Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 22
INNLENT
UÓSMYNDASAFNIÐ
• Frá 1. maí göngu Kommúnistaflokksins rétt eftir 1930.
sem „dauöinn og læknarnir búa“. Pað
reyndist fleira að en kransæðastíflan, og því
beið ég eitt ár eftir uppskurði og tíminn leið.
Þetta er forsaga þess að ég ákvað að setjast
að skriftum. Minnið, sem fyrr á árum stóðst
berklana, hélt enn velli og minningarnar
hópuðust að. í framhaldi af lífsstarfinu, ævi-
ferlinum, hófst ég handa um að skrifa ævi-
söguna.
Ekki var það áhlaupaverk og ólíkt vinnu
með haka og reku að því leyti að önnur voru
verkefnin og handtökin, en skriftir eru
vinna. Að sjálfsögðu skorti mig flest sem
lærðir menn hafa lykil að, nema hvað að ég
hafði þó lesið bækur og það varð mér til
framdráttar, ég hafði kynnst rithöfundum í
verkum þeirra og aflað mér nokkurs lær-
dóms á málið auk frásagnarhefða minna
samtíðar- og samverkamanna.
Að skrifa bækur án kunnáttu hafði lengi
blundað í hugarfylgsnunum og nú dró ég
fram alit það sem gat orðið mér að ævisögu-
efni. Minni þakkaði ég föður mínum sem
kunni bækur og lausavísur utanbókar, og
ömmu minni, móður hans sem gat þulið upp
úr sér stólræður þegar hún kom úr kirkju,
orðrétt. En þrátt fyrir gott minni þá var það
aldrei óskeikult og því tíndi ég allt til sem til
var af skrifuðum orðum allt frá því að ég, tólf
ára tók til við að skrifa minnisbækur á um-
búðapappír með illa yddum blýant. Þetta var
ólæsilegt öðrum en þeim sem hafði geymt
krotið af eðlishvöt og haldið upp á þetta
ásamt samanbörðum bögum allt frá æsku-
árunum. Þama fólust frásagnir af hálf-
gleymdu lífshlaupi fram um fermingu og
varð mér næstum að gullum sem fyrrum voru
geymd í handraðanum.“
Hvernig gekk svo að fá bækumar útgefn-
ar?
„Það gekk hægt fyrir sig með fyrstu bók-
ina, Fátœkt fólk. Eg skrifaði hana á árinu
1973 og lét Mál og menningu fá handritið.
Ekkert gerðist, ég vissi að handritið lá kyrfi-
lega í hillu, umbúið með krossbandi. Ekki
þýddi að mögla og því tók ég þann kostinn að
þegja það, kannski í hel. Á þeim árum lét ég
þó aldrei skriftir niður falla og skrifaði tvær
skáldsögur, enda orðinn svo til vonlaus um
að Fátækt fólk sæi nokkru sinni dagsins ljós
sem bók. En þá varð voninni til lífs að nýr
maður kom að útgáfufyrirtækinu og tók
handritið fram úr hillu. Bókin kom svo út
árið 1976 og fékk svo góða dóma og seldist
það vel að það varð að samkomulagi við
útgefandann að næsta bók, Baráttan um
brauðið, lægi fyrir í handriti strax árið á eftir
og það tókst. Báðar þessar bækur fengu mjög
góðar viðtökur hjá ritdómurum og voru
nefndar af íslands hálfu til samkeppni um
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs,
næstu tvö árin.
Eftir þessi tíðindi sem lögðust mér hóflega
að hjarta og gerðu mér margan glaðan dag,
tók ég til við þriðju ævisögubókina, Fyrir
sunnan. Hún kom út á jólamarkað 1979 og
seldist upp eins og hinar tvær.“
Þú ert enn að skrifa, hvað ertu að fást við
þessa dagana?
„Nú hef ég setið ár eftir ár við að safna efni
í ættarskrár foreldra minna. Loks liggur það
handrit á borðinu og þar með loforð útgef-
anda. Bókin á að heita Sjómenn og sauða-
bændur. Jafnframt ættar- og niðjaskrám
skrifaði ég allmikið efni sem mér barst í
hendur um líf þess fólks sem um er skrifað og
á er minnst.
Einnig get ég nefnt að á þessum haust-
dögum var ég að enda við að skrifa grein um
sögu verkamannafélagsins Dagsbrúnar sem
að mestu er byggð á ritgerð Eðvarðs Sig-
urðssonar og í minningu hans og þeirra
manna sem stofnuðu félagið og héldu uppi
verkalýðshreyfingunni allt í gegn og gerðu
það og hreyfinguna volduga og sterka. Þessi
grein mín kemur í tímaritinu Rétti, tveimur
heftum og vísa ég til hennar.
• Adolf Pedersen
22