Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 47

Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 47
• Ingibjörg Arnardóttir hefur náð lángt á stuttum tíma. Framtíðin er hennar Ingibjörg Arnardóttir í sundlandsliöinu HÚN ER AÐEINS 15 ára gömul, hefur æft sund frá því hún var tíu ára og náð langt á stuttum tíma. Hún hefur sett 12 unglingamet í sundgreinum og eitt íslandsmet. Hún segist eiga þá ósk heitasta að komast á Ólympíu- leikana 1988. PJÓÐLÍF ræddi við þessa ungu afrekskonu fyrir nokkru. Þess má geta, að Ingibjörg á ekki langt að sækja sund- áhugann eða -hæfileikana því móðir hennar er Vilborg Júlíusdóttir, sem á árum áður hreppti mörg verðlaunin fyrir langsund, en langsundið er einnig sterkasta grein Ingi- bjargar. Hvenær byrjaðir þú að æfa sund og hvers vegna? „Ég byrjaði að æfa fyrst af alvöru þegar ég var tíu ára. Áður var ég búin að prófa nokkr- ar íþróttagreinar, en það sem ég held að hafi ráðið úrslitum um að ég valdi sundið var að ég fílaði mig best þar. Svo getur verið að pabbi og mamma hafi haft mikil áhrif á mig, en þau höfðu bæði æft sund af kappi áður fyrr.“ Hvaða markmið hefurðu? „Að bæta mig!“ Hvemig gengur að samræma sund og skóla? „Það gengur bara ágætlega, ef maður vinnur nógu skipulega. Ég er nú í 9. bekk í Laugalækjarskóla.“ Hvað æfirðu oft í viku? „Ég æfi níu sinnum; fimm sinnum að kvöldi frá 18.30 til 21 og fjórum sinnum á morgnana og þá klukkutíma í senn og svo einnig á laugardögum. Einnig æfi ég lyftingar þrisvar sinnum í viku, hálftíma í senn.“ Ertu ánægð með félagið sem þú æfir með, Ægi? „Mórallinn í Ægi er mjög góður að mínu mati og við höldum hópinn ef við getum, förum í bíó og svoleiðis.“ Er sundið almennt á upp- eða niðurleið? „Ég tel sundið almennt vera í miklum framförum í dag og vona að það haldi áfram.“ Ertu ánægð með þjálfarann þinn? ,,Já. Hann kemur frá Svíþjóð þar sem hann hefur lært sundþjálfun. Hann er mjög inni í sálfræðihliðinni á okkur, hefur mjög góð tök á hópnum og hvetur hann óspart til dáða.“ Hvað heldurðu að þú munir æfa sund í mörg ár í viðbót? „Eg held að það fari eftir því hvernig mér gengur á næsta keppnistímabili." Áttu kærasta? Ekki er laust við að Ingibjörg roðni, enda nærgöngul spurning. Hún svarar neitandi. Hefurðu unnið einhvem titil í ár? „Ég hef unnið 400 m fjórsund A innan- húss á Meistaramóti íslands. Aðalkepnis- greinar mínar eru 1500, 800 og 400 m skrið- sund, 200 m flugsund og fjórsund." Hver em bestu ár ævi þinnar sem sund- manneskju? „Þegar ég setti íslandsmet í 800 m skrið- sundi 1985 og einnig er ég var valin í lands- liðið.“ Eftirminnilegasta sundið? „200 m flugsundið á bikarnum í Hafnar- firði 1985.“ Draumatakmark? „Að komast á Ólympíuleikana 1988 í 200 m flugi eða 800 m skriði.“ Hver era helstu vonbrigðin hjá þér? „Það er hve oft ég verð lasin fyrir mót, t.d. slasa mig. Það er ömurlegt, því að á mótum gefst einmitt kostur á að ná því takmarki sem maður hefur stefnt að allar síðustu vikur eða mánuði.“ Áhugamál? „Hitta vini og íþróttir.“ Hvemig líður þér best? „Þegar ég kem heim af góðri æfingu, er búin að borða góðan mat og fæ góðan eftir- rétt.“ Hefurðu lent i erfiðleikum í sundinu? „Sund er mjög erfið og krefjandi íþrótt. Helstu erfiðleikarnir eru þeir að geta yfir- stigið þreytu og leiða sem koma upp af og til við erfiðar æfingar. Einnig kemur upp leiði ef maður bætir sig ekki í langan tíma.“ Hvað finnst þér best í fari fólks? „Þegar það getur gert grín að sjálfu sér.“ Hver er afstaða þín til sundmála á íslandi í dag? „Mér finnst að það ætti að leggja meira upp úr utanlandsferðum. Þá meina ég að með því móti gefst okkur kostur á að keppa við fólk á okkar mælikvarða. Einnig finnst mér að það megi leggja meira upp úr því að hafa fleiri mót fyrir eldri flokkana og þá meina ég bæði kvenna- og karlaflokk. Mér finnst að það ætti að vera meira jafnvægi milli unglingamóta og almennra sundmóta þar sem allir hópar keppa. Það eru t.d. aðeins þrjú mót fyrir eldri hópa á hverju ári, en það liggur við að það sé mót um hverja helgi hjá okkur í yngri flokkunum.“ Hver er þinn besti vinur? „Ég á svo marga vini að ég vil ekki gera upp á milli þeirra.“ En versti óvinur? „Sælgætisframleiðandi!“ • Anna Gunnarsdóttir 47

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.