Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.01.2009, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 08.01.2009, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 8. JANÚAR 2009 11STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Virkjun mannauðs á Reykja- nesi hóf starfsemi sína sl. mánudag. Virkjun er til húsa í byggingu 740 á Vallarheiði en þar er verið að byggja upp starfsemi fyrir íbúa á Reykja- nesi sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi. Við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu var afráðið að setja á stofn miðstöð, Virkjun, þar sem einstaklingar á Suður- nesjum geta leitað nýrra tæki- færa en boðið verður upp á náms- og starfsráðgjöf, persónu- lega sérfræðiaðstoð lögmanna, félagsráðgjafa, fjármálaaðstoð, framtalsaðstoð og fleira. Þá verður Virkjun ekki síður samkomustaður fólks sem vill nýta það áfall sem atvinnuleysi er hverjum og einum til að búa sig undir ný tækifæri í atvinnu með námi, námskeiðum eða mannbætandi tómstundum og menningarstarfsemi sem einnig verður í boði í Virkjun. Keilir, Fjölbrautaskóli Suður- nesja og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman með Virkjun eins og sjá má í auglýsingu í blaðinu í dag og bjóða upp á fjölbreytt nám fyrir þá sem leita nýrra tæki færa. Við hvetjum alla sem vilja skoða þessa möguleika að líta við í Virkjun og kynna sér málin frekar. Laugardaginn 17. jan- úar verður sameiginleg kynn- ing námstækifæra og starfsemi Virkjunar frá kl. 13:00 - 16:00. Virka daga er Virkjun opin frá kl. 09:00-16:00 og eru allir íbúar á Reykjanesi sem telja sig eiga erindi velkomnir, fá sér kaffi og kynna sér starfsemina, en nám, fyrirlestrar, íþrótta- æfingar, listnám og annað sem Virkjun býður verður þátttakendum að kostnaðar- lausu. Vinnuaðstaða er fyrir námstengd verkefni, stofnun fyrirtækja og ýmiskonar frum- kvöðlastarfsemi í samstarfi við frumkvöðlasetrið Eldey. Virkjun er rekin með framlagi stofnana, fyrirtækja og einstak- linga sem leggja fram vinnu án endurgjalds og þörf er á fleiri sjálfboðaliðum til starfa til að halda starfseminni úti. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum mæti í Virkjun og hafi samband við Pál Rúnar Pálsson, sími 664 2804, Ásu Eyjólfsdóttur í síma 862 5282, eða Ásmund Friðriks- son síma 894 3900, sem veita allar upplýsingar. Strætó fer frá Reykjaneshöll á heila tímanum í Virkjun, fyrir þá sem koma akandi er Virkjun við Flugvallarbraut á leið í gömlu flugstöðina. Ásmundur Friðriksson verkefnastjóri Virkjunar. Virkjun á Vallarheiði: Ert þú að leita tækifæra? 21.900.000,- Uppl. á skrifst. Staðarhraun 42, 240 Grindavík. Fallegt mikið endurnýjað raðhús á góðum stað. Möguleiki á yfirtöku á hagstæðu láni frá íbúðalánasjóði með 4,15% vöxtum. Hringbraut 136 Möguleiki á að skipta Hringbraut 84 eh og Hringbraut 136 í einbýlis eða parhús í Keflavík. Nánari upplýsingar á skrifstofu. 16.900.000,- Hringbraut 84 eh 4 herbergja íbúð ásamt bílskúr. Íbúðin er mikið endurnýjuð. Löggiltur fasteignasali: Sigurður Ragnarsson - Sölumenn: Júlíus Steinþórsson og Sævar Pétursson Við bjóðum nýjar íbúðir til leigu í 15 mánuði án vísitölu. Að þeim tíma liðnum getur þú keypt fasteignina. Leigan gengur beint upp í kaupin. Skoðið alla kostina á www.es.is Aftengjum verðbólgu í Reykjanesbæ Leigðu, lifðu, eigðu... Daglegar fréttir á vf.is - rjóminn af tíðindum dagsins, fréttir, mannlíf og íþróttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.