Þjóðlíf - 01.12.1987, Page 42
LISTIR
• Belgísku leikararnir Lut Mortelmans, Willem Carpentier og Arthur Semay í Lúkasi.
Briissels Kamer Toneel er í hjarta Brussel
skammt frá Sablon torginu sem þekkt er fyrir
forngripaverslanir og vikulegan markað með
sama varning. Leikhúsið er í gamalli húsaröð
í skugga kapellu hinnar heilögu jómfrúar.
Það tekur um fimmtíu manns í sæti og salur-
inn er lítið stærri en stofur góðborgara á
Arnarnesinu, þó ekki sé vítt til veggja eða
hátt til lofts. Gamlir loftbitar og naktir múr-
steinsveggir skapa stemmningu sem er ís-
lenskum leikhúsgesti framandi. Brussels
Kamer Toneel er gott leikhús.
UPPFÆRSLAN. Leikhús í Belgíu er „inn-
flutningsleikhús“ segja menn og eiga þá við,
að helst eru tekin þar til sýninga verk sem
hlotið hafa viðurkenningu í London, París
eða New York. Fólki þykir snobbað fyrir list
frá þessum háborgum menningar og lista á
kostnað listsköpunar heima fyrir. í Belgíu
hafa tveir eða þrír höfundar hlotið viður-
kenningu og skrifa reglulega fyrir leikhús.
Það vekur öfund Belganna að heyra að á
íslandi eru fimm til sex leikritahöfundar sem
eiga verk nokkuð reglulega á sviði.
Um Lúkas segja menn að leikritið hefði
eins vel getað verið skrifað í Belgíu. Pema
þess, andlegt ofbeldi og kúgun, höfðar til
margra alda baráttu flæmingjanna fyrir
tungu sinni og menningu. Sviðsetningin er
ekki hefðbundin, leikið er eftir endilöngu
leikhúsinu og leikarar og áhorfendur því í
návígi. Sérhver þjóð hefur átt og á sína
„Lúkasa“ og skilningur þeirra á umgjörð
kúgarans er misjöfn. Þar sem Danir sjá lög-
reglu og her skynja Belgar ofurvald kirkj-
unnar yfir daglegu lífi fólks. Þeirra Lúkas er
kirkjunnar þjónn. Sviðið er einfalt og hvítir
litir ráðandi, mest áberandi leikmuna er ein-
falt krossmark uppi á vegg og langt borð sem
minnir á altari.
Þýðandi og leikstjóri verksins, Anton
Segers, álítur Lúkas frábært leikhúsverk.
Hann segir að leikrit af þessu tagi verði ekki
til nema með þjóðum sem hafa háð baráttu
fyrir tilveru sinni á einhvern hátt. Fólk sem
býr við þær aðstæður hefur meira að segja en
aðrir. Lítil málsamfélög og minnihluta hópar
eiga að vinna saman til að halda sínu gagn-
vart stórþjóðunum. Hann er ekki í nokkrum
vafa um að eftirleiðis muni Belgar beina
athygli sinni að íslenskri list. Brussels Kamer
Toneel hefur þegar lagt drög að því að fá
fleiri íslensk verk til lestrar. íslendingar eru
makalaus þjóð og við getum margt af ykkur
lært, var niðurstaða leikstjórans.
LANDKYNNING? íslendingar hafa stund-
að flest betur en að koma menningu sinni á
framfæri við aðrar þjóðir, enda er það aug-
Ijóslega ekki auðvelt verk. í tengslum við
sýninguna hélt leikhúsið blaðamannafund í
samvinnu við íslenska sendiráðið í Brússel. Af
því sem þar fór fram mátti ráða að menning
af ýmsu tagi er tamara umræðuefni en ullar-
treflar og niðursoðin síld. Það vekur þá
spurningu hvort leiðin að mörkuðum með
afurðir okkar sé kannski greiðari í gegnum
menningarsamskipti en vörusýningar.
• Kristófer Már Krístinsson/Briissel
ÞJÓÐLÍFSTÖLUR
Fjöldi sveitabæja sem ná illa eða alls ekki
sjónvarpssendingum: 80.
Áætlaðar vaxtagreiðslur af löngum
erlendum lánum á næsta ári:
6.5 milljarðar.
Heildar birkiskóglendi á íslandi miðað
við landið allt: 1%.
Áætlaður fjöldi ónýtra bíla sem afskráðir
verða á næsta ári: 10.500.
Hlutur kvenna í stjórnum og ráðum 15
aðildarfélaga VSÍ, árið 1986: 7%.
Markaðsverð 3ja herbergja meðalstórra
íbúða í Reykjavík nóv/des 1987 :3.5-4.5
miljónir.
Algengasta útborgun við kaup 3ja
herbergja íbúða: 100%.
Áætlaður heildarinnflutningur á bjór til
landsins á ári(eftir Iöglegum Ieiðum):
800.000 lítrar.
Fjöldi ökumanna, skv. skoðanakönnun,
sem nota bílbelti að jafnaði: 60%.
Nautgripir í Reykjavík: 14.
Samtals hlutafé í nýja fyrirtækinu sem
yfirtók rekstur Álafoss og Iðnaðardeildar
SÍS: 700 miljónir.
Hækkun lánskjaravísitölu okt/nóv.:
2.44%
Verðbólga á heilu ári miðað við þessa
hækkun: 33.6%
Hækkun byggingarvísitölu s.l.
12 mánuði: 20.6%
Heimildir: Alþingistíðindi. Hagtíðindi.
Frumvarp lánsfjárlaga. Jafnréttisráð.
Umferðarráð.
42