Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 25

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 25
ERLENT hendinni beint heldur skal hafa einhvern millilið svo sem prik eða sleif. Ástæða þessa mun vera sú að með hendinni sýna menn kærleika og því er ófært að hún sé líka í refsingarhlutverkinu. Að hún verður þó að halda á verkfærinu virðist hér ekki valda áhyggjum. Ekki heldur hitt að samkvæmt þessu þokkagengi má ekki refsa í reiði, held- ur skal það gert með „kærleika" er reiðin er runnin. Nema menn spekina? Ekki hvað síst þetta atriði með kærleiks- refsingar má hér valda áhyggjum. Eitt er að í bræði getur mönnum orðið laus höndin og það geta börn skilið og fyrirgefið. En hitt, að bíða uns reiðin er runnin og taka þá til við barsmíðar, er að bæta andlegum pyntingum á hinar Iíkamlegu. Sem kúgunartæki er þetta sjálfsagt áhrifaríkt og þannig er það líka hugsað. En mörgum Svíum þykir þá nokkuð langt gengið í trúarbragðafrelsinu ef ein- stökum söfnuðum á að haldast uppi að leika börnin svo grátt sem raun ber vitni. MÁL ÞETTA varð heyrinkunnugt er Dagens Nyheter birti greinaflokk um barnauppeldis- mál safnaðarins. Var þar meðal annars talað við konu er starfað hafði við barnagæslu safnaðarins og greindi hún frá því, að for- stöðukona þeirrar gæslu hefði samkvæmt samkomulagi við foreldra barið tveggja ára dreng tvisvar til fimm sinnum í viku. Eftir þetta hafa fleiri fyrrverandi meðlimir sagt frá sinni reynslu og hnígur þar allt að sama brunni. Foreldrar er áttu börn er á einhvern hátt þóttu erfið fengu að heyra að hér gætu þau einvörðungu sjálfum sér um kennt. Barnið væri í klóm illra afla og hið eina er dygði væri að berja það. Og slíkur virðist máttur safnaðarins yfir meðlimunum að for- eldrar tóku þetta alvarlega og hófu að berja börn sín. Eftir á, ef fólk hefur losnað úr prísundinni, á það erfitt með að skilja hvernig það gat fengið þetta af sér. Og ekki þótti því barsmíðarnar hafa verið árangurs- ríkar. Forstöðumenn safnaðarins hafa reynt að bægja frá sér gagnrýninni og segja að þeir taki afstöðu gegn barnamisþyrmingum. Hinu bæta þeir svo við að flengingar skaði aldrei heldur þvert á móti geti verið börnum nauðsynlegar. Er þetta að sjálfsögðu í fullu samræmi við þá forræðishyggju og refsigleði er innbyggð virðist í kristindóminn þó svo það sé núorðið ekki nema í undantekningar- tilvikum sem hún fær að njóta sín. En hér í Svíþjóð bíða menn spenntir eftir framhaldi þessara mála. Ríkissaksóknari hefur fengið málið í hendur og er nú eftir að sjá hvort eitthvað verður gert til að reyna að stemma stigu við barnabarsmíðunum eða hvort hin „kristilegu" kærleiksverk fái enn um sinn að herja á barnssálirnar. • Ingólfur V. Gíslason/Lundi Óháðir sigruðu Kosningarnar á Álandseyjum GRÆNINGJAR OG Óháðir á Álandseyjum sigruðu í landsþings- og sveitarstjórnarkosn- ingunum sem fram fóru á Álandseyjum dag- ana 18. og 19. október síðastliðinn. Hvor listi náði tveimur mönnum inn á landsþingið, sem fer með sjálfsstjórn eyjanna, en þetta var í fyrsta skipti sem þessir listar buðu fram. Priðji óháði listinn náði hins vegar engum manni inn á þingið. Miðflokkurinn tapaði tveimur þingsætum og jafnaðarmenn og Frjálslyndir einu sæti hvor flokkur. Miðflokkurinn er eftir sem áður með stærsta þingflokkinn eða níu þing- menn, Frjálslyndir eru með átta þingmenn, Bandalag frjálslyndra með fimm þingmenn og Jafnaðarmannaflokkurinn með fjóra. Kosningaþátttaka var 62.7 prósent, sem þykir nokkuð gott á Álandseyjum en kosn- ingaþátttakan hefur alltaf verið mjög léleg þar. I kosningunum 1983 var þó sett met en þá kusu 63 prósent þeirra sem voru á kjör- skrá. Rúmlega 17þúsundmannsvoruákjör- skrá að þessu sinni. • Guörún Helga Siguröardóttir Bankaslræli 10, sími 13122 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.