Þjóðlíf - 01.12.1987, Síða 54
TÆKNI & VÍSINDI
,,Þó að þeir Jakob og örn segi í grein sinni að líftæknin sigrist á
blóðtappa þá verður enn margt óleyst í sambandi við kransæðastíflu
og hjarta- og æðasjúkdóma þótt tPA komist í notkun. Það þarf t.d.
að vera hægt að beita því innan ákveðins tíma frá því að blóðseginn
myndast og þó að blóðseginn sé leystur upp þá situr eftir þrengd æð
vegna þess að undanfari blóðsegamyndunarinnar er æðakölkun sem
þrengir æðina á mörgum árum. Vandamálið leysist ekki nema að
hluta og eftir er erfið ákvörðun um hvað beri að gera eftir að lyfið
hefur leyst upp kransæðastífluna; þarf sjúklingurinn að gangast und-
ir skurðaðgerð, eða kransæðavíkkun o.s frv.?
Þetta lyf opnar stíflaða æð og með því tekst að hafa áhrif á stærð
hjartadrepsins og draga úr stærð þess vöðvamassa hjartans sem
glatast við stíflunina. Petta hefur mikil áhrif á bata sjúklingsins bæði í
bráð og lengd. Því minna hjartadrep, því betra fyrir sjúklinginn.
Annað óleyst vandamál er að það myndast svokallaðir „súrefnis-
ríkir radikaiar" við drepið í hjartavöðvanum og þegar blóði er hleypt
þar inn að nýju, skapast ástand sem við skiljum enn ekki til fulls. En
það vill svo til að menn telja að hægt verði að nota eitt þessara nýju
lyfja ,Superoxide dismutase - sem í töflu Amar og Jakobs er sagt
verka gegn hjartaslagi - ásamt tPA, til þess að leysa sum þau vanda-
mál sem skapast við það að opna æð sem hefur stíflast.
Við erum þannig í miðjum klíðum við að glíma við þennan vanda
og sigurinn er enn langt undan. En þessi Iíftæknilyf marka stóran
áfangasigur og það yrði þýðingarmikið ef hægt yrði að fá lyfið tPA
með ódýrum hætti. Þegar hefur verið sýnt fram á að sjúklingum
reiðir betur af þegar tekst að leysa upp blóðsegann með þessum
hætti.“
- Hvaða önnur ný líftæknilyf vekja helst vonir manna í dag?
„Það er margt í gangi en ég get t.d. nefnt lyf sem lækkar kólesteról
og miklar vonir era bundnar við. Það var nýverið sett á frjálsan
markað í Bandaríkjunum og heitir Lovastatín. Það er þó á mörkun-
um að geta kallast „líftæknilyf,“ en þekkingin sem leiddi til þessarar
framleiðslu fékkst m.a. úr frumulíffræðilegum rannsóknum þeirra
Browns og Goldsteins sem fengu Nóbelsverðlaun 1985.
í töflu þeirra Jakobs og Amar, er getið efnisins Lipocortin en það
er á algeru firumrannsóknarstigi. Þetta efni myndast í líkamanum
þegar gefin eru barksterahormón og skyld lyf. Barksterar eru t.d.
notaðir gegn þrálátum bólgu- eða ofnæmissjúkdómum, eins og liða-
gikt og astma. Vandamálið við barkstera hefur verið miklar hjá-
verkanir og það hefur ekki tekist að aðskilja hagstæðu áhrifin og
hjáverkanimar í þessum lyfjaflokki. Ef það tækist að framleiða hina
náttúrulegu afurð þessa efnis í líkamanum þá er vel hugsanlegt að
hægt verði að einangra jákvæðu áhrifin og draga úr hjáverkunum.
Þetta er það sem menn nefna helst í sambandi við Lipocortin en í dag
telst þetta þó vera framtíðarmúsík og ekkert í sjónmáli."
- Getur hinn gífurlegi kostnaður við framleiðsluna leitt til þess að
lyf sem gefa góða raun verði ekki hagnýtt?
„Það er mjög erfitt að spá um það en ef tekst að lækna alvarlegan
sjúkdóm þá er e.t.v. jafnframt verið að koma í veg fyrir fötlun og
örorku sem reynist þjóðfélaginu mjög dýr.
í öllu falli er þó líklegt að kostnaðurinn í heildina verði meiri."
Þó að líftæknin hafi fært okkur stóra áfangasigra er ekkert sem
bendir til að hún, ffekar en önnur læknisfræði, hækki hámarksaldur-
inn, þótt meðalaldurinn hækki. Allar dýrategundir hafa sinn há-
marksaldur og mannskepnan hefur þar enga sérstöðu.
Á síðustu öld lengdist meðalævin vegna þess að bamadauðsföll-
um fækkaði og færri deyja nú ótímabærum dauða á miðjum aldri.
Þrátt fyrir allt þetta eru mjög fáir enn í dag sem ná því að verða mjög
aldraðir, fara t.d. langt fram yfir áttrætt. Þetta er vegna þess að
ekkert af því sem læknisfræðilegar framfarir gera hefur raunveruleg
áhrif á líffræði öldrunar - kannski sem betur fer. Hins vegar er
raunhæft að vænta þess að fleiri verði gamlir og framfarir dragi
einnig úr heilsufarslegum vandamálum aldraðra.“
• Getur hugsast að þessi þróun leiði til þess að fólk hætti að passa
sitt heilsufar og treysti á að fa „viðgerð“ ef eitthvað bregður útaf?
„Jú,þetta er mjög alvarlegt vandamál og ég tel að þekking undan-
farinna ára ætti að gera mönnum ljóst að þeir hafa heilbrigði sitt að
miklu leyti í eigin höndum og þar með er þeim lögð mikil ábyrgð á
herðar. Þessi hugsunarháttur er gjörólíkur þeim sem var fýrir nokkr-
um áratugum þegar menn voru ofurseldir farsóttum, hungursneyð
og öllu mögulegu sem hafði áhrif á heilsufarið í landinu. Nú er ekkert
sem hefur jafnmikil áhrif á langh'fi og heilsu fólks og hvemig það
ræktar sjálft sína heilsu.“
- Hversu langt er þróun líftæknilyfja gegn krabbameini komin?
„Eg er ekki sérfróður um þá hlið málsins en tel að það sé ekki hægt
að binda vonir við þau efni í allra næstu framtíð og ekkert þeirra
hefur enn verið reynt með vemlegum árangri. í vissum tilvikum
hefur Interferon vakið vonir en líka valdið vonbrigðum.
Ein tegund krabbameins, lungnakrabbinn, er reyndar skýrt dæmi
um sjúkdóm sem í langflestum tilvikum er til kominn vegna þess að
fólk varpar frá sér ábyrgð á eigin heilsufari og er beinlínis afleiðing af
lifnaðarháttum. Og mitt í allri þessari þekkingarsprengingu og þeirri
von sem við hana eru bundnar, stöndum við frammi fyrir því að í yfir
90% tilvika stafar lungnakrabbi af reykingum. Þannig er þekkingin
og tæknin ekki einhlít.“
- Fylgjast íslenskir læknar náið með þessari þróun og taka ný lyf í
notkun um Ieið og færi gefst?
„Já, ný lyf eru tekin hér í notkun hóflega snemma. Það á samt ekki
að rjúka upp til handa og fóta á meðan verið er að prófa ný lyf. Þau
verða að ganga í gegnum mikinn hreinsunareld athugana og prófana.
Lyf er ekki fullþróað fyrr en búið er að sanna með skipulegum
athugunum að það sé bæði gagnlegt og veiti fólki eitthvað nýtt og
valdi ekki skaða. Lyf á því ekki að setja á markað fyrr en það hefur
verið fullþróað og ég held að íslensk læknastétt og heilbrigðisyfirvöld
feti nokkuð skynsamlegan meðalveg hvað þetta varðar.“
- Er þessi þróun svo hröð í dag að hægt sé að tala um byltingu?
„I grunngreinum læknisfræðinnar er að verða mikil þekkingar-
sprenging; í erfðafræði, sameindalíffræði, erfðatækni og svo líftækn-
inni sem byggist á þessum greinum. Þama margfaldast þekkingin á
örfáum árum og það er vandaverk fyrir lækna að hafa yfirsýn vfir allt
sem er að gerast.“
- Erum við íslendingar á einhvem hátt þátttakendur í þessari
líftækni?
„Það er ekki verið að gera hér miklar athuganir sem snerta lyfja-
framleiðslu á þessu sviði en það eru ýmsar grunnrannsóknir í gangi
sem tengjast þessu; í ónæmisfræði, boðkerfum æðaveggsfrumna, í
frumulíffræði krabbameins o.fl. Þetta er ekki í stórum stíl en við
þetta er samt lögð talsverð rækt. Svo eru aðrir hlutir líftækninnar í
gangi s.s. í sambandi við vinnslu á sértækum ensímum úr t.d. hita-
þolnum örverum og í Raunvísindastofnun Háskólans eru í gangi
heilmiklar rannsóknir á fitusýrum í hjartavöðva og fitusýrum úr lýsi.
Þetta tengist allt þessari grundvallar líffræði sem er undirstaða hf-
tækninnar.“
• Ómar Friðriksson
54