Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 52
TÆKNI & VÍSINDI
Tafla I. Helstu líftæknilyf í þróun
Áætlaður markaður
Kfni Notkun í Bandaríkjunum, millj. dollara
Atrial natriuretic factor Nýmaskolun 48-49
GM-CSF Krabbameinsmeöhöndlun og 125
beinmcrgsígraiðslur. Gegn eyöni 2U0
G-CSF Krabbameinsmcöhöndlun og 125
beinmergsígræöslur. Gegn hvítblæöi 25
M-CSF (CSF-I) Fjölgar og örvar átfrumur 50-150
Epidermal growth factors örvar sáragróun 150
Erythropoietin Gegn blóðleysi almennt 165
og sérstaklega hjá nýrnasjúklingum 160
Storkuþáttur VIII Vantar hjá blæöurum 155
Frjósemishormón Gegn ófrjósemi 65
Vaxtarhormón Gen dvergvexti í bömum 300
Alpha-interferon Gegn krabbameini og veirusýkingum 100-200
Beta-interferon Gegn krabbameini og veirusýkingum 20-30
Gamma-interferon Gegn krabbameini og gigt 45-60
Interleukin-2 Gegn krabbameini og veirusýkingum 200-500
Nasaspray fyrir lítil prótein Insulin pro-insulin 200
Lipocortin Bælir sýkingar 50
Lung surfactant örvar öndun hjá fyrirburum 55
Einstofna mótefni Lyfjamcöferö gcgn krabbamcini. Meðferö gegn blóðsýkingum af völdum
gram-neikvæöra baktería 300-KXK)
Superoxide dismutase Tissue plasmiogen Gegn hjartaslagi o.fl. 200-300
activator •’ ' Leysir upp blóötappa 400-800
Tumor necrosis factor Gegn krabbameini 50
„Náttúrulyfin" eru flest algerlega ný lyf,
vegna þess aö nánast var útilokað aö fram-
leiða þau í stórum stíl áður en erfðatæknin
kom til sögunnar. Helstu náttúrulyfin eru
sýnd í Töflu I.'í þessum hópi eru efni sem
talin eru vera hluti af náttúrulegu vamar-
kerfi líkamans gegn veirusýkingum, krabba-
meini og fleiri sjúkdómum, sem hingað til
hefur reynst erfitt að lækna. Væntingamar
eru því miklar, og þó aðeins sum þessara
efna verði nothæf mun afraksturinn samt
nema milljörðum dollara á næstu árum. Spár
um raunverulegar markaðsstærðir í þessu
sambandi eru enn mjög á reiki, en ljóst er þó
að markaðurinn er mjög stór. Þetta er í raun
meginástæðan fýrir hinni miklu trú manna á
framtíð líftækninnar og það sem heldur lífinu
í flestum líftæknifyrirtækjum, því enn eru
frekar fá efni komin á markað.
LÍFTÆKNIBRANSINN varð vissulega fyrir
nokkru áfalli á dögunum þegar bandaríska
lyfjaeftirlitið (FDA) hafnaði að heimila al-
menna sölu á tPA (tissue Plasminogen
Activator) frá erfðatæknifyrirtækinu
Genentech. Pessi neitun kom sér illa fýrir
Genentech, en nú hefur lyfjaeftirlitið heimil-
að sölu á þessu lyfí.
í sumum löndum hefur þegar verið leyfð
sala nokkurra þessara efna. Þar má nefna
mannainsulín (áður var notað svínainsulín,
sem er örlítið öðru vísi), vaxtarhormón og
interferon. Einnig einræktuð bóluefni, svo
sem gegn hepatitis B. tPA hefur einna
stærstan áætlaðan markað þessara „náttúru-
lyfja“ (500-1000 milljónir dollara) og er
dæmigert fyrir þennan hóp efna. tPA er sér-
• Dauði blóðtappa. tPA leysir upp gula pró-
teinið, fibrin. Fibrin er hleypiefnið sem heldur
saman storknuðu blóði í blóðtöppum, sem hér
hefur myndast Á efstu myndinni hefur örlítill
dropi af tPA gert fibrinið hart og stökkt, en það
er að öðru jöfnu mjúkt. Eftir 30—40 mfnútur
byrjar fibrinið að hrökkva í sundur (miðmynd).
Innan eins til tveggja kiukkustunda er fibrinið
að fullu molnað og rauð blóðkornin frjáls ferða
sinna.
virkt, próteinkljúfandi ensím, sem myndað
er í vissum frumum líkamans. Hlutverk þess
er að breyta öðru próteinkljúfandi ensími úr
óvirku formi (kallað plasminogen) í virkt
form (plasmin). Plasmínið klýfur síðan pró-
teinið fíbrín, en það er hleypiefnið sem held-
ur saman storknuðu blóði, eins og t.d. blóð-
töppum í æðum. Notkun tPA (og reyndar
fleiri efna með svipaða verkun) er talin verða
þannig, að það verði gefið beint í æð strax
eftir að fólk hefur fengið kransæðastíflu eða
aðra blóðtappa. Þá leysist blóðtappinn mjög
fljótt upp og varanlegar vefjaskemmdir
verða mun minni en ella.
Auk þeirra efna sem talin eru upp í Töflu I
er fjöldi annara efna á rannsóknarstigi. Þau
verða vafalaust þróuð sem lyf þegar menn
þekkja betur verkun þeirra. Því eru menn
vongóðir um, að á þennan hátt muni takast
að lækna tlestar tegundir krabbameina,
hjartasjúkdóma, eyðni, heila- og mænusigg,
Alzheimero.fi.
Kostnaðurinn við rannsóknir, þróun og
markaðssetningu á þessum efnum er gífur-
legur, en þegar krónurnar fara loks að skila
sér í kassann (eða jafnvel fyrr) verður þess-
um sömu aðferðum beitt á mörgum öðrum
sviðum. Þar á meðal eru dýralækningar, alls
kyns ræktun bæði á dýrum og plöntum, alls
kyns efnagreiningar, efnaframleiðsla og
margt fleira.
ÞAÐ ER NANAST samdóma álit þeirra sem
til þekkja, að líftæknin boði framfarir í heil-
brigðismálum. Aftur á móti vakna margar
spurningar um væntanlega þróun. Þar eru
efstar á blaði ýmsar siðferðilegar spurningar.
Spyrja má hversu langt eigi að ganga í „við-
gerðarmálum" og hvort skilningur okkar á
heilbrigði breytist. Einnig vaknar sú spurn-
ing, hver áhrif það hafi að magna upp al-
mennt varnarkerfi líkamans. Að lokum er
það svo spurningin, sem aðeins er rædd í
hálfum hljóðum og á lokuðum fundum: Fer
kostnaðurinn við heilsugæsluna endanlega
úr böndunum þegar líftæknin býður upp á
bót við öllum meinum?
• Jakob Kristjánsson/Örn D. Jónsson
52