Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 28
• HorstTappert þótti „plottið" býsna snjallt.
andlát eiginmannsins hefur hún tekið vin
þeirra hjóna inná heimilið, þar eð hún þolir
ekki einveruna. Heimilisvinurinn (Volkert
Krft) reynist ekki allur þar sem hann er séð-
ERLENT
ur. Hjólin fara að snúast og ýmislegt óvænt
kemur upp úr dúrnum, sem ekki er vert að
rekja nánar hér, enda eiga íslenskir sjón-
varpsáhorfendur að líkindum eftir að sjá
þennan þátt og þeim væri lítill greiði gerður
með því að ljóstra því upp, hver morðinginn
er...
Það er ljóst af frásögn Tapperts, að honum
þykir ,,plottið“ í þættinum býsna snjallt.
Eftir að við höfum skrafað saman á grasflöt-
inni fyrir framan villuna um stund, göngum
við inn í húsið. Búið er að koma fyrir kvik-
myndavél í forstofunni og leikararnir hafa
tekið sér stöðu. Leikstjórinn, Alfred
Weidenmann, biður menn að hafa hljótt og
leikurinn hefst. í atriðunum sem við sjáum
eru Derrick og sálfræðingurinn mættir til að
hafa tal af ekkju hins myrta. Þegar þeir koma
inn í húsið, hitta þeir heimilisvininn fyrir.
Aðspurður kveðst hann aldrei hafa séð sál-
fræðinginn fyrr. Derrick er hins vegar tor-
trygginn, eins og lögregluforingja sæmir, og
trúir því ekki alls kostar, að þeir félagar
þekkist ekki...
Á meðan Tappert og leikstjórinn ræða
einstakar uppstillingar nota ég tækifærið og
skyggnist um í húsinu. Hvert sem litið er
virðist íburðurinn með eindæmum. Mar-
maragólf, gullbryddaðir hurðarhúnar og
stássgripir af ýmsu tagi blasa við augum. Að
• Stórleikarar ræðast við.
ógleymdum málverkunum sem skarta á
veggjum. Á einu þeirra getur að líta Bæjara-
kónginn fræga, Lúðvík II, í fullri líkams-
stærð, auk þess sem ýmis skyldmenni kon-
ungs horfa til gesta ofan af veggjum. Það
Tvær snjallar
frá BRAUN
Þetta er litla rafhlöðurakvélin frá BRAUN, vélin sem þú
gelur setl í hanskahólfið á bílnum, skrifborðsskúffuna og
jafnvel skyrtuvasann. Ótrúlega góð vél miðað við stærð
og verð.
,,System 1-2-3“ er nýjasta gerðin frá BRAUN. ,,Elegant“
rafmagnsrakvél, sem er hljóðlátari og kröftugri en aðrar
gerðir. Bartskerinn og rakhnífurinn geta unnið saman
þegar þú ert með langa skeggbrodda, eða ,,óþekk“ hár.
Aðalumboð: Verslunin mm, Borgartúni 20
28