkert! Skráið ykkur á vefsíðunni www.anh.is þar sem þið getið líka fengið frekari upplýsingar! Þeir sem eru á Facebook geta líka fylgst með þar: www.facebook.com/ANHSudurnes Ath þó að skráning þarf að fara fram í gegnum heimasíðuna. Þyrstir þig í að skapa og framkvæma? ›› Eirný Vals, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum skrifar: Atvinnu- og nýsköpunarhelgin virkjar Suðurnesjamenn til að kynda undir atvinnulífinu á svæðinu! Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa aðstandenda helgarinnar sem komu saman þegar heimasíðu verkefnisins, www.anh.is, var hleypt af stokkunum. Haustmark- aður Hlöðunnar í Vogum Haustmarkaður Hlöð-unnar í Vogum á Vatns- leysuströnd verður haldinn í annað sinn laugardaginn 17. september frá kl. 12-18. Laugardaginn 17. september bjóða íbúar Voga og Vatnsleys- ustrandar grönnum sínum að njóta haustuppskerunnar með sér. Meðal þess sem verður á boð- stólum er ýmislegt matarkyns svo sem sultur, rúgbrauð og nýupptekið grænmeti. Einnig verða til sölu húfur, treflar og prjónadúkkur ásamt öðru hand- verki. Á markaðnum verður keppt um bragðbestu sultuna og eru gestir hvattir til þess að skrá sig í keppnina á netfangið sveita- markadur@hladan.org. Einnig verður svokallað „skiptiborð“ á markaðnum þar sem hægt verður að skipta á varningi s.s. grænmeti, sultutaui, handverki eða lopasokkum. Boðið verður upp á kaffi og heitt súkkulaði á sanngjörnu verði og landnámsgeitur- og hænur koma m.a. í heimsókn. Markaðurinn er haldinn í hlöðu sem stendur við Egilsgötu 8 eða bæinn Minni-Voga í Vogum á Vatnsleysuströnd og hefst hann stundvíslega kl. 12:00 laugar- daginn 17. september.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.