Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 19
konur til að miðla þekkingu sinni í sautján hundruð manna fiskibæ á austurströnd ís- lands. Yu tjáir blaðamanni ÞJÓÐLÍFS að strax og kínverska blaksambandið fór þess á leit við hann að fara til íslands og þjálfa heföi honum litist vel á hugmyndina. Það eina sem hann vissi um ísland var staðsetning landsins og fegurð þess. Um þjóðina hafði hann aftur á móti litla vitneskju. Tveir kunningjar Yu, sem þjálfað höfðu blak í Reykjavík, fræddu hann um allar að- stæður og stöðu blakíþróttarinnar í landinu og ekki urðu þær upplýsingar til þess að draga kjarkinn úr viðmælanda vorum. Eiginkona Yu var ekki eins jákvæð og hann sjálfur í upphafi. Henni þótti í mikið ráðist að hann færi alla leið til íslands og starfaði þar í átta mánuði samfellt. En þegar betri upplýsinga hafði verið aflað samþykkti hún fyrir sitt leyti að Yu færi, en með semingi þó. Yu segist eðlilega sakna konu sinnar, en hún starfar sem ritari á skrifstofu háskólans í Nanking. Einnig segist hann oft hugsa til níu ára gamallar dóttur sinnar, en hún hefur um margra ára skeið dvalið hjá ömmu sinni og afa í Changzhou, sem er borg skammt frá Nanking. Samkvæmt tilmælum kínverskra stjórnvalda munu þau hjónin aðeins eignast þessa einu dóttur, en vegna mikilla anna Yu og konu hans hafa móðurforeldrarnir, sem komnir eru á eftirlaun, annast uppeldi hennar að langmestu leyti. Foreldrarnir heimsækja dótturina reglulega einu sinni í mánuði eða svo. Þegar Yu er spurður hvort ekki hafí komið honum á óvart, að hann skyldi eiga að þjálfa blak í sautján hundruð manna byggðarlagi, svarar hann: „Þegar ég gekk útúr flugvélinni á Kefla- víkurflugvelli við komuna til íslands hafði ég ekki hugmynd um hvar á landinu ég ætti að þjálfa. Ég hrökk óneitanlega dálítið við þegar ég frétti að Neskaupstaður væri ein- ungis sautján hundruð manna bær. Það þykir nú ekki fjölmennt sveitarfélag á kínverskan mælikvarða. En starf mitt er að þjálfa blak og ég sagði við sjálfan mig að ef íbúar þessa bæjar elskuðu blakíþróttina með svipuðum hætti og ég geri þá ættum við samleið og stærð bæjarins skipti engu máli. Síðar sögðu kínversku þjálfararnir í Reykjavík mér að Neskaupstaður væri mesti blakbær á íslandi og þar æfðu á milli 100 og 200 bæjarbúar íþróttina af kappi. Þegar ég heyrði þetta varð ég óumræðanlega ham- ingjusamur því þetta er hreint ótrúlegur iðkendafjöldi." Síðan lýsir Yu reynslu sinni þá þrjá mán- uði sem hann hefur dvalið í Neskaupstað. Hann segir íþróttafólkið stunda æfingarnar af geysilegum dugnaði og það sé virkilega ánægjulegt að fást við þjálfun þess. Hann segir blakíþróttina á íslandi rétt vera að slíta barnsskónum, en ef allir iðkendur í landinu sýni jafn mikinn áhuga og Norðfirðingar eigi INNLENT ekki að taka langan tíma að byggja upp veru- lega góð lið. Þá segir Yu móttökurnar í Neskaupstað hafa verið alveg stórkostlegar og allir hafi kappkostað að gera dvölina ánægjulega. Hann leggur áherslu á að þó að hugurinn hvarfli oft til Kína og fjölskyldunnar þá líði sér afar vel í Neskaupstað og hann sé bjart- sýnn á góðan árangur af starfi sínu. „Það er ég viss um,“ segir Yu, „að áhugi og ástundun norðfirskra blakmanna á eftir að skila sér í góðum árangri á tiltölulega skömmum tíma, ef rétt er að þjálfun staðið. Það þarf ekki endilega að taka mjög langan tíma að byggja upp gott blaklið og get ég í því sambandi nefnt dæmi um Jiangsu-liðið, sem ég lék með og þjálfaði í Kína. Þessu liði var fyrst komið á laggirnar árið 1958 og var orðið mjög gott þegar menningarbyltingin hafði þau áhrif að blak var bannað á árunum 1966-70. Blak og aðrar íþróttir þótti ekki nægilega byltingarsinnað athæfi og því þurft- um við að laumast til að stunda íþróttirnar okkar á bak við luktar dyr á þessum árum. En þegar menningarbyltingin hafði runnið sitt skeið voru íþróttirnar aftur hafnar til vegs og virðingar og blakíþróttin á nú mikl- um vinsældum að fagna í Kína. Við eigum meira að segja okkar blakbæ í Kína. Sá bær heitir Taisan og er skammt frá stórborginni Kanton. Þar er blak svo vinsælt að engu lagi er líkt, enda var íþróttin í hávegum höfð þar þegar um 1940.1 Taisan virðist fólk á öllum aldri stunda blak og blakvellir eru þar utan við flpsta vinnustaði og þar sést fólk blaka bolta að vinnudegi loknum. Meira að segja sjómennirnir hafa sína velli á ströndinni, sem þeir nota eftir róður dagsins. Blakunnendur í Kína horfa gjarnan til Taisan og óska þess að íþróttin væri jafn vinsæl allsstaðar og hún er þar. Með svipuðum hætti sýnist mér íslenskir blakunnendur horfa til Neskaupstaðar. Það má því segja að Neskaupstaður sé nokkurs- konarTaisan íslands.“ • Smárí Geirsson/Neskaupstaö 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.