Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.12.1987, Blaðsíða 26
• Arthúr Björgvin Bollason ræðir við Derrick sjálfan. Dagur í lífi Derricks Arthúr Björgvin Bollason fylgistmeö upptökum að er hráslagalegur nóvember- dagur, einn af þessum mið- evrópsku haustdögum, þegar veðurguðirnir virðast ekki geta gert það upp við sig, hvort þeir eigi að hella úr barmafullum skýjaskálum eða leyfa sólinni að skína. Sviðið er tignarlegt þrílyft einbýlis- hús við Starnbergvatnið í Bæjaralandi, um 70 kílómetra suðvestur af Múnchen. Það er ys og þys í kringum þessa reisulegu bæversku villu. Tæknimenn í bláum stökkum eru á þönum með rafmagnssnúrur, ljóskastara og önnur tól sem notuð eru til kvikmyndagerð- ar. Þeir eru í óða önn að undirbúa tökur á nýrri sjónvarpsmynd um lögregluforingjann Derrick. Það er augljóst af umstanginu, sem myndatökunum fylgir, að hér er ekkert til sparað. Rúmlega 30 manns starfa að stað- aldri við að filma nýjar sögur af þessum sívin- sæla lögregluforingja. Það er reyndar síst að undra, að mikið sé við haft, þegar þess er I gætt að Derrick er ekki einungis eftirlæti milljóna þýskra sjónvarpsáhorfenda, heldur nýtur hann dæmafárra vinsælda víða um lönd, þar á meðal á Sögueyjunni. Þegar tíðindamenn ÞJOÐLÍFS ber að garði er hinn tryggi förunautur lögreglufor- ingjans, Harry Klein, öðru nafni Fritz Wepper, að renna úr hlaði. Síðar kemur í ljós, að Harry Klein er í fríi frá myndatökum þennan dag. Þegar við höfum stjáklað í kringum villuna um stund, rennur svartur BMW uppað útidyrunum. Sjálfur Derrick lögregluforingi smeygir sér fimlega út úr bílnum. Hann gengur brosandi til mín og réttir mér höndina. Við höfum hist tvívegis áður, í fyrra skiptið áður en Derrick heim- sótti ísland á liðnu s Tiri og aftur yfir kaffi- bolla í Múnchen fyrir fáeinum dögum. Við það tækifæri hafði ég á orði að það gæti verið gaman að skyggnast á bak við tjöldin við gerð þessara vinsælu þátta. Derrick, öðru nafni Horst Tappert, tók þeirri umleitan vel og sagði að mér væri velkomið að vera við- staddur upptökur á þáttunum. Hann er hlýr og kumpánlegur að vanda. Eftir að við höf- um skipst á fáeinum orðum biður hann okkur að hinkra stundarkorn og hverfur inn í húsið. Búið er að koma fyrir ljóskösturum við innganginn og það er bersýnilegt, að tæknimenn eru tilbúnir í slaginn. Á meðan Derrick er púðraður af förðun- armeistara hópsins nota ég tækifærið og gef mig á tal við bílstjórann, sem ók honum í hlað. Það kemur í ljós, að bíllinn er í eigu BMW-verksmiðjanna í Múnchen. Bflstjórinn fræðir mig á því, að verksmiðjurnar láti Horst Tappert bifreið og einkabílstjóra í té meðan á tökum þáttanna stendur. í staðinn er merki fyrirtækisins látið koma fyrir í þátt- unum, svo „lítið“ beri á. Það er reyndar alsiða, að fyrirtæki styrki vinsælar sjónvarps- myndir með þessum hætti. En það eru fleiri glæsivagnar fyrir framan villuna við Starnbergvatnið þennan dag. Á hlaðinu stendur einnig gljáfægður Bentley. Eftir dálitla stund er Bentleynum ekið burt og rennilegum Porsché komið fyrir við úti- dyrnar í hans stað. Mér leikur forvitni á að vita, hvaða hlutverki þessir glæsivagnar gegna. Vinnuklæddur maður, sem er á vappi í garðinum, upplýsir mig um það, að auk þessara tveggja hafi fjölskyldan í húsinu tvo farskjóta til umráða, Benz og Ferrari. Hús- ráðandinn á staðnum reynist þó ekki vera bílasali, eins og ætla mætti, heldur efnaður verksmiðjueigandi. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.